Ofbeldið í grunnskólum þarf að rannasaka

Lögreglan á Fjóni fékk tilkynningar á sitt borð um ofbeldi og hótanir í garð nemenda í Agedrup skóla. Þetta er líkist málinu í Borop skóla.

Lögreglunni barst þrjár tilkynningar um ofbeldi og hótanir á síðasta ári og í ár hafa þeir fengið tilkynningu um tvö mál. Hér er um að ræða fjóra nemendur sem liðu illa eftir að hafa innbyrt eitthvað, sennilega hass, segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Tilkynningin kom eftir að fjöldi fjölmiðla fjölluðu um bréf sem rúmlega 100 foreldrar barna í skólanum sendu til stjórnsýslunnar. Bréfið var líka sent til Mattias Tesfay, sveitarfélaginu Óðinsvéum og Barna og unglingaráði.

Í bréfinu stendur, sem foreldrarnir skrifuðu, að Agedrup skóli hafi verið öruggur. En viðmið um ,,það sem er eðlilegt” hefur lækkað. Dagblað á Fjóni hefur birt bréfið.

Samkvæmt foreldrunum er um að ræða óviðeigandi hegðun og hótanir með hnífi allt niður í 4. bekk, drykkja og ólögleg efni.

Á lista foreldranna er listi um ákveðna atburði sem lýsir óviðeigandi hegðun, kynferðislegri áreitni, ofbeldi og barsmíðum í tengslum við 11 ára afmæli barns.

Foreldrarnir skrifa bréfið því þeir upplifa að þeir séu ekki teknir alvarlega af skólastjórnendum. Málið virðist þróast í sömu átt og málið í Borup skóla á Sjálandi.

Fjölmiðlarnir sn.dk og TV 2 ásamt fleiri fjölmiðlum hafa sagt frá Borup skóla á Sjálandi þar sem börn hafa mátt þola hegðun sem fara yfir mörk þeirra eins og ofbeldi og í einhverjum tilfellum kynferðislega áreitni.

Foreldrar í Agedrup skóla segja enga afleiðingu af þeirri hegðun sem hafi viðgengist í skólanum þó það hafi staðið yfir í tvö ár. Hegðunin hefur ekki kostað einn dag frá skóla segja foreldrarnir.

Sem svar við bréfi foreldanna segir yfirmaður skólamála í sveitarfélaginu Nikolaj Juul Jørgensen að þeir líti málið alvarlegum augum. Við erum að skoða málið í víðu samhengi, hvernig brugðist var við og ekki síst hvaða úrræði sé hægt að grípa til segir í skriflegri athugasemd frá honum.

Heimild.


Bloggfærslur 18. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband