Herkænska- bera börnin fyrir sig

Nú þegar málefni Samherja er komið upp á yfirborðið ræða margir um málið. Spillingarmálið. Öllum er ljóst að rannsóknar er þörf. Nú grípa margir til herkænskunnar og minna menn á að fara gætilega. Börn, fjölskyldur og vinnuafl Samherja er undir. Höfðu stjórnendur sína nánustu í huga, verkafólkið sitt og fjölskyldur í huga þegar þeir tók ávörðun um að arðræna Namibísku þjóðina auðlindum sínum. Efast. Nei hér er um einstaklinga að ræða sem tóku ákvörðun á eigin forsendum. Það kom þeim enginn í þessa stöðu. Sjálfskaparvíti. Gengdarlaus græðgi. Stórmennskubrjálæði réð för samkvæmt gögnum sem liggja fyrir.

Sonur Samherjaforstjórans sýndi hæfileika sína að svara fyrir sig þegar hann hitti fyrrverandi Seðlabankastjóra, þar skein hroki og yfirlæting úr kauða. Hann mun spjara sig.

Mjög slæmt þegar eitt fyrirtæki á allt í einu byggðarlagi og heldur þannig byggðinni í kló sinni. Auðvitað færi Dalvík mjög illa út úr því ef Samherjamenn tækju allt sitt þaðan eins og þeir hafa gert við aðrar byggðir. Sama með Akureyri, ítök þeirra eru of mikil. Hverjum dettur í hug að sjávarútvegsráðherra sé með geislabaug?

Málið er þess eðlis að rannsaka á það ofan í kjölinn, hratt og vel.

Gott að hafa í huga að viljir þú eiga hlutdeild í frægðinni þarftu líka að geta tekið aðfinnslunum. Þessu vilja menn gjarnan gleyma.

Þórður hjá Kjarnanum orðar þetta vel. ,,Fjórða stigið er að fórn­ar­lamba­væða þá sem urðu upp­vísir að brot­un­um, með því að mála upp mynd af þeim sem hluta af heild, ekki ein­angr­uðum ein­stak­lingum sem í krafti stöðu sinnar og valda tóku vondar ákvarð­an­ir. Það er gert með því að bera fyrir sig starfs­menn, fjöl­skyldur og sér­stak­lega börn."


Bloggfærslur 16. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband