Lagaheimild til að fara inn í fyrirtækin

Enn eitt dæmið. Það er ekki bara Lebowski Bar sem stundar þessa iðju eins og okkur mæðgum grunaði. Nú sem betur fer stíga ungmenni fram á sjónarsviðið og segja frá.  Frábært!

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins kom greinilega í ljós hver brotlömin er, það vantar laga-eða reglugerðaheimild til handa stéttarfélögunum til að fara inn í fyrirtæki sem grunuð eru um að greiða of lág jafnaðarlaun. Þá heimild þarf hið háa Alþingi að veita stéttarfélögunum. Ég hef skorað á Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, þingmann VG að taka málið að sér í þinginu. Hún hefur gert það og ég vona að henni verði vel ágengt þannig að umrædd heimild komi fyrr en seinna.

Með slíka heimild í farteskinu geta starfsmenn verkalýðsfélaga farið inn án þess að starfsmaður sé rekinn og það er mikil bót. Ungt fólk þarf ekki að vera hrætt um starf sitt. Heimildin myndi líka hræða eigengur fyrirtækja, því enginn vill verða uppvís af röngum launagreiðslum.

Það er von mín að þingmenn sjái hve mikil þörf er á slíkri laga-eða reglugerðasetningu, það þarf að vernda ungmenni okkar gagnvart svona hegðun vinnuveitenda. Því fleiri sem leggjast á sveifina því betra. 


mbl.is „Mér fannst þetta skítleg framkoma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er þá orðið ljóst að glæpahyski stjórnar Lebowski og Geysi Bistro!

corvus corax, 13.8.2014 kl. 14:00

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta launarán hóf sinn feril strax þegar útlendingar- með litla Íslenskukunnáttu hófu störf her.

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.8.2014 kl. 19:12

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú ekki alveg rétt hjá þér Erla Magna, þetta hefur tíðkast mun lengur en víst er að brotunum fjölgaði.  En yrði það ekki til bóta ef birtur yrði opinber listi yfir fyrirtæki sem þetta gera og almenningur myndi sniðganga þau???  Það gerir ekki mikið að fjalla bara um þetta og engar aðgerðir í kjölfarið................

Jóhann Elíasson, 13.8.2014 kl. 19:41

4 identicon

Á snjáldursíðu (facebook) eru fyrirtæki talin upp sem greiða jafnaðarkaup undir kjarasamningi og ég held að sú síða sé opin. Það mætti heldur bæta í listann en þetta er aðeins farið af stað. Á síðunni fer einnig fram umræða um málaflokkinn og víða er málflutningnum dreift. Krækja síðunnar er:https://www.facebook.com/pages/S%C3%A6ttum-okkur-EKKI-vi%C3%B0-brot-%C3%A1-kjarasamningum-St%C3%B6ndum-saman/1480974222148849

Erla jafnaðarkaup hefur þrifist hér lengi og hafa t.d. kokkar búið við slíkt launakerfi lengi. Auk þess óska staðir eftir kokkanemum til að greiða þeim lægri laun án þess að viðkomandi ætli í nám. Ef ske kynni segja þeir þá hefur þú þennan nematíma. Margt skrýtið í kýrhausnum þegar kemur að launflórunni.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2014 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband