Léleg þátttaka

Það er hreint ótrúlegt hversu fáir láta sig kjarasamninga varða. Að innan við þriðjungur félagsmanna skuli greiða atkvæði er slakt og endurspeglar áhuga launamanna á kaupi og kjörum sínum. Ég vil nú ekki túlka lélega þátttöku í kosningu um kjarasamning sem ánægju með nýgerðan samning, kannski finnst fólki það hafa lítið um málið að segja þegar forkólfar eru svona ánægðir með samninginn eins og raun ber vitni. Þeir hafa hver um annan dásamað kjaraviðræður og samninginn innan samtaka ASÍ.
mbl.is Kjarasamningarnir samþykktir með miklum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband