Húsnæði er dýrt hér

Framkvæmdastjóri félags fasteignasala sagði íbúðarverð hér á landi komið upp í það sama og í þeim löndum sem við miðum okkur við og þá á hann væntanlega við Norðurlöndin. Þessi ágæti maður gat þess hins vegar ekki að lánakjör eru mismunandi. Ég get ekki tekið undir orð framkvæmdastjórans og ef borið er saman íbúðarverð í Danaveldi og hér heima kemur hið sanna í ljós. Framkvæmdastjórinn talað líka um að loksins hefði almenningur hagnast af því að eiga, en eftir því sem ég best veit greiðir fólk hærri fasteingasskatta af eign sinni fyrir vikið og um hagnað er ekki að ræða fyrr en við sölu. Og það er langt frá því að allir eru að selja. Fasteignasalar missa hins vega spón úr aski sínum ef íbúðarverð lækkar, því greiðsla til þeirra lækkar ef verð á húsnæði fer niður.

Nei það er ekki auðvelt fyrir námsfólk að snúa til baka í þá lánadýrtíð sem hér ríkir og verð á íbúðum er allt of hátt, byggingarkostnaður hefur varla hækkað svo mikið og gamlar í´búðir enn síður. Það er hreint með ólíkindum að greiða þurfi 20 -25 miljónir fyrir kjallaraíbúð í það sem má kallast miðbærinn.

Landinn á að leggjast á eitt um að ná íbúðarverði niður í raunhæft verð.


mbl.is Mikill munur á húsnæðisverði hér og í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitt sem að allir ættu að hafa í huga í sambandi við fasteignasölu og fasteigna verð: Þ.e. að taka öllu með miklum fyrirvara sem talsfólk fasteignasala segir. Það fólk er eingöngu að hugsa um eigin hag og virðist ekki hika við að segja ósatt ef það hentar þeim.

Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband