Heiðurinn, kynlíf og gervi meyjarhaft, seinni hluti

Menningarmunurinn

Samkvæmt Kristinu eru málefnin menningarlega og undirtóninn er trúin. Hún bendir á að stúlkur vísi í íslam til að réttlæta gjörðir sínar. Trúarleg rök. 

Kurda Yar, verkefnastjóri hjá Kvennaráðgjöfinni, sem veitir konum úr minnihlutahópum ráðgjöf, bendir á að íslam sem slíkt sé ekki ástæða þess að ungar konur finni fyrir þrýstingi og væntingum frá fjölskyldunni til að lifa eftir ákveðinni menningu. Í ráðgjöfinni ræðir hún við konur á öllum aldri um ýmis málefni, meðal annars við ungar konur um kynlíf.

Við höfum fengið fyrirspurnir vegna átaka milli kynslóða. Það gerist þegar konur vilja ræða meydóminn vegna þess að þær upplifa þrýsting frá fjölskyldu og vinum. Umræðan um meydóm finnst í fleiri trúarbrögðum. Um er að ræða menningarlegan þrýsting frekar en trúarlegan. Kristnar konur t.d. frá Írak og Líbanon hafa sömu menningu og upplifa svipað segir hún og heldur áfram: Það er oft sameiginlegur þrýstingur á stúlkur frá menningarheimum þar sem kynlíf kvenna spilar stórt hlutverk. Sami þrýstingur sést ekki á dönskum stúlkum, því fjölskyldumynstur hefur verið leyst upp fyrir löngu.

Fræðsla um kynlíf

Í samtökunum Kynlíf og samfélag eru menn meðvitaðir um þessa skiptingu meðal kvenna í minnihlutahópum. Nanna Sloth Friis er heilsuhjúkrunarfræðingur og samræmir kynfræðslu fyrir minnihlutahópa. Hún leggur áherslu á að hópur ungmenna sé mjög fjölbreyttur eftir þjóðerni og bakgrunni foreldra. Stór hluti stúlkna hefur marktækt minni þekkingu á meðgöngu og getnaðarvörnum einmitt vegna þess að samkvæmt íslam er bannað að stunda kynlíf fyrir hjónaband.

Af þeim sökum tala ungmennin ekki við foreldra um kynlíf. Það er tabú. Í íslam er kynlíf af hinu góða, en það verður að vera innan marka hjónabandsins. Þess vegna myndast gjá á milli þeirra og danskra vina sem eignast kærasta og prófa kynlíf fyrr og foreldra stúlknanna sem af menningarlegum ástæðum segja að kynlíf fyrir hjónaband komi ekki til greina. Sumir foreldrar trúa að því meira sem þú talar um kynlíf því meira hvetja þau stúlkurnar til að byrja kynlíf snemma, segir Nanna Sloth.

Notkun getnaðarvarna

Nokkrar rannsóknir sýna einnig að þekkingin stúlknanna um kynlíf kemur ekki frá foreldrum þeirra og oft ekki frá skólanum heldur. Það er langt frá því að allar stúlkur taki þátt í kynfræðslu og í sumum múslímskum frjálsum skólum er fræðslan alls ekki í boði.

Hins vegar öðlast múslimskar ungar konur þekkingu um kynlíf frá tengslanetinu. Það getur verið erfitt ef vinir þeirra hafa heldur ekki mikla þekkingu á getnaðarvörnum og kynlífi. Því þá má búast við goðsögnum og fordómum:

Goðsagnirnar um að sjálfsfróun sé skaðleg eða að þú verðir ófrjór af pillunni er möguleiki. Við sjáum tilhneigingu til þess að ungar múslimskar konur nota ekki getnaðarvarnir eins mikið og danskar. Karlmennirnir hafa hins vegar minni andstöðu við smokkanotkun en danskir karlmenn, segir Nanna Sloth Friis.

Fóstureyðingar margfalt fleiri

Það er ekki aðeins í tengslum við gervi meydóm og fóstureyðingar hjá ungum stúlkum undir 18 ára aldri sem innflytjendur og afkomendur eru ráðandi. Í almennri fóstureyðingartölfræði fá innflytjendur og afkomendur þeirra frá múslímskum löndum margfalt fleiri fóstureyðingar en danskar konur. Til dæmis fara 20 af hverjum 1.000 konum af pakistönskum uppruna í fóstureyðingu á meðan aðeins 10 af hverjum 1.000 dönskum konum fara í fóstureyðingu, samkvæmt nýjustu skýrslu (2008) dönsku heilbrigðisyfirvaldanna.

Að sögn Kristinu Aamand er ástæðan sennilega, ólíkt því sem áður var, að konur vilja færri börn. Kannski hafa þær séð slitnar mæður sínar eftir að hafa eignast mörg börn og rímar ekki við löngun þeirra til að mennta sig. Fóstureyðingar meðal ungra kvenna eru líka margar í minnihlutahópum samanborið við danskar ungar konur. Og þetta tengist aftur tvöföldu lífi ungra kvenna.

Meðal pakistanskra fjölskyldna, sem eru aðallega múslímar, eru nokkur mjög íhaldssöm fjölskyldumynstur.

Stúlka stundar ekki kynlíf fyrir hjónaband sem þykir mikil og góð kynferðisleg stjórnun. Hún stundar ekki kynlíf fyrir hjónaband vegna þess að það eru miklar væntingar um hverju hún ætti að ná í lífinu hvað fjölskyldu og menntun varðar. Þess vegna getur konan aldrei sagt að hún hafi orðið þunguð fyrir hjónaband. Þess í stað kjósa margar að láta fjarlægja fóstrið án þess að nokkur viti það, jafnvel þó stúlkan hefði viljað hafa eignast barnið, segir Kristina Aamand.

Heimild.


Bloggfærslur 13. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband