Kynjafræðingurinn skaut yfir markið

og hefði betur beðið landsliðsmennina, karlaliðið, að kenna sér að skjóta í mark. Sem formaður Jafnréttisnefndar ætlar hún sér, ásamt fleirum af hennar sauðahúsi, eftir mér. Ég vogaði mér að vitna í frettin.is., skrifaði ekki stakt orð frá eigin brjósti, um fyrirlestur Jordans Peterson (hinn umdeilda)og þar með dreifi ég óhróðri að þeirra mati.

Ég hlustaði ekki á fyrirlesturinn í Háskólabíói og get því ekki tjáð mig um hann á nokkurn hátt. Kannski var hann góður, kannski ekki. Kannski var hann fræðandi, kannski ekki. Kannski var hann áhugaverður, kannski ekki.

Umræða um fyrirlestur Jordans í Háskólabíói meðal kennara hefur hvergi farið fram og því er ályktun Jafnréttisnefndar KÍ byggð á sandi.

Mér stökk bros á vör, eins og þegar kynjafræðingurinn ætlaði eftir mér vegna greina minna um ofbeldi barna í garð kennara. Það var í formi ályktunar frá Jafnréttisnefnd. Yfir markið þar líka. Enn er ofbeldisvandinn til staðar og eykst ár frá ári, rúm 20% kennara eru beittir ofbeldi af nemendum á öllum Norðurlöndunum. Hefur aukist frá því að ég vakti landann til umhugsunar á stöðu mála.

Nú er svo komið að KÍ verður að gera vandaða rannsókn á málaflokknum til að fá yfirsýn yfir vandann. Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn og láta sem vandamálið sé ekki til staðar. Það gufar ekki upp!

Selma nokkur kennari í Svíþjóð er í stórum dráttum sammála Jordan þegar kemur að börnum í kynáttunarvanda og hvað foreldrar eiga að gera. Ekki þarf öfgamann til að bera það á borð fyrir okkur. Rætt var við Selmu í sænskum sjónvarpsþætti um málið. Hún sat einnig á rökstólnum við transkonu, samt sem áður er hún sömu skoðunar, transkonan gat ekki breytt því. Skynsamur og yfirvegaður kennari hún Selma. Víða má finna svona Selmur.

Af hverju má fólk ekki hafa ólíkar skoðanir á hvernig foreldrar bregðist við tilfinningum barna sinna um kynáttunarvandann? Skoðanakúgun í gangi þegar kemur að ýmsum málaflokkum og virðast skiptar skoðanir fara fyrir brjótið á kynjafræðingum og fleiri hópum. Allar eiga þessar skoðanir rétt á sér, eins og í öðrum málaflokkum. Að lokum er það fagfólk (vonandi nógu hæft)sem tekur ákvörðun með foreldrum og barni.

 


Dapurleg aðferð til að

ná athygli. Sendir syni og eiginkonum mannanna bréf um hugsanlega kæru. Reyndar fleirum. Þetta er auvirðileg aðferð og setja má spurningarmerki við tilganginn. Þvingun! Vissulega brot á friðhelgi einkalífsins.

Vendingar í málinu. Áhugaverður vinkill. Þeir sem Vítalíu sakaði um ósiðsamt athæfi voru skynsamir, tjáðu sig lítið ef nokkuð um málið. Annað en hún, baðaði sig í sviðsljósinu. Gerir það væntanlega ennþá, bara með öðrum formerkjum nú. 

Ef satt reynist að þau hafi krafið hvern manninn um 50 milljónir má vissulega segja að um fjárkúgun sé að ræða. Efast um að kæra sé lögð fram nema haldbær sönnunargögn séu í málinu. 

Mest um vert er að komast að niðurstöðu hver sem hún verður.

Samkvæmt fréttinni hefur konan ekki kært kynferðisáreiti ennþá, svo ekki er niðurstöðu að vænta í því máli næstu mánuðum. Hún ætti að drífa í að kæra.


mbl.is Vítalía og Arnar sögð kærð fyrir fjárkúgunartilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakúgun kennara

er við líði rétt eins og hjá öðrum samfélagsþegnum. Reynt að troða skoðun einstaklinga á aðra. Hér hugsa ég um transfólk. Líffræðilega er um tvö kyn að ræða, karl- og kvenkyn. Mér þykir það ekki flókin líffræði. Annar aðilinn leggur til egg og hinn sæði. Til að viðhalda mannfólkinu þarf hvoru tveggja. Síðan kemur hitt, hvort fólki finnist það tilheyra því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Það er allt önnur Ella. Afneita því ekki.

Hins vegar líkar mér illa þegar fólk gerir mér upp skoðanir hvað transfólk varðar. Þó ég sé ekki sömu skoðunar og þeir kennarar sem telja kynin mörg þá dreifi ég ekki fordómum hvað þá hatri. Efni sem styður skoðun mína á fullan rétt á sér. Skoðun mína byggi ég á líffræði manna.

Mér þykir hættulegt þegar kennarar hrópa upp og segja aðra boða fordóma þó þeir séu ekki sömu skoðunar og þeir sjálfir, að kynin geti verið mörg. Á það fellst ég ekki. Hitt felst ég á, að barn getur upplifað sig í öðrum líkama en það fæddist í og að fólk hefur mismunandi kynhneigðir. Mér kemur yfirleitt ekki við kynhneigð fólks, það má hafa hana út af fyrir sig eða opinbera mín vegna. Sama fólk á hins vegar ekki að gera öðrum upp skoðanir eða dæma það af skoðunum sínum.


Þú færð ekki að sjá börnin

Ég horfði á heimildarmynd á Netflix sem sagði frá morðingja. Manni sem drap ófríska konu sína og tvær dætur. Þau lifðu í góðu og hamingjusömu hjónabandi. Konan var dugleg að deila alls konar á samfélagsmiðla. Bæði myndum og myndskeiðum. Svo gerist það þegar hún gengur með þriðja barnið að hann verður ástfanginn af annarri og framhjáhald hefst. Sorgarsaga en ekki óalgeng. Hún hafði fundið þetta á sér en hann neitað þegar hún gekk á hann.

Þegar konan kom heim úr vinnuferð eina nóttina elskuðust þau og síðan tók hann málið upp við hana. Sagðist vilja skilnað. Hún brjálaðist og sagði hann aldrei fá að sjá börnin ef hann skilur við hana. Klikk...hann kyrkti hana. Síðar drap hann börnin. Óhugnaður. Ekkert réttlætir svona verkað. 

Þú færð ekki að sjá börnin eru orð sem margir karlmenn heyra þegar vandi kemur upp í sambandi eða hjónabandi. Hef lengi velt því fyrir mér af hverju konur telja börn sína einkaeign. Hvers vegna er börnum beitt á þennan hátt eins og vopni. Ber vott um mikla eigingirni. Vilja börnin láta móður eiga sig og ráðskast með sig hvort þau hitti föður sinn. Faðir, sem svíkur eiginkonu, hefur ekki svikið börnin á nokkurn hátt. Hann er eftir sem áður faðir, og í langflestum tilfellum umhyggjusamur rétt eins og móðir.

Vissulega sorglegt þegar konur grípa í börnin og nota sem skjöld þegar vandi ber á höndum.


Af hverju er blaðamanni

svona umhugað að hjakka í sama farinu um málið. Hverjum er til gagns að fjalla um það sama aftur og aftur. Blaðamaðurinn ætti að taka annan pól í hæðina og spyrði af hverju fékk faðir forsjánna og hvers vegna var því ekki fylgt eftir af hinu foreldrinu. Blaðamanninum má vera ljóst að það er mjög sjaldgæft að faðir fái forsjánna.

Blaðamenn eiga ekki að taka afstöðu í máli líkt og þessi Karitas gerir með málflutningi sínum. Eini tilgangurinn virðist að kasta rýrð á embættið, forsjárákvörðunina og föðurinn.

Það virðist samfélaginu sársaukalaust að hver faðirinn á fætur öðrum þarf að sjá á eftir barni og börnum sínum. Mönnum virðist þykja það eðlilegt.


mbl.is Börn voru flutt til vegna aðgerða sýslumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan etur eignir fólks

og bankastjóri Seðlabankans segir meðalmanninn geta tekist á við það. Sama með fjarmálaráðherra. Fyrir mörgum herrans árum síðan át verðbólgan upp eign sem við hjónin keyptum. Ekki nóg með það, heldur skulduðum við heilmikla peninga þegar íbúðin var seld. Tók mörg ár að borga það niður. Nú stefnir í sömu átt. Verðbólgan étur upp eignarhlutann. Eitt lítið dæmi.

Staða láns, tekið af greiðsluseðli:1. júní: 1.271.502. Áfallnar verðbætur eftir greiðslu: 305.815 Samtals eftirstöðvar með verðbótum 1. júlí: 1.577.317.

Lánið er ekki hátt en hugsið ykkur ef lánið er 10 milljónir. Vissulega er verðtryggðu lánin á undanhaldi. Vextir bætast við þau lán sem eru ekki verðtryggð og þegar þeir eru háir hækkar skuldastaða einstaklings frá mánuði til mánaðar.

Á sínum tíma stofnaði Ögmundur Jónasson og fleiri ,,Misgengishópinn" sem hafði að markmiðið að fá stjórnvöld til að grípa í taumana. Ekkert gerðist, fólk bar ,,skaðann" sjálft. Allt tengdist vísitölunni nema launin. Sama í dag, væru laun verðbólgutryggð væri staðan manna önnur.


Hatursorðræða gjaldfelld

og ríkissaksóknari er einn af þeim sem leggur lóð sína á vogarskálina í þeim efnum. Eva Hauksdóttir ræðir þetta skynsamlega. Hún greinir á milli hatursorðræðu og skoðun, t.d. vegna reynslu. 

Hjartanlega sammála, það virðist skipta málið hver á í hlut. Baráttuhópar eiga rétt á sér, eru háværar og eigna sér umræðuna. Vilja stjórna umræðunni. 

Hvet fólk til að hlusta hér.


Lítt skrárra en hjá öðrum þjóðum

miðað við hausatölu landsins. Hvað ætli Svíar þurfi að beita skotvopnum oft til að það jafngidi fjöldanum hér á landi. Eða í Ameríku. Eitt morð hér á landi jafngildir þúsundum í fjölmennum löndum. 


mbl.is Maðurinn kominn út úr íbúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið eina rétta að gera,

mikill vöðvastyrksmunur er á karl- og kvenmönnum og því ósanngjarnt að sá sem áður var karl spili gegn konum. Man eftir handboltakonu frá Ástralíu sem var frekar tröllvaxin miðað við hinar, var transkona. Hinar höfðu ekki roð í styrk hennar. Enginn jafnréttisgrundvöllur.

Nú geysast menn fram á ritvöllinn og tala um hatursumræðu, fordóma og ,,fóbíu." Þó við hoppum ekki öll á þann vagn, að karl sem varð kona keppi við konur, þá hefur það ekkert með fordóma eða ,,fóbíu" að gera, hvað þá hatursumræðu. Maður þarf ekki annað en lesa líffræði til að sjá líkamlegan mun á kynjunum.


mbl.is Banna trans konum að taka þátt í kvennalandsleikjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýraníð að henda kanínu

út í náttúruna. Fólk heldur að það geri þeim gott en svo er ekki. DÝRANÍÐ af verstu tegund. Kanínur eru ekki villt dýr heldur heimilisdýr. Þegar heimilisfólk nennir ekki að eiga dýrið lengur fer það með kanínuna í Elliðaárdalinn. Þar hittir kanínan fyrir aðrar kanínur og svo fjölga þær sér. Innræktun með skelfilegum afleiðingum. Kanínur veikjast og enginn hjálpar þeim.

Látið frekar lóga kanínum í stað þess að sleppa þeim lausum. Versta sem þú getur gert við dýrið. Siðferði fólks þegar það fær sér gæludýr er afar misjafnt. Alltof margir eru samviskulausir gagnvart kanínunni sinni og sleppir henni út í slæmt líf og jafnvel sársaukafullan dauða. Jafnvel fleiri en einni. 


mbl.is Kanínurnar í Elliðaárdal leita sér að nýju heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband