Kona sem veit ekki hvað kona er

Merkilegt að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til embætti forseta Íslands. Þegar hún var spurð á þingi fyrir nokkru síðan hvernig hún skilgreinir konu þá gat hún það ekki. Af hverju ekki, mér er spurn.

Kjósi þjóðin þessa hörmung yfir sig í embætti forseta sýnir hún endanlega hve vitlaus hún er. Katrín skilur skítahala eftir sig í mörgum málaflokkum.

Katrín er ein þeirra sem hundsar réttindi stúlkna og kvenna til einkarýma. Hún er ein þeirra sem heldur að karlmaður ali barn o.s.frv.

Guð og menn forði þjóðinni frá að hún nái kjöri.


mbl.is Katrín býður sig fram til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saudi- Arabía valin til formennsku kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna

Þetta á ekki að vera hægt, nú hljóta konur að missa þolinmæðina.

Manahel al-Otaibi er 29 ára. Hún kennir líkamsrækt, er bloggari og situr í fangelsi. Hvaða glæp framdi hún?

Al-Otaibi tók sjálfsmynd án þess að hylja hárið og setti á Snapchat. Hún notaði hasstakið #EndMaleGuardianship. Þetta er vettvangur kvenna til að mótmæla. Þeim er skylt að hafa karlmann sem forráðamann. 

Hún býður eftir réttarhöldunum. Gæti fengið 10 ára dóm segja mannréttindasamtök. Fjölskyldan segir frá barsmíðum í fangelsinu. Þetta er sannleikurinn um hvernig konur eru meðhöndlaðar í Saudi- Arabíu.

Nú ætla Sádarnir að nota Sameinuðu þjóðirnar sem þvottavél fyrir afstöðu sína til kvenna og það gengur vel. Þeir voru tilnefndir, í síðustu viku, til formennsku í nefnd um málefni kvenna í samtökunum, kvennanefndina!

Þetta er eins og blaut tuska í andlitið á þeim konum sem berjast fyrir sjálfsögðum réttindum þar sem um líf og dauða er að tefla.

Fór hljóðlega 

Tilnefningin fór ekki hátt og gerðist í páskavikunni. Þetta á sér sögu. Noregur var eitt þeirra landa sem hleypti Íran inn í Sameinuðu þjóðirnar, árið 2022, en þjóðin er þekkt fyrir fjandsamlega meðhöndlun á konum.

Fáum mánuðum síðar var ung kona handtekin og drepin af lögreglu í Teheran. Hún var ein þeirra sem mótmæltu, á hana var ráðist og hún sló til baka. Það hafði afleiðingar. Íran var gert að yfirgefa kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í desember 2022 og ári síðar fengu konur í Íran Nóbelsverðlaun fyrir baráttu sína.

Verkefni Kvennanefndarinnar

Kvennanefnd Sameinu þjóðanna var stofnuð 1946 og átti að starfa þar til jafnrétti hafði náðst milli kynjanna. Aðalverkefni nefndarinnar var að fjarlægja lög sem fela í sér misrétti kynjanna t.d. að konur hafi ekki kosningarétt, hefðu jafnan rétt til arfs, geta ekki óskað eftir skilnaði, ekki stofnað fyrirtæki og átt húsnæði.

Það er langt í land í mörgum löndum. Mörg lönd hafa gert breytingar en það er ekki hægt að segja um Saudi- Arabíu. Þar í landi hafa þeir ekki fjarlægt lögin um að kona þurfi karlmann sem forráðamann.

Konur í Saudi- Arabíu hafa ekkert um líf sitt að segja. Konur í Saudi- Arabíu hafa nánast engan rétt. Þær fengu kosningarétt en geta ekki nýtt hann nema forráðamaður þeirra ákveði að taka þær með.

Nokkur lönd hafa tekið sig saman og vinna gegn réttindum kvenna innan Sameinuðu þjóðanna. Þeir finna sameiginlegan grundvöll til að fara gegn fóstureyðingu, getnaðarvörnum, kynfræðslu og réttindum kvenna. Þessi lönd sem eru 25 í allt eru t.d. Katar, Rússland, Saudi- Arabía og Íran.  

Spyrja má af hverju land sem fangelsar konur fyrir að taka myndir af sér fær þessa ábyrgð.

Christina Pletten gerði þessa frétt fyrir Aftenposten og bloggari þýddi.

Ekki er langt síðan konur fengu bílpróf í Saudi-Arabíu, árið 2018.

saudi_kvinde

 

 


Bloggfærslur 5. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband