Hatursorðræða gjaldfelld

og ríkissaksóknari er einn af þeim sem leggur lóð sína á vogarskálina í þeim efnum. Eva Hauksdóttir ræðir þetta skynsamlega. Hún greinir á milli hatursorðræðu og skoðun, t.d. vegna reynslu. 

Hjartanlega sammála, það virðist skipta málið hver á í hlut. Baráttuhópar eiga rétt á sér, eru háværar og eigna sér umræðuna. Vilja stjórna umræðunni. 

Hvet fólk til að hlusta hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rökin sem Eva notar eru sömu rök og andstæðingar réttindabaráttu kvenna hafa notað í yfir 100 ár, bara hlutlaust mat og skoðun byggð á reynslu og skynsemi. Þannig að ég get byggt þá skoðun á konum að þær hugsi ekki rökrétt og séu aðallega til vandræða, best geymdar inni á heimilinu og langt frá því að vera á einhvern hátt jafnokar karlmanna á því sem ég þekki til Evu. Ég má víst halda þessu fram vegna þess að það er skoðun, samkvæmt Evu. Lifað mínu lífi án afskipta rauðsokka frjáls með mína skoðun og séu konur ekki sáttar við það geta þær bara kvartað hver við aðra yfir kaffibolla og bleyjum, eins og þeim lætur best. Og þú, með litla kvenmannsheilan, ert náttúrulega sammála síðasta ræðumanni eins og konur eru oftast....Sátt við þessa skoðun?

Að Eva skuli hafa sömu fordóma og Arnar gerir málflutning þeirra ekkert rétthærri en þeirra sem fordómarnir beinast gegn. Og bæði virðast þau vera frekar fáfróð um þessar þúsundir þó þau kannist við einn eða tvo. Ég bíð spenntur eftir skoðunum þeirra á svörtum, gyðingum, múslimum, rauðhærðum, húsvíkingum og öðrum sem þau hitta á lífsleiðinni.

Vagn (IP-tala skráð) 22.6.2022 kl. 20:55

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er heimskulegt af þér Vagn að gagnrýna hana Helgu út af þessu, hún sem er ein af fáum konum sem þorir að berjast gegn pólitískri rétthugsun nútímans sem snýst ekki um réttlæti heldur vald. Ég hef alveg lesið eftir þig athugasemdirnar og veit að þú ert vinstrisinnaður mjög. Gott og vel með það, en þú þrástagast á því að þið séuð að berjast gegn fordómum, sjálf hlustið þið ekki á málflutning þeirra sem eru ósammála ykkur. Eru það ekki fordómar?

Eitt sinn fyrir langa löngu gekk kvenréttindabaráttan útá réttlæti, þegar langflestir voru á þeirri skoðun að konur ættu að vera inni á heimilunum en ekki vinna eða læra. Það er allt breytt núna. Við erum ekki í sama veruleikanum lengur. Þið vinstrisinnarnir haldið því alltaf fram að enn þurfi að berjast. Aldrei næst jafnréttið segið þið. Í raun segið þið: Við viljum koma öllum hægrimönnum frá svo við fáum meira pláss og meiri völd. Það er nú allt réttlætið.

Það eru fleiri svartir menn en hvítir á jörðinni, og gyðingar og múslimar eru gríðarlega fjölmennir, lítil þörf á að halda því fram að verið sé að traðka á þeim lengur almennt. Rauðhærðir, þeir blómstra vel og stríðni gegn þeim fer minnkandi. Hef aldrei heyrt að Húsvíkingar séu minnihlutahópur.

Málflutningur Evu og annarra snýst um að stilla af það sem orðið er öfgastefna og valdastefna, sem bitnar á saklausu fólki. Oft verða þeir ofsóttu að ofsækjendum. Skoðaðu sögu gyðinga. Þeir voru ofsóttir, en beita aðferðum á Araba sem eru mjög umdeildar og kallaðar svipaðar þeim aðferðum sem þeir voru beittir sjálfir í sögunni, ekki bara í seinni heimsstyrjöldinni heldur í gegnum aldirnar í Evrópu.

Ingólfur Sigurðsson, 22.6.2022 kl. 22:51

3 identicon

Ég verð víst að hætta að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða "við" fyrst Ingólfur heldur mig marga. Barátta kvenna fyrir jafnrétti hefur frá upphafi verið flokkuð af mörgum Ingólfinum sem öfgastefna og valdastefna, sem bitnar á saklausu fólki. En það er ekki hægt að kúga konur eða traðka á, þær eru víst ekki minnihlutahópur segja Ingólfarnir. Barátta kvenna fyrir jafnrétti á víst engan rétt á sér og hefur aldrei gert vegna þess að þær eru ekki minnihlutahópur, segir Ingólfur hinn réttsýni.

Hvernig eru það fordómar að fara ekki eftir hugmyndum og skoðunum fólks sem augljóslega fara með rangt mál? Fær krakki sem segir Jörðina flata og Ísland í Asíu 10 í landafræði? Eru það fordómar að breyta ekki kennslubókunum svo það passi?

Ef ég sé að þú ert með hatt á mynd og tel þig þess vegna heilalausan þá eru það fordómar, ef ég les það sem þú skrifar og tel þig út frá því vera fáfróðan og vitgrannan þá er það mat byggt á því sem ég hef kynnt mér um þig og er skoðun en ekki fordómar. Það er hægt að hlusta á, rökræða við og taka mark á fólki sem maður er ósammála en hvernig er hægt að taka mark á fólki sem notar fordóma, fáfræði, rangfærslur og heimskulega þvælu sem er í stöðugri mótsögn við fyrri fullyrðingar í sínum málflutningi? Ingólfur, að fólk sé þér ósammála er ekki ástæða þess að ekki er hlustað á þig.

Vagn (IP-tala skráð) 23.6.2022 kl. 00:52

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef maður vogar sér að fara út af meginstraumsveginum, eða Highway To Hell, þá er maður afskrifaður. Þannig er þetta. Það er ástæðan fyrir því að lítill hluti Íslendinga hlustar á Útvarp Sögu, og þó er það eina stöðin þar sem eitthvað annað heyrist en meginstraumsvaðallinn, þar sem fólk þykist hafa fundið stóra sannleikann.

En kannski ertu bara ágætur eftir allt saman ef þú kýst Sjálfstæðisflokkinn. Ég gleymdi því að í Sjálfstæðisflokknum eru líka gríðarleg breidd.

Það sem þú kallar "að vera í mótsögn við fyrri fullyrðingar", fáfræði, fordóma, rangfærslur og heimskulega þvælu kalla ég heimspekilega nálgun og frá mörgum menningarskeiðum, einnig samkvæmt því sem stendur í Gamla testamentinu. 

En ég kann vel við hreinskilni, hún er miklu betri en að fólk sé bælt og fullt af gremju og reiði útí náungann ánþess að tjá það. Þessvegna er haturslöggjöfin afskaplega gamaldags miðaldatól. Fólk heldur áfram að hata þótt því sé það bannað, og það hatar jafnvel meira á eftir og verður reiðara, sé það barið af ríkinu fyrir eitthvað sem á að vera bannað.

Ef maður hefur kynnt sér söguna og menningu fortíðarinnar, sem þú kallar vafalaust fulla af fordómum, þá sér maður að jöfnuður er draumsýn, útópía. Dýrin voru ekki sköpuð jöfn og heldur ekki mennirnir. Lífsbaráttan byggist á ójöfnuði, og kappið, sem rekur fólk til afreka.

Ef ég færi nú að samþykkja 100% allt sem talið er gott og gilt í menningu nútímans, þá fyndist mér ég vera búinn að ganga í flokk svipaðan fasískum flokkum fortíðarinnar þar sem maður mátti bara hafa eina skoðun, semsagt mjög óþægilegt.

Nú ætla ég að spyrja þig: Heldur þú að kvenréttindabaráttan bíði mikinn ósigur þótt Ingó veðurguð sigri meiðyrðamálið, eða ef meira mark verður tekið á Arnari Sverrissyni og hans málflutningur talinn eðlilegur og öfgalaus af fjöldanum, til dæmis? Er ekki málstaður kvenréttindanna svolítið veikur og standandi á höllum fæti ef hann fer um koll við slíka sviptivinda?

Ingólfur Sigurðsson, 23.6.2022 kl. 01:39

5 identicon

Vagn virðist ekki hafa nent að kynna sér efni pistilsins og tapar sér algjórlega í einhverju jarmi um kvenréttindi sem hefur ekkert með pistilinn að gera.

Vagn hin vegvilti má hafa sínar skoðanir á öllu því sem honum hugnast og tjá þær skoðanir sínar opinberleg og refsilaust.  En af eihverjum ástæðum virðist hann svo vel barinn til pólitísks rétttrúnaðar að hann vill ólmur afsala sér þessum rétti sínum sem tryggður er í stjórnarskránni og verður ekki afnuminn með lögum.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.6.2022 kl. 08:58

6 identicon

Þetta var samanburður Bjarni. Flestir kannast við kvenréttindi og þá baráttu. Færri þekkja baráttuna fyrir réttindum transfólks. En með því að benda á hvernig sömu rök hafa verið notuð, og eru notuð, gegn baráttu beggja hélt ég að einhverjir hættu að nota þessi rök sem standast ekki í dag frekar en fyrir 100 árum. En í umræðu um marga hópa, sem fólk þekkir lítið, bergmála oft svipuð og sömu rök og notuð voru gegn baráttu kvenna eða til að réttlæta mismunun vegna húðlitar.

Vagn (IP-tala skráð) 23.6.2022 kl. 16:45

7 identicon

Vagn, rök sem styðjast við almenna skynsemi standa í dag að fullu undir sér eins og þaug gerðu í gær og gerðu fyrir 100 árum eða þúsundum ára. Dægurflugur sem eru í einhverjum eltingaleik við nýjustu bábilju gera það ekki.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2022 kl. 02:22

8 identicon

En málið snýst alfarið um tjáningarfrelsið.  Það má ekki gefa neinn afslátt af því til að friða einhverja jaðarhópa.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2022 kl. 02:26

9 identicon

Dægurflugur og nýjustu bábiljur eru einmitt eitthvað sem sagt var um baráttu kvenna fyrir 100 árum og þá sögðu margir það almenna skynsemi að konur héldu sig heima við þrif og barnauppeldi, væru ekki að mennta sig í karlastörf eins og kennslu eða lækningar og létu karlmennina um alla pólitík og rekstur. Það átti víst að vera almenn skynsemi gegn dægurflugum og nýjustu bábiljum jaðarhóps sem vill breyta árþúsunda hefð, siðum og vilja guðs og manna. Þessi almenna skynsemi sem margir telja sig hafa reynist æði oft hvorki vera almenn né skynsemi.

Almenn skynsemi hefur ekki enn fundist hjá þeim sem hæst hrópa á tjáningarfrelsi sem frelsi til að segja hvað sem er um hvern sem er án ábyrgðar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Málið snýst alfarið um að aðili sem lét í ljós hugsanir sínar ábyrgist þær fyrir dómi eins og stjórnarskráin krefst. Tjáningarfrelsinu fylgir ábyrgð.

Vagn (IP-tala skráð) 24.6.2022 kl. 03:31

10 identicon

Það var aldrei talað um að það væri almenn skynsemi að konur væru heimavinnandi enda hefur atvinnuþátttaka kvenna  erið almenn á Íslandi frá upphafi.  Þú ert fullur af bábiljum um eitthvað sem aldrei var.  Pólutískur rétttrúnaðarriddari í leit að upphefð og viðurkenningu.

Hvenær verða þínar skoðanir álitnar hatursorðræða og þú þar með glæpamaður?  Ætlar þú þá bara halda kjafti það sem eftir er?

Rétttrúnaðarriddarar eins og þú eru að kæfa alla almenna umræðu og drekkja almennri skynsemi í ofstæki sínu.  Persónulega hef ég enga skoðun á þessu kynsegindóti en málfrelsið mun ég verja til hinsta dags.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2022 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband