31.10.2020 | 18:30
Breytt skólastarf...sveigjanleiki!
Nú auglýsa sveitarfélögin skipulagsdag n.k. mánudag til að vinna að breyttu skipulagi. Með því þurfa margir kennarar að hliðra til stundatöflu, vera sveigjanlegir í starfi. Gott og vel. Stjórnendur Akureyrarbæjar hafa ekki ljáð kennurum eyra þegar þeir hafa óskað eftir sveigjanlegri viðveru. Þeir skella í lás. Nú ætla sömu aðilar að óska eftir sveigjanleika hjá kennurum líkt og þeir gerðu á síðasta skólaári þegar kórónuveiran lét á sér kræla.
Er ekki eðlilegt að sveigjanleikinn sé á báða bóga? Hefði haldið það!
28.10.2020 | 20:12
Traðkað á feðrum...
Það er ljóst og hefur verið í áratugi að feður eru ekki janfgildir fyrir lögum og reglum þegar börn þeirra eru annars vegar.
Ferður hafa þurft að rísa upp á afturfæturnar til að verja rétt barna til beggja foreldra.
Vona að Frosti haldi áfram umfjöllun sinni um óréttlætið sem ríkir í þessu kerfi og réttindi barna til beggja foreldra er fótum torðin.
Hér má sjá gott viðtal við föður sem fann svo um munar hve kvenlæg löggan og barnaverd er.
28.10.2020 | 14:44
Bíða drengir tjón af skólagöngu?
26.10.2020 | 16:55
Tvær tennur úr- skaðbótaskyld
Einhverra hluta vegna finnst mönnum þetta ofbeldi, einelti, ekki nóg til að gera það refsivert. Ef unglingur slær tvær til þrjár tennur úr öðrum er kostnaður hiklaust sóttur til foreldra geranda og jafnvel kært. Sama um önnur líkamleg meiðsli. Nú hafa fallið dómar í meiðyrðamálum, þar sem fólk lætur ýmislegt út úr sér á samfélagsmiðlum. Á dögunum var Elías Halldór Ágústson starfsmaður HÍ dæmdur. Undanfarna mánuði hefur dreifing óviðeigandi mynda meðal unglinga og ungmenna minkað til muna í Danmörku. Ástæðan er að yfirvöld sóttu um 1000 ungmenni til saka fyrir að birta myndir, afleiðing af gjörðum þeirra, víti til varnaðar fyrir aðra unglinga og ungmenni. Þessi sakfelling kemur inn á sakarskrá og hefur því afleiðingar fyrir gerendur.
Hér má lesa góða grein um einelti sem skrifuð var á Visi.is
24.10.2020 | 11:33
Vel gert hjá pilti
Fallega gert af Jóni Daða að styrkja drenginn og stappa í hann stálinu.
Eineltismál eru erfið. Foreldrar geranda eru oftast erfiðastir. Þeir reyna oft að finna gerendum afsökun. Meðvirkni sem á ekki að sjást.
Vonum að drengurinn fá nýtt upphaf fari hann í annan skóla.
![]() |
Jón Daði hughreystir drenginn sem varð fyrir einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2020 | 17:28
Nú er að vona hið besta en búast við því versta.
21.10.2020 | 17:46
Samninganefnd Félags grunnskólakennara vill starfsmat
Greinin birtist í Kjarnanum 21.10 2020
Kjaraviðræður grunnskólakennara hafa staðið yfir í 16 mánuði. Það sem hefur einkennt viðræðurnar er bið, eilíf bið. Þegar Félag grunnskólakennara (FG) stefndi sveitarfélögunum fyrir félagsdóm, vegna jafngildingar á prófgráðum til launa, var gert hlé á viðræðunum. Það stóð mjög lengi. Síðan átti að reyna samvinnu innan Kennarasambandsins og freista þess að fá eina launatöflu fyrir öll aðildarfélögin. Tók langan tíma og tókst ekki. Covid hefur haft sitt að segja og verður ekki tíundað hér.
Það sem hefur einkennt viðræður FG er upplýsingaskortur til félagsmanna. Viðræðunefnd félagsins hefur haldið spilunum mjög þétt að sér og hinn almenni félagsmaður lítið vitað hvað var í gangi. Almenn samningsmarkmið hafa kennarar þó sé sem er ekkert annað en yfirhugtak eins og virðing og ábyrgð. Hvað felst í hverju hugtaki er ekki vitað. Eitt samningsmarkmið náðist, hækka grunnlaunin (yfirhugtak), samkvæmt áðurgerðum samningum í þjóðfélaginu.
Eftir fáa fundi hjá sáttasemjara tókst að gera samning sem nú er í atkvæðagreiðslu. Lífskjarasamningurinn er í boði, allt í góðu með það. Grunnskólakennarar geta ekki krafist meira að sögn margra. Læt það liggja milli hluta. Alvarlegri þátturinn er að taka á upp starfsmat. Þetta útspil kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Kennarar höfðu ekki fengið kynningu um að ósk þeirra væri að fara í starfsmat né heldur hvað það felur í sér. Álit og vilji kennara liggur ekki fyrir. Útspil sem er óásættanlegt fyrir stéttina.
Í kjarasamningnum stendur skýrt og skorinort ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. desember 2021 þegar starfsmat tekur gildi. Hér er ekki um bókun að ræða eða val. Það á ekki að kjósa um hvort starfsmat fari inn í næsta kjarasamning eður ei. Ákvæðið tekur gildi 31. desember 2021 þegar kjarasamningurinn fellur úr gildi, verði hann samþykktur. Þá er oft seint í rass gripið.
Um starfsmat má lesa á síðunni Starfsmat.is. Forystusauðir FG hafa hvatt félagsmenn til að kynna sér matið, lögðu ekki á sig vinnu við að gera það sjálfir. Á síðunni Starfsmat kemur hvergi fram að tiltekin sétt hafi val um taka matinu eða hafna, hafi verið samþykkt að taka það upp. Gildir heldur ekki um kennarar. Framkvæmdanefnd sem skipuð er fulltrúum samningsaðila sér um framkvæmdina. Sé einstaklingur ósáttur eða hópar má óska eftir endurmati með rökstuðningi.
Starfsmat hentar ekki grunnskólakennurum. Stór hluti starfsins er huglægur, álagsvinna og vinna með börn. Hvernig á að meta margra klst. vinnu við agabrot nemenda sem hefur meira í för með sér en bara spjall við nemendur. Ágreining í bekk þar sem íhlutun kennara er nauðsynleg. Huggun vegna sorgar nemanda. Hlustun vegna áhyggna nemenda af heimilisaðstæðum o.s.frv. Ekkert af þessu er metið í starfsmatinu. Þeir þættir sem snúa m.a. að verkstjórn undirmanna, verkefnaúthlutun (ekki til nemenda) og peningum eru fyrirferðamiklir í matinu. Allt hlutlægt gefur flest stig í matinu.
Hvet grunnskólakennara til að fella nýgerðan samning. Fá ákvæðið um starfsmat út. Ákvæðið kemur inn að ósk viðræðunefndar FG. Eftir það má hugsanlega samþykkja nýjan samning. Allt um starfsmat á vera bókun sem bindur ekki næsta kjarasamning.
Höfundur er grunnskólakennari.
19.10.2020 | 21:40
Reynsluleysi í kjarasamningagerð FG
Nú eru kennarar lentir í drullupytti. Viðræðunefnd félagsins er reynslulaus og leiðir nú stéttina út af brautinni. Innleiðing starfsmats liggur fyrir stéttinni samþykki hún fyrirliggjandi kjarasamning. Hvernig á að koma í veg fyrir slík slys hef ég engin ráð við.
Reynsluleysi viðræðunefndar blasir við, enda hafa viðkomandi aðilar aldrei gert kjarasamning. Of stór biti fyrir þau í þetta sinn.
Áróðursskjal hefur birst á vefsíðu KÍ. Þar er allt í einu bætt inn í skjalið sem ekki stendur í kjarasamningi. Verið að telja fólk trú um annað en í raun er.
Vona og treysti að grunnskólakennarar séu gagnrýnir og samþykki ekki samninginn vegna starfsmatsins.
18.10.2020 | 17:16
Ógn við kennara
Grunnskólakennarar greiða atkvæðu um kjarasamning. Hann borðar ekki gott. Viðræðunefnd félagsins laumaði inn ákvæði um starfsmati sem á að taka gildi þegar næsti kjarasamningur tekur við. Um það ákvæði stendur styr. Reynsluleysi viðræðunefndar um að kenna. Orðalag þannig að formaður félagsins getur ekki skýrt það út.
Í kjarasamninginum stendur: ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. desember 2021 þegar starfsmat tekur gildi. Samt á ekki að taka upp starfsmat nema kennarar kjósi um það.
Eins og sagt er á góðri íslensku, helvítis bull! Óttast að grunnskólakennarar láti plata sig.