Takið á jafnaðarlaunum í komandi kjarasamningum...gæti orðið töluverð launabót fyrir marga!

Ekki vantar hugmyndirnar. Við vitum vel að það sem einn og einn forstjóri fær næst ekki fyrir launþegahreyfinguna í heild. Gylfi og fylgismenn hafa margoft haft þessi orð uppi án þess að kné fylgi kviði. En gott markmið, sammála því.

Ég hvet verkalýðsfélögin til að semja við vinnuveitendur um aðgerðir gegn þeim fyrirtækjum sem greiða jafnaðarlaun undir kjarasamningi. Það hlýtur að vera akkur Samtaka atvinnulífsins að þeirra félagsmenn fari að lögum eins og verkalýðshreyfingunni.

Eigendur Labowski Bar gerðust brotlegir, hafa leiðrétt laun stúlkunnar sem kvartaði og lof bót og betrun. Enginn fylgir því eftir. Verkalýðsfélögum vantar verkfæri til að sinni eftirlitinu.

Ég skoraði á Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingmann VG að taka málflokkinn undir sinn verndarvæg á þinginu og sjá til þess að verkfærin yrðu búin til. Hún sagðist taka þetta að sér, svo nú er að sjá hvað gerist á komandi þingi. 


mbl.is Búast við meiri hörku í kjaraviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband