Breytt skólastarf...sveigjanleiki!

Nú auglýsa sveitarfélögin skipulagsdag n.k. mánudag til að vinna að breyttu skipulagi. Með því þurfa margir kennarar að hliðra til stundatöflu, vera sveigjanlegir í starfi. Gott og vel. Stjórnendur Akureyrarbæjar hafa ekki ljáð kennurum eyra þegar þeir hafa óskað eftir sveigjanlegri viðveru. Þeir skella í lás. Nú ætla sömu aðilar að óska eftir sveigjanleika hjá kennurum líkt og þeir gerðu á síðasta skólaári þegar kórónuveiran lét á sér kræla.

Er ekki eðlilegt að sveigjanleikinn sé á báða bóga? Hefði haldið það!


Traðkað á feðrum...

Það er ljóst og hefur verið í áratugi að feður eru ekki janfgildir fyrir lögum og reglum þegar börn þeirra eru annars vegar.

Ferður hafa þurft að rísa upp á afturfæturnar til að verja rétt barna til beggja foreldra.

Vona að Frosti haldi áfram umfjöllun sinni um óréttlætið sem ríkir í þessu kerfi og réttindi barna til beggja foreldra er fótum torðin.

Hér má sjá gott viðtal við föður sem fann svo um munar hve kvenlæg löggan og barnaverd er.

 


Bíða drengir tjón af skólagöngu?

Bíða drengir tjón af skólagöngu? Hin nýja „undirstétt.“ – birtist í Morgunblaðinu 28. okt. 2020, höfundur: Arnar Sverrisson.
 
Um þessar mundir eru það almælt tíðindi, að drengir séu umvörpum tregir – í einkunnum mælt. Þeir eru hvorki læsir né skrifandi, svo viðunandi sé. Stjórnmálamenn og almenningur yppir öxlum. Umræðan um þessa mannréttindahörmung er svo rýr í roðinu, að Hermundur Sigmundsson, sálfræðingur, jafnar henni við þöggun. Samtímis þessum tossagangi verða sjúkdómsgreiningarnar stöðugt skrautlegri og lyfjagjafir færast jafnt og þétt í vöxt til að halda staulunum í skefjum. Svo vanbúið er skólakerfið til uppeldis og kennslu veikara kynsins.
Skömmu eftir aldamótin skrifaði norður-ameríski blaðamaðurinn, Glenn. J. Sacks: „Sonur minn stendur í röð að skóla loknum. Hann bíður eftir daglegri skýrslu um hegðun sína. Fyrstu bekkingarnir eru eirðarlausir í röðinni. Það er líklega þess vegna, að þeir eru kallaðir „slæmu krakkarnir,“ sem daglega skýrslu þarf að gefa um. Krakkarnir tíu eiga eitt sameiginlegt – þeir eru allir strákar. Bráðum kemur að því, að snáðarnir sýni sömu, dapurlegu ásýndina og skýrslurnar þeirra .... Þeir munu þramma heim á leið eins og sonur minn og bíða refsingar. Þeir vita í hugskoti sínu, að refsingu eigi þeir skilið. ... [M]argir þeirra munu aldrei ganga í öðruvísi skóla. Á öllum stigum skólastarfs er miklu sennilegra, að drengir séu agaðir til, vísað úr skóla tímabundið eða alfarið, og látnir sitja eftir - fremur en stúlkur. ... Það er þrefalt líklegra, að drengir séu sjúkdómsgreindir ofvirkir með athyglisbrest, fjórum sinnum líklegra, að þeir svipi sig lífi og miklu líklegra, að þeir ánetjist áfengi eða fíkniefnum á unglingsaldri - heldur en stúlkur.“ Höfundur kallar drengi hina nýju „undirstétt“ í skólunum.
Nýlega vakti nokkra athygli í Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA), þegar vopnaðir öryggisverðir leiddu úr kennslustund einhverfan dreng, sem mundaði fingur sína í byssu stað í leiki við bekkjarfélaga. Kennslukonunni þótti sér stafa ógn af og enginn miskunn skyldi sýnd samkvæmt reglunum (zero tolerance). Blaðamaðurinn, Benjamin Arie, skrifaði af þessu tilefni: „Vaxandi taumleysi og kvenmiðun skólastarfs gerir [skóla] öldungis ófæra um að taka á háttalagi ungra karlmanna. [Skólarnir] hafa gefið skynsemina upp á bátinn í þeirri viðleitni að skilgreina fíflalæti sem glæp. ... Það má einu gilda, hvernig er mælt: skólarnir okkar bregðast drengjunum.“
Margir hafa síðustu áratugi bent á, að blikur séu á lofti í skólastarfi og að við flytum sofandi að feigðarósi. Það fjölgar stöðugt þeim rannsóknarniðurstöðum, sem valda mannúðarsinnum, eiginlegum jafnréttissinnum, og velunnurum barna, hrolli millum skinns og hörunds.
Bridget K. Hamre og Robert C. Pianta birtu, ári áður en Glenn skrifaði ofangreinda hugvekju, niðurstöðu rannsóknar sinnar um áhrif tengsla leikskólakennara og barna á árangur í áttunda bekki grunnskóla (eight grade). Niðurstaðan var þessi: „Neikvæðni í tengslum á leikskólastigi, er einkenndist af ásteytingu og ósjálfstæði (dependency), tengdist námsárangri og hegðun í áttunda bekki. Sérstaklega á þetta við um börn, sem sýndu slæma hegðun í leikskóla - og almennt fyrir drengi.“
Nýlega birti Lynn A. Barnett, niðurstöður langtímarannsóknar sinnar á hartnær þrjú hundruð börnum í leikskóla. Greinin heitir: „Menntun gáskafullra drengja. Trúðarnir í kennslustofunni“ (The Education of Playful boys: Class Clowns in the Classroom). (Gáski var skilgreindur sem skjótræði, sveigjanleiki, hugdettur, gleði og skopskyn.): „Þegar í fyrsta bekki sýndu kennararnir andúð á gáskafullum drengjum, litu að öllu jöfnu á þá sem truflun í kennslunni, síst til vinsælda fallna og uppnefndu þá trúða.“ Og svona hélt þetta áfram bekk eftir bekk.
Í átta ára gamalli rannsókn frá Norður-Írlandi, komu í ljós m.a. eftirtalin einkenni á námi drengja; drógust aftur úr í námi og töldu sig ekki færa um að vinna það upp; þekkingarleysi í lestri, skrift og reikningi allar götur frá leikskóla og fyrstu stigum grunnskóla; leiði, sem leiddi til truflana í kennslustundum; slæmt samband við kennara; framandi námsefni; aukinn þrýstingur eftir tíu til tólf ár í skóla og skortur á hjálp í því sambandi; vantrú á, að góður árangur í skóla stuðlaði að því, að þeir fengu vinnu; hræðsla við skuldir í tengslum við háskólanám; ónægur undirbúningur til að takast á við meginumbreytingaskeið á unglingsaldri; afskornir frá samfélaginu og heimi fullorðinna; einelti; ofbeldi eða ofbeldisógn í hvunndeginum. Þá fóru þeir, sem fyrir ofbeldi urðu, leynt með reynslu sína.
Nýlegar sænskar rannsóknir benda til, að kvenkennarar vanmeti hæfni drengja við námsmat, borið saman við hlutlægar prófniðurstöður. Norskar rannsóknir benda á tölfræðilega fylgni milli félagfærnimats kennara og árangurs stelpna og stráka í norsku og stærðfræði. Danskar rannsóknir benda til, að kennarar hafi bæði færri og rýrari væntingar til drengja.

Tvær tennur úr- skaðbótaskyld

Einhverra hluta vegna finnst mönnum þetta ofbeldi, einelti, ekki nóg til að gera það refsivert. Ef unglingur slær tvær til þrjár tennur úr öðrum er kostnaður hiklaust sóttur til foreldra geranda og jafnvel kært. Sama um önnur líkamleg meiðsli. Nú hafa fallið dómar í meiðyrðamálum, þar sem fólk lætur ýmislegt út úr sér á samfélagsmiðlum. Á dögunum var Elías Halldór Ágústson starfsmaður HÍ dæmdur. Undanfarna mánuði hefur dreifing óviðeigandi mynda meðal unglinga og ungmenna minkað til muna í Danmörku. Ástæðan er að yfirvöld sóttu um 1000 ungmenni til saka fyrir að birta myndir, afleiðing af gjörðum þeirra, víti til varnaðar fyrir aðra unglinga og ungmenni. Þessi sakfelling kemur inn á sakarskrá og hefur því afleiðingar fyrir gerendur.

Hér má lesa góða grein um einelti sem skrifuð var á Visi.is


Vel gert hjá pilti

Fallega gert af Jóni Daða að styrkja drenginn og stappa í hann stálinu. 

Eineltismál eru erfið. Foreldrar geranda eru oftast erfiðastir. Þeir reyna oft að finna gerendum afsökun. Meðvirkni sem á ekki að sjást.

Vonum að drengurinn fá nýtt upphaf fari hann í annan skóla.


mbl.is Jón Daði hughreystir drenginn sem varð fyrir einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er að vona hið besta en búast við því versta.

 
Mér var brigslað um yfirtöku (og jafnvel áróður) kjaraumræðunnar á snjálursíðu grunnskólakennara. Læt það sem vind um eyru þjóta. Sem sporgöngumanni rennur mér blóð til skyldunnar að vekja athygli á hvað STARFSMAT er. Í því samhengi er nauðsynlegt að vera ómyrkur í máli.
 
Af hverju? Ég veit að margir kennarar þekkja ekki og gera sér ekki grein fyrir hvað STARFSMAT er, uppbyggin þess, notkun og hver afleiðing fyrir stéttina verður. Enda af hverju ætti almennur kennari að vita það? Hér er um sérhæft fyrirbæri að ræða sem verkalýðsfólk kynnir sér vel. Auk þess fá félagsmenn góða kynningu á fyrirbærinu til að hafa góða innsýn í hvað það samþykkir. Því var ekki að heilsa meðal grunnskólakennara. Margir renndu blint í sjóinn.
Hefur þú einhverjar forsendur til að tjá þig var ég spurð. Já ég hef það. Hef starfað innan verklýðshreyfingarinnar í áratugi og því þekkti ég til starfsmats. Hefði ég ekki gert það, væri ég jafn grandalaus og margir kennarar.
 
Ég hef áhyggjur af menntunarkaflanum. Ég ef áhyggjur af röðun kennara í launaflokka. Ég hef áhyggjur af að festast í ómannlegu kerfi eins og félagar okkar í Fræðagarði lýstu. Ég hef áhyggjur að endurmat verði kennurum nær ógjörningur. Ég hef áhyggjur af að starfsmat, sem verður innleitt nú, endurspegli á engan hátt starf grunnskólakennara.
Framundan er ársvinna við að flokka störf grunnskólakennara í mötin og máta þau við launaflokka áður en nýr kjarasamningur verður lagður fyrir stéttina 31. desember 2021 þegar starfsmat verður innleitt.

Netníðingur dæmdur


Samninganefnd Félags grunnskólakennara vill starfsmat

Greinin birtist í Kjarnanum 21.10 2020

Kjara­við­ræður grunn­skóla­kenn­ara hafa staðið yfir í 16 mán­uði. Það sem hefur ein­kennt við­ræð­urnar er bið, eilíf bið. Þegar Félag grunn­skóla­kenn­ara (FG) stefndi sveit­ar­fé­lög­unum fyrir félags­dóm, vegna jafn­gild­ingar á próf­gráðum til launa, var gert hlé á við­ræð­un­um. Það stóð mjög lengi. Síðan átti að reyna sam­vinnu innan Kenn­ara­sam­bands­ins og freista þess að fá eina launa­töflu fyrir öll aðild­ar­fé­lög­in. Tók langan tíma og tókst ekki. Covid hefur haft sitt að segja og verður ekki tíundað hér.

Það sem hefur ein­kennt við­ræður FG er upp­lýs­inga­skortur til félags­manna. Við­ræðu­nefnd félags­ins hefur haldið spil­unum mjög þétt að sér og hinn almenni félags­maður lítið vitað hvað var í gangi. Almenn samn­ings­mark­mið hafa kenn­arar þó sé sem er ekk­ert annað en yfir­hug­tak eins og virð­ing og ábyrgð. Hvað felst í hverju hug­taki er ekki vit­að. Eitt samn­ings­mark­mið náð­ist, hækka grunn­launin (yf­ir­hug­tak), sam­kvæmt áður­gerðum samn­ingum í þjóð­fé­lag­inu.

Eftir fáa fundi hjá sátta­semj­ara tókst að gera samn­ing sem nú er í atkvæða­greiðslu. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn er í boði, allt í góðu með það. Grunn­skóla­kenn­arar geta ekki kraf­ist meira að sögn margra. Læt það liggja milli hluta. Alvar­legri þátt­ur­inn er að taka á upp starfs­mat. Þetta útspil kom eins og skratt­inn úr sauð­ar­leggn­um. Kenn­arar höfðu ekki fengið kynn­ingu um að ósk þeirra væri að fara í starfs­mat né heldur hvað það felur í sér. Álit og vilji kenn­ara liggur ekki fyr­ir. Útspil sem er óásætt­an­legt fyrir stétt­ina. 

Í kjara­samn­ingnum stendur skýrt og skor­in­ort ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. des­em­ber 2021 þegar starfs­mat tekur gild­i.“ Hér er ekki um bókun að ræða eða val. Það á ekki að kjósa um hvort starfs­mat fari inn í næsta kjara­samn­ing eður ei. Ákvæðið tekur gildi 31. des­em­ber 2021 þegar kjara­samn­ing­ur­inn fellur úr gildi, verði hann sam­þykkt­ur. Þá er oft seint í rass grip­ið.

 

Um starfs­mat má lesa á síð­unni Starfs­mat.­is. For­ystu­sauðir FG hafa hvatt félags­menn til að kynna sér mat­ið, lögðu ekki á sig vinnu við að gera það sjálf­ir. Á síð­unni Starfs­mat kemur hvergi fram að til­tekin sétt hafi val um taka mat­inu eða hafna, hafi verið sam­þykkt að taka það upp. Gildir heldur ekki um kenn­ar­ar. Fram­kvæmda­nefnd sem skipuð er full­trúum samn­ings­að­ila sér um fram­kvæmd­ina. Sé ein­stak­lingur ósáttur eða hópar má óska eftir end­ur­mati með rök­stuðn­ingi.

Starfs­mat hentar ekki grunn­skóla­kenn­ur­um. Stór hluti starfs­ins er hug­læg­ur, álags­vinna og vinna með börn. Hvernig á að meta margra klst. vinnu við aga­brot nem­enda sem hefur meira í för með sér en bara spjall við nem­end­ur. Ágrein­ing í bekk þar sem íhlutun kenn­ara er nauð­syn­leg. Huggun vegna sorgar nem­anda. Hlustun vegna áhyggna nem­enda af heim­il­is­að­stæðum o.s.frv. Ekk­ert af þessu er metið í starfs­mat­inu. Þeir þættir sem snúa m.a. að verk­stjórn und­ir­manna, verk­efna­út­hlutun (ekki til nem­enda) og pen­ingum eru fyr­ir­ferða­miklir í mat­inu. Allt hlut­lægt gefur flest stig í mat­in­u. 

Hvet grunn­skóla­kenn­ara til að fella nýgerðan samn­ing. Fá ákvæðið um starfs­mat út. Ákvæðið kemur inn að ósk við­ræðu­nefndar FG. Eftir það má hugs­an­lega sam­þykkja nýjan samn­ing. Allt um starfs­mat á vera bókun sem bindur ekki næsta kjara­samn­ing.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

 


Reynsluleysi í kjarasamningagerð FG

Nú eru kennarar lentir í drullupytti. Viðræðunefnd félagsins er reynslulaus og leiðir nú stéttina út af brautinni. Innleiðing starfsmats liggur fyrir stéttinni samþykki hún fyrirliggjandi kjarasamning. Hvernig á að koma í veg fyrir slík slys hef ég engin ráð við.

Reynsluleysi viðræðunefndar blasir við, enda hafa viðkomandi aðilar aldrei gert kjarasamning. Of stór biti fyrir þau í þetta sinn.

Áróðursskjal hefur birst á vefsíðu KÍ. Þar er allt í einu bætt inn í skjalið sem ekki stendur í kjarasamningi. Verið að telja fólk trú um annað en í raun er.

Vona og treysti að grunnskólakennarar séu gagnrýnir og samþykki ekki samninginn vegna starfsmatsins. 


Ógn við kennara

Grunnskólakennarar greiða atkvæðu um kjarasamning. Hann borðar ekki gott. Viðræðunefnd félagsins laumaði inn ákvæði um starfsmati sem á að taka gildi þegar næsti kjarasamningur tekur við. Um það ákvæði stendur styr. Reynsluleysi viðræðunefndar um að kenna. Orðalag þannig að formaður félagsins getur ekki skýrt það út. 

Í kjarasamninginum stendur: ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. desember 2021 þegar starfsmat tekur gildi.“ Samt á ekki að taka upp starfsmat nema kennarar kjósi um það. 

Eins og sagt er á góðri íslensku, helvítis bull! Óttast að grunnskólakennarar láti plata sig.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband