Við vitum að þetta er mjög viðkvæmur hópur með hátt hlutfall geðrænna greininga

Umræðan er í sviðsljósinu vegna þess að norska landlæknisembættið vinnur nú að gerð nýrra viðmiðunarreglna um skipulag meðferðaráætlana fyrir börn og unglinga með kynvanlíðan. Ákveðnir hópar vinna að því að þjónustan sé skipulögð sem lágþröskuldaþjónusta. Í þessu sambandi er sérstaklega mikilvægt að hlusta á þá umræðu sem á sér stað í nágrannalöndum okkar (og nokkrum öðrum löndum) og læra af reynslu þeirra.

Hópur sænskra foreldra barna með kynvanlíðan skrifaði fyrir stuttu grein í Dagens Nyheter (DN) um faraldur kynvanlíðunar meðal barna og ungmenna (18-25 ára) sem breiðist út á samfélagsmiðlum. Þeir eru fulltrúar vaxandi hóps foreldra barna sem á unglingsaldri tjá skyndilega sterka tilfinningu fyrir því að vera ,,rangt kyn."

Skelfingu lostnir foreldrar

Foreldrar hafa sömu reynslu; 1) Ekkert barnanna hefur áður lýst efasemdum um kynvitund sína í æsku 2) Mikill meirihluti þeirra eru stúlkur 3) Hjá öllum börnunum hefur kynvanlíðan komið upp samtímis við geðræn vandamál eins og kvíða, áföll, þunglyndi eða átraskanir 4) Mörg barnanna hafa átt í vandræðum með að eignast vini og mynda hóptengsl, nokkur eru með greiningar á einhverfurófinu 5) Öll börnin voru upptekin af trans málefnum á ýmsum samfélagsmiðlum rétt áður en þeir gáfu kyn vanlíðan sína í ljós og margir hafa átt vini sem skilgreina sem trans eða kynlaus.

Foreldrarnir segja að reynsla þeirra af því að leita sér hjálpar hjá Barna- og unglingageðdeild (BUP) hafi verið skelfileg (sambærilegt við BUGL). Þeir komast að þeirri niðurstöðu að greiningar hafi verið gerðar á methraða og óafturkræf inngrip sett í gang á met tíma. Foreldrar sem hafa lýst efasemdum um meðferðina voru tilkynntir til barnaverndarnefndar. Gripið hefur verið inn í uppeldi foreldra og aðgerðir sem fer þvert á vilja foreldra. Þeir krefjast þess að allri læknis- og skurðaðgerðum verði hætt fyrir þennan hóp barna og unglinga. Hætt verði við tilraunameðferð án stuðnings rannsókna, staðreynda og að nálgun við kynvanlíðan verði samtalsmeðferð.

Foreldrarnir benda á að þeim fjölgi sem sjá eftir ferlinu og vilja snúa aftur til fæðingarkynsins. Og að þeir sem hafa gengist undir hormónameðferð og jafnvel skurðaðgerð verði fyrir óþarfa þjáningum og ævilangri læknisfræðilegri áhættu.

Faglegur stuðningur

Í dag fá þessir foreldrar faglegan stuðning frá Sven Roman sem er sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum. Hann segir að kynjavanlíðan breiðist út eins og faraldur á netinu. Hann tekur undir áhyggjur foreldra af kynstaðfestingarmeðferðinni sem gerð er og lýsir henni sem róttækri, óafturkallanlegri og óvísindalegri.

Frá árinu 2014 hefur tilvísunum barna með kynvanlíðan fjölgað mikið í Svíþjóð. Roman áætlar að þúsundir barna og ungmenna hafi fengið kynskiptimeðferð á síðustu fimm árum; í formi stórra skammta af kynhormóni og skurðaðgerð á brjóstum og kynfærum. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að það eru engar vísindalegum sannanir fyrir slíkum meðferðum barna, en líka fyrir ungmenni.

Rannsóknir sýna að minnsta kosti 75% sjúklinga með kynvanlíðan hafa önnur geðræn vandamál; einhverfu, átröskun, sjálfsskaða og misnotkun. Fyrir alla þessa sjúkdóma er gagnreynd meðferð til og við meðferð þeirra hverfur oft kynvanlíðan, þar sem algengt er að kynvanlíðan komi í kjölfar þessara sjúkdóma.

Óháð rannsókn

Samkvæmt Roman ættu allar kynskiptimeðferð hjá sjúklingum yngri en 25 ára að stoppa. Hann bendir á að heilinn taki miklum breytingum á unglingsárunum og að hann sé ekki fullþroskaður fyrr en við 25-30 ára aldur. Í þeim hluta heilans sem þroskast síðast, situr ennisblaðið, meðal annars.hæfni til að hugsa og taka þátt.

Hann heldur því fram að óháð rannsókn ætti að fara fram á stærsta og mest ógnandi því ,,veikindahneyksli" í sögu Svíþjóðar.

Í Noregi vinnur norska landlæknisembættið að því að semja nýjar viðmiðunarreglur um meðferð barna og unglinga með kynvanlíðan. Til grundvallar styðst norska heilbrigðisstofnunin við skýrsluna ,,Right to Right Gender".

Í þeirri skýrslu er ekki tekið tillit til vaxandi hóps barna og ungmenna með kynvanlíðan.. Þetta er sjúklingahópur sem við vitum lítið um, hvorki hvað varðar orsakasamhengi eða áhrif meðferðar. Vegna tímarammans eru fá rannsóknargögn til að treysta á. En við vitum að þetta er mjög viðkvæmur hópur með hátt hlutfall geðrænna greininga.

Þetta eitt og sér ætti að hvetja til mikillar varúðar í meðferð barna og ungmenna. Nauðsynlegt er að hafa góða stefnu, mæta þeim með heildstæðri nálgun og vandaðri útfærslu þverfaglegra teyma í sérfræðiheilbrigðisþjónustunni. Vegna hás hlutfalls samkynhneigðra er enginn vafi á því að hæfni í geðgreiningu er krafist. Þetta stangast augljóslega á við skipulag í formi lágþröskuldaþjónustu í heilsugæslu sveitarfélaganna.

Vara við

Í Svíþjóð var ástandið ekki betra. Engin gagnrýnin og áhersla lögð á framkvæmd hraðamats vegna kynbundinnar meðferðar barna og unglinga. Eftir sjónvarpsheimildarmynd Uppdrag Granskning um ,,Tranståget och Tonårsflickorna" hefur sjónum verið beint að Karolinska sjúkrahúsinu.

Svipaðar rannsóknir eiga sér stað á Tavistock í Englandi og einnig í Ástralíu. Hjá Tavistock í Englandi hafa nokkrir sérfræðingar dregið sig í hlé, þeir telja framkvæmd kynstaðfestandi meðferðar stangist á við faglegar og siðferðilegar leiðbeiningar. Heilsugæslustöðin er einnig til rannsóknar eftir að aldursviðmið um notkun kynþroskablokkara (hormónameðferðar) voru lækkuð af heilsugæslustöðinni. Tavistock gerði rannsókn sem nú er verið að rannsaka. Varað er við niðurstöðum því að gögn úr rannsókninni sýndu háa tíðni tilkynninga um sjálfsvígshugsanir og sjálfsskaðahugsanir hjá ungu fólki meðan á meðferð með kynþroskablokkurum stendur. Ekki hefur verið tekið tillit til þessara gagna og aldurinn engu að síður lækkaður þannig að börn niður í 11 ára aldur var boðið kynþroskablokkara á Tavistock.

Ef þingmenn í Noregi ætla ekki að taka langtímaafstöðu til spurningarinnar um skipulag meðferðarþjónustu í Noregi hvet ég þá eindregið til að hlusta á þær gagnrýnisraddir sem gera sig gildandi á alþjóðavettvangi. Ef þingmenn velja að horfa fram hjá þessum staðreyndum geta þeir ekki sagt síðar að þeim hafi ekki verið kunnugt um þetta eða ekki skilið hvað gekk á. 

Marit Johanne Bruset, Psykologspesialist skrifaði greinina sem má lesa hér.


Bloggfærslur 1. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband