Jafnaðarkaup- treysti sér ekki til að gera athugasemd! Er ferðaþjónustan undanþegin?

 Eftir uppákomu á Lebowski Bar í Reykjavík, þar sem dóttur minni var sagt upp þegar hún krafðist kjarasamningsbundinna launa, hef ég rætt málið opinskátt. Um daginn hitti ég móður stúlku á þrítugsaldri sem vann sem lærður þjónn á þekktu veitingahúsi í Reykjavík. Henni voru greidd jafnaðarlaun og námu heildarlaunin rétt rúmum 200 þúsund krónum að sögn móðurinnar. Unnið var á vöktum alla daga vikunnar. Unga konan gerði ekki athugasemd við launagreiðsluna þar sem hún hafði skyldum að gegna við leigusala og gat því ekki verið tekjulaus. Hennar lifibrauð og enginn upp á að hlaupa.

Stéttarfélögin vilja vita um greiðslu jafnaðarkaups. Einstaklingar eru hvattir til að gera athugasemd og er það vel. Tek heilshugar undir það! Því fylgir vissulega áhætta eins og eigendur Lebowski Bar sýndu. Eitthvað svipað kom fram í fréttinni að vestan um launþega í ferðaþjónustunni. Fólk missir vinnuna ef það krefst réttinda sinna og er það fordæmisgefandi fyrir aðra starfsmenn. Hvað geta stéttarfélögin gert til að auðvelda einstaklingum sem vilja tilkynna ólöglegar launagreiðslur? Fljótt á litið sé ég það ekki. Reyndar þekki ég ekki inniviði allra stéttarfélaga og því ekki kunnugt um hvort þau gætu hlaupið undir bagga með þeim sem þora og taka áhættu á uppsögn. Ég hvet þau stéttarfélög sem í þessu standa að skoða málið. Öðruvísi láta fáir á þetta reyna.

Víða á heimsíðum verkalýðsfélaga kemur fram hvað launþegi á að hafa í höndunum þegar ráðning á sér stað. Auðvelt er að prenta þetta út og hafa meðferðis þegar ungt fólk ræður sig til starfa. Enn og aftur kalla ég foreldra unga fólksins til samræðu um málaflokkinn.

Við skulum ekki halda að þetta sé einn og einn staður sem er svo óvandaður að virðingu sinni. Það má vissulega gruna hótel, veitingastaði og bari um slíkt lögbrot. Ég spyr, hvað segja samtök atvinnulífsins og félag veitingahúseigenda, eru þeir sáttir með framferði félaga sinni?

Það vill svo til að margir liggja undir grun þegar jafnaðarlaun eru greidd. Verkalýðsfélögin ættu að birta nöfn þeirra vinnustaða sem fremja slík lögbrot, sé það leyfilegt.

Helga Dögg Sverrisdóttir

  


mbl.is Ferðaþjónusta gæti eyðilagst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það ætti ekki að vera mál að birta nöfn þessara staða því að þeir eru jú að framja lögbrot spurning líka hvort að ekki ætti að fela verkalýðshreyfingunni það vald að loka þeim þangað til úrbætur hafa farið fram.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.8.2014 kl. 11:10

2 identicon

Reykjavíkurborg er líka með samninga um jafnaðarkaup fyrir vaktavinnu

svo afhverju ekki smáfyrirtæki? 

Launþegi (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 17:49

3 identicon

Launþegi sé það rétt að Reykjavíkurborg greiði jafnaðarkaup undir lágmarki kjarasamnings á að tilkynna það til stéttarfélagsins. Mér skilst að jafnaðarlaun séu leyfileg séu þau unnin í samvinnu við launþega og stéttarfélagið og þá eru launin ekki undir lágmarkslaunum.

Jón Aðalsteinn, sé gjarnan að verkalýðsfélögum verði útveguð verkfæri í baráttu sinni gegn jafnaðarlaunum. Hef beðið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingmann VG (norðausturkjördæmi) að taka málaflokkinn að sér á þingi. Vona að það verði fyrr en seinna. Nafnabirtingar fyrirtækja ætti að vera heimild. Síðan mega þeir sem fá greidd og lág laun segja frá.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband