Einkum lagið að tala niður til fólks

Halldór Halldórsson er einkar laginn við að tala niður til fólks og sér í lagi grunnskólakennarar. Hann svífst einskis þegar stéttin og skólastarfið er annars vegar. Hafi hann einhvern tímann stappað stálinu í kennara þá var það í gær þegar hann sagði sveitarfélög þurfa að skera niður íþróttastyrki til barna vegna kjarasamnings kennara. Hef ekki heyrt fleiri en einmitt í gær lýsa þeirri skoðun sinni að nú eigi að segja nei við þeim brauðmolum sem Halldór og félagar bjóða. Mér þykir undarlegt að Halldór í broddi fylkingar skuli ekki ræða hvernig spar megi sveitarfélögunum peninga með sameiningu. Við erum með of lítil og óarðbær sveitarfélög og löngu tímabært að leggja tilfinningar og kóngastælana til hliðar. Hér ætti ekkert sveitarfélag að vera undir 5000 manns og höfuðborgarsvæðið á að vera eitt sveitarfélag.

Sama með lífeyrissjóðin, löngu tímabært að sameina þá. Við látum eins og við séum 5 milljóna manna þjóð.

Ein áskorun til Halldórs, segðu af þér. Menn hafa orðið óbeit á orðum þínum í garð grunnskólakennara sem eru á fimmta þúsund.


mbl.is Hækki útsvar vegna kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband