Tilmæli til lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Kæra Álfs Birkis fyrir hönd Samtökin 78 á hendur bloggara, sem hvorki er fugl né fiskur, lenti hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra. Stjórinn boðaði bloggara ásamt lögmanni í skýrslutöku í gær. Ekkert varð úr. Frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Lítið við því að gera.

Eftir spjall og yfirferð á kæruliðum með lögmanni kom í ljós að ekkert í kærunni gefur tilefni til að halda rannsókn áfram og því sendi lögmaðurinn tilmæli til lögreglustjórans. Er ekki tímabært að lögreglustjórar landsins komi sér saman um að eyða ekki tíma lögreglumanna og fjármunum samfélagsins í svona rakalausar kærur? Í Danmörku tekur lögreglan ekki við kærum af þessu tagi er mér sagt af konu sem trans-aðgerðasinni ætlaði að kæra. Sá varð frekar illur og auglýsti það, löggan skynsöm.

Vonandi sér lögreglustjóri að sér. Það kostar samfélagið peninga og lögregluna tíma að eltast við svona tittlingaskít eins og í þessu tilfelli.

Ljóst er á ákæruliðum að Álfur Birkir fyrir hönd Samtaka 78 reyndi að finna eitthvað, bara eitthvað, til að leggja fram kæru. Kannski að bloggari taki ummælin sem Álfur telur hatursfull og fjalli um þau. Kemur í ljós. En, eitt sýnishorn ,,Áróðurinn að trans-kona sé kona er lygi“ hér er tekin ein setning úr þýddum tekta í færslu frá dönskum snjáldurvini. Setningin er tekin úr samhengi og kemur skýrt fram að um þýðingu sé að ræða.

Í bréfinu til stjórans stendur m.a.:

,,Ekkert af þeim texta sem vísað er til í kærunni er þess eðlis að hann verði heimfærður undir 233. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Textinn ber það hins vegar berlega með sér að skjólstæðingur minn hefur skoðun á málefni sem varðar hana og samfélagið sem hún býr í og vill tjá þá skoðun, svo sem stjórnarskráin tryggir henni frelsi til. Hvergi er í textanum að finna minnstu vísbendingu um óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu á kæranda né því fólki sem hann fer með hagsmunagæslu fyrir.  Hvergi í textanum er að finna nokkuð sem hæðir, rægir, smánar eða ógnar nokkrum manni eða hópi manna, né nokkuð sem hvetur til þess að það verði gert.“

Upphaf málsástæðukafla kærunnar ber keim af því að kæranda sé óljúft að hafðar séu eða tjáðar aðrar skoðanir en hans eigin á þeim málefnum sem hann brennur fyrir. Við slíkt verða menn þó að búa í lýðræðisríkjum.

Að undanförnu hefur það færst í vöxt að baráttuhópar af ýmsu tagi eða hópar sem vinna að málefnum sem þeir telja mikilvæg, kæri til lögreglu eða stefni fyrir dómstóla þeim einstaklingum sem hafa tjáði opinberlega aðrar skoðanir en þeir sjálfir hafa eða vilja koma á framfæri leiðréttingum eða upplýsingum um mál sem eru til umfjöllunar í samfélaginu. Þetta kann að hafa þær afleiðingar að meginþorri fólks kann að veigra sér við að hafa skoðanir um þjóðfélagsmálefni eða upplýsa um þær. Við það skaðast samtalið í samfélaginu og um leið sá hluti tjáningarfrelsis sem ætlaður er til að verja rétt almennings í lýðræðissamfélagi til að hafa aðgang að mismunandi skoðunum, sjónarmiðum og upplýsingum svo hann geti tekið afstöðu til samfélagsmálefna. Skjólstæðingur minn telur ástæður til þess að skora á Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að taka það til skoðunar hvort ekki sé tilefni til að sýna aðgát áður en lögreglu er beitt með þeim hætti sem getur valdið því að fólk óttist að nýta stjórnarskrárvarin réttindi sín.„

Samtökin sjötíuogátta,

segja sig leita til sátta,

En kemur í ljós

að þetta er fjós

af slagsmálahundum án átta

Höf. Geir Ágústsson

 


Bloggfærslur 18. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband