Miklar umræður í Danaveldi- íslenskir fjölmiðlar þegja...en ekki hvað!

Umræðan er um trans konur í fótbolta. Einn af forsvarsmönnum Danska fótboltasambandsins (DBU) vill að trans konur fái að spila með konum, enda mikill trans hugmyndafræðasinni. Hann gekk svo langt að kæra sálgreini, sem talað hefur fyrir konum í kvennaíþróttum, til lögreglu og vænt hana um áróður í garð trans kvenna. Kunnuglegt stef. Sá sem kærir er höfundur af reglum DBU um að karlmenn fái að spila í kvennafótbolta undir því yfirskini að þeir skilgreini sig sem konu. Maðurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Hér má lesa um málið.

Fræðimaður varar DBU við trans konum í kvennafótbolta: Þú getur ekki haft bæði þátttöku og sanngirni á samtímis segir í Berlinske tidende.

Íþróttafræðingur gagnrýnir DBU fyrir villandi framsetningu á líkamlegum mun kynjanna. Hann bendir á aukna hættu á meiðslum þegar líffræðilegir karlar takast á við líffræðilegar konur á vellinum.

Hvað segir það að vera kona. Spurningin er mikilvæg því Danska fótboltasambandið ákvað í nóvember að trans konur mættu keppa í fótboltamótum sem áður voru bara opnar fyrir konur segir í Berlinske.

Lotte Ingerslev segir: Kvennafótboltinn deyr. Kvennafótboltinn verður B-deild karla. Það verður A og B deild, báðar fyrir karlmenn. Engin fyrir konur.

Konurnar fá að vera áhorfendur þegar þær hafa látið karlmönnunum eftir deildina aftur sem þær fengu náðarsamlega og göfugan hátt - í stuttan tíma.

Hér má sjá menn sem halda fram að þeir séu konur til að taka þátt í kvennaíþróttum. Nokkrir eiga það sameiginlegt að hafa gengið illa í karlaflokkum. Í mínum augum eru þessir karlar aumingjar. 

Felix Bergsson segir menn sem hafa þessa skoðun trans fóbíska. Karlmenn sem segjast vera konur mega keppa í kvennaíþróttum, hans skoðun. Virðingin fyrir konum er nákvæmlega engin.

 


Bloggfærslur 27. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband