Foreldrajafnrétti miðlar...

Áhugaverð fréttaskýring um foreldraútilokun. Hér eru tekin þrjú dæmi.
 
Dæmin eru um tilhæfulausar ásakanir um ofbeldi og handtökur fyrir að faðma barnið sitt. Hófst strax þegar dóttir hans var mjög ung en hún flutti loks til hans þegar hún var 14 ára. Gat ekki meir og var farin að sjá að það var ekki heilbrigt að vera refsað fyrir að vilja hitta pabba sinn.
Móðir sem er útilokuð frá ungum syni sínum. Hún reynir allt sem hún getur en sonur hennar hafnar henni að lokum, kallar hana öllum illum nöfnum en á unglingsárum sekkur hann í þunglyndi, kvíða og fremur að lokum sjálfsmorð.
Fráskildir foreldrar sem fóru í skilnaðarmeðferð sem tókst mjög vel. Ástandið áður var mjög slæmt. Móðir ásakaði föður og alla föðurfjölskylduna um kynferðislegt ofbeldi gagnvart einu barninu. Ekkert var hæft í þessu og þau voru skikkuð í þessa skilnaðarmeðferð. Þar þurfti móðirin að takast á við þennan tilhæfulausa ótta og ranghugmyndir sem áttu sér rót í hennar eigin huga og hvergi annars staðar. Faðirinn þurfti að finna leið til að fyrirgefa móðurinni það sem hún hafði látið hann og alla aðra ganga í gegnum. Það tókst greinilega mjög vel.
Nú fara í hönd mjög erfiðir tímar hjá mörgum sem eru þolendur foreldraútilokunar. Það er mikilvægt að leita sér aðstoðar, tala við aðra sem þekkja þessa reynslu og muna að passa upp á heilsuna, bæði andlega og líkamlega. ❤

Hér má sjá fréttaskýringuna https://www.facebook.com/teresa.prichard/videos/10222454343700339


Hinir greiddu hærri vexti

Þeir sem tóku lán án uppgreiðslugjalds greiddu hærri vexti. Skyldi það verða skoðað í kjölfar dómsins? Full ástæða til.

 


mbl.is Uppgreiðslugjald ÍLS dæmt ólöglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband