Nauðgun stúlku í grunnskóla dró dilk á eftir sér

Það sem gerðist í Borup skóla í Køge hristir upp í Dönum.

Nemendur frá 6 – 11 ára hafa mátt þola hótanir, kynferðislegar niðurlægingar og nauðgun. En nú efast stjórnmálamaður í sveitarfélaginu að þetta hafi gerst.

Henrik Laybourn formaður skólaráðs í Køge sagði í samtali við DR og 24syv að þeir séu ringlaðir. Þeir upplifa að skólastjórnendur hafi ekki upplýst þá og að foreldrar komi með staðhæfingar sem engin sönnun sé fyrir, t.d. nauðgun. Foreldrarnir eru skelfingu lostnir vegna orða hans og sérstaklega móðir stúlkunnar sem varð fyrir nauðgun.

Móðirin segir við TV2 að hún hafi fengið áfall þegar hún heyrði um þetta og las. Um er að ræða dóttur mína sem samkvæmt læknaskýrslum, og hennar orðum, varð fyrir kynferðislegri áreitin af jafnaldra dreng í skólanum. Áreitni sem samkvæmt lögum er skilgreind sem nauðgun.

Stúlkan var skoðuð af heimilislækni og fjölskyldudeild Køge sem skrifuðu skýrslu til sveitarfélagsins. Í henni stendur að stúlkan hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Enginn læknir eða heilbrigðismenntaður hefur dregið orð okkar í efa.

Tv2 las skýrsluna og tilkynningu læknisins og reifun málsins milli foreldra og skólastjórnenda skólans. Þeir töluðu við aðra foreldra en börn þeirra lentu í ofbeldinu. Þau eru sömuleiðis sár yfir vafa sveitarstjórnarmanna að atburðirnir hafi átt sér stað. Til skammar að sveitarfélagið dragi frásagnir okkar í efa segir móðir við TV2.

Í heilsufarsskýrslu barnsins segir að barnið hafi fengið fingur upp í endaþarminn og það megi sjá skaða af þeim gjörningi sem framinn var af eldra barni. Meðal annars verki, roða og rifu. Læknirinn skrifar auk þess að grunur leiki á ofbeldi.

Sveitarfélagið þegir

TV2 hafði samband við foreldra drengsins sem sakaður er um ódæðisverkið. Þau vilja ekki tala við TV2 og svara ekki skilboðum. B.T. hefur rætt við foreldrana drengs sem foreldrar stúlknanna segja að sé gerandi.

Samkvæmt B.T neita foreldrar drengsins að um nauðgun sé að ræða. Foreldrar drengsins segja þau hafa þekkt hvort annað frá skólabyrjun, verið bestu vinu og við kærustupar segir í blaðinu og halda áfram: ,,Foreldrarnir viðurkenna að það hafi gerst eitthvað kynferðislegt á milli barnanna en telja það hafi verið gagnkvæmt, annað en TV2 segir frá.”

Foreldrar drengsins segja: ,,Þetta er eitthvað sem þau hafa sammælst um að gera, sonur okkar myndi aldrei gera henni neitt illt. Þetta eru lítil börn og auðvitað áttu þau aldrei að rannsaka hvort annað á þennan hátt.”

Foreldrarnir segja ekki til nafns til að sýna börnunum tillitsemi.

Það er ljóst að vandin í skólanum hefur viðgengist lengi. Skólastjórnendur og sveitarfélagið í Køge hefur ekki stjórn á aðstæðum. Eftir uppljóstrun TV2 og annarra fjölmiðla hafa sveitarstjórnar- og embættismenn verið þögulir.

Skólastjórinn fór í veikindaleyfi og enginn frá skólanum hefur fjallað um málið svo vitað sé. Foreldrarnir segja við TV2 að ekki hafi náðst í bæjarstjórann Marie Stærke frá Socialdemokratiet (Samfylkingunni). Hún og aðrir sveitarstjórnarmenn hafa rætt málið út frá almennu sjónarmiði.

Formaður fræðsluráðs, Lars Nedergaard, mætti á fjölmiðlafund og vildi ekki ræða um málið. En hann efaðist um að nemendur hafi orðið fyrir ofbeldi. Nú efast annar, Henrik Leybourn líka um frásagnir þolenda. Málefnið er heit kartafla og reyndi hver í kapp við annan að kasta henni frá sér. Það stígur enginn fram og axlar ábyrgð. 

Um daginn sendu 126 foreldrar bréf til Menntamálaráðherra, Mattias Tesfeye, og óskuðu eftir að hann tæki málið í sínar hendur. Foreldrar óska eftir að ofbeldisfullu nemendurnir verði fjarlægðir úr skólanum. Tesfay hefur kallað málsvara foreldra á fund um málið.

Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn taki af skarið og axli ábyrgð.

Heimild.

 


Bloggfærslur 4. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband