Annarlega hvatir hjá blaðamanni Mannlífs, Brynjari Birgissyni

Mannlíf birti í gær frétt um fyrirhugaðan blaðamannafund Samtaka 22. Hjá Brynjari Birgissyni liggja annarlegar hvatir að baki skrifunum, því ekki er hægt að kalla þetta frétt sem skrifuð er af alvöru blaðamanni. Brynjar velur að ýja að einhverju um Samtökin 22. Sumir segja, aðrir telja o.s.frv.

Brynjar Birgisson fellur undir það sem Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari skrifar um blaðamennskuna, siðlaus og fúsk. Brynjar sannar það með því sem hann skrifaði um Samtökin 22, ósvífin vinnubrögð.

Ef Brynjar væri alvöru blaðamaður, og legði annarlegu hvatir sínar til hliðar, myndi hann spyrja gagnrýnna spurninga. Hann myndi rannsaka málið sjálfur.

Brynjar myndi ef hann væri góður blaðamaður spyrja og leita svara á réttum stöðum: Af hverju þurfa Samtökin 22 að hafa þennan háttinn við boðun fundarins? Hvað með að kíkja á heimasíðu Samtaka 22 og sjá hvað stefnuskrá þeirra segir til um Brynjar? Af hverju hlustar þú á og skrifar það sem illgjarnir einstaklingar sem eru fullir af öfund í garð Samtaka 22 láta út úr sér? Hvað með gagnrýna hugsun. Auðvitað getur slíkt verið mönnum um megn, kannski er farið fram á of mikið þegar Brynjar Birgisson er annars vegar.

Á fundinum verður fjallað um skjöl sem láku út, gagnaleka! Mátti ekki en...gerðist samt. Hingað til hefur slíkt þó merkilegt og allir vilja heyra. Því eitt veit góður blaðamaður að slík skjöl innihalda eitthvað sem heimurinn má ekki vita. Góður blaðamaður segir frá því, ekki eigin annarlegum hvötum til að rífa Samtök og einstaklinga niður í blaðagrein.


Bloggfærslur 2. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband