Verðbólgan etur eignir fólks

og bankastjóri Seðlabankans segir meðalmanninn geta tekist á við það. Sama með fjarmálaráðherra. Fyrir mörgum herrans árum síðan át verðbólgan upp eign sem við hjónin keyptum. Ekki nóg með það, heldur skulduðum við heilmikla peninga þegar íbúðin var seld. Tók mörg ár að borga það niður. Nú stefnir í sömu átt. Verðbólgan étur upp eignarhlutann. Eitt lítið dæmi.

Staða láns, tekið af greiðsluseðli:1. júní: 1.271.502. Áfallnar verðbætur eftir greiðslu: 305.815 Samtals eftirstöðvar með verðbótum 1. júlí: 1.577.317.

Lánið er ekki hátt en hugsið ykkur ef lánið er 10 milljónir. Vissulega er verðtryggðu lánin á undanhaldi. Vextir bætast við þau lán sem eru ekki verðtryggð og þegar þeir eru háir hækkar skuldastaða einstaklings frá mánuði til mánaðar.

Á sínum tíma stofnaði Ögmundur Jónasson og fleiri ,,Misgengishópinn" sem hafði að markmiðið að fá stjórnvöld til að grípa í taumana. Ekkert gerðist, fólk bar ,,skaðann" sjálft. Allt tengdist vísitölunni nema launin. Sama í dag, væru laun verðbólgutryggð væri staðan manna önnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki ein um það að þykja það súrt að þurfa að greiða sömu verðmæti til baka en ekki sömu krónutölu. Lánveitendur sjá aftur á móti ekkert réttlæti í því að lána steikarveislu á Nauthól en fá pulsu og kók á Bæjarins Bestu greidda til baka. Á meðan verðbæturnar voru að hlaðast upp á lánið þitt var íbúðarverð að hækka, laun, matur og eldsneyti ásamt öllu öðru. 1.577.317 krónurnar skiluðu sömu vörukörfu og þjónustu og 1.271.502 höfðu áður gert, ekkert var etið því verðmæti lánsins er hið sama þó krónutalan sé önnur. Þú getur sjálf skoðað hver eignarhluti þinn var í prósentum fyrir og hver hann er eftir, miðað við verð húsnæðis fyrir og eftir. Ekki er ólíklegt að húsnæðið og eignarhluti þinn í því hafi hækkað en ekki lækkað, sem getur svo snúist við ef íbúðaverð lækkar en vöruverð hækkar.

Fyrir mörgum herrans árum síðan át verðhrun íbúða, lækkun krónunnar og hækkun vöruverðs upp eign sem þið hjónin keyptuð á lánum sem héldu sínu verðmæti. Ekki nóg með það, heldur skulduðuð þið heilmikla peninga þegar íbúð sem lækkað hafði í verði var seld. Verðbólgan var aðeins einn af mörgum þáttum sem orsakaði að illa fór.

Vísitölubundin laun voru prófuð og settu af stað óðaverðbólgu sem nærri kafsigldi þjóðfélagið, var komin í 110% þegar bindingin var afnumin. Launahækkanir skila sér nefnilega út í verðlagið og eru verðbólguhvetjandi. Álagningin á tómatsósuna þarf að greiða laun þess sem raðar í hillurnar. Og það skapar hringavitleysu að hækkun á tómatsósu hækki laun og hækkun á launum svo hækkun á tómatsósu sem kallar á hækkun á launum o.s.frv. Væru laun verðbólgutryggð væri staðan þannig að Evrur, Dollarar og Pund væru þeir gjaldmiðlar sem notaðir væru í viðskiptum og Íslenskar krónur eitthvað sem allir reyndu að losa sig við sem fljótast.

Að fá stjórnvöld til að grípa í taumana er snyrtilegt orðalag yfir að ríkið dragi úr starfsemi, gefi frá sér tekjustofna og haldi aftur af launahækkunum. Það eru verkfærin sem ríkið hefur.

Vagn (IP-tala skráð) 23.6.2022 kl. 14:50

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Allt er rétt sem þið segið trúi ég, en þið gleymduð mér. 

Ég er sniðugur, hver er ég. 

slóð

Kreppufléttan, endurtekið

14.7.2014 | 20:23

Ég bý til verðbólgu. 

Hvernig geri ég það? 

Við skoðum daginn í dag. 

Fyrst bjó  ég til leigufélög og setti, seldi eða leigði allar lausar íbúðir til leigufélagsins míns. 

Ég þurfti að búa til skort.

Síðan setti ég á markað eina íbúð fyrir hverja 12 kaupendur, sem þurftu þá að berjast um íbúðina. 

Fyrir 12000 kaupendur setti ég 1000 íbúðir á markað smásaman. 

Þá hækkaði verðið á íbúðunum þegar hver bauð í kappi við annan. 

mbl-02

Ef allir læra um bókhaldið, peningaprentunina og styðja... - jonasg-egi.blog.is 

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2270655/  

000

Síðan bý ég til verðhjöðnun. 

Þá hækka ég vextina og gæti ég þess að ekkert sé lánað út úr bankanum. 

Þá greiða allir af lánum og háa vexti inn í bankann. 

Þá verður þurð á peningum úti í þjóðfélaginu. 

Fólkið reynir að selja, fyrst á 80% og engin getur keypt, síðan á 50%, og enn getur engin keypt. 

Þú ert að reyna að selja á 50%, þá er þín eign farin, ja, ég get verið góður við þig og tekið húsið og þú tapar öllu sem þú hefur sett í húsið. 

Í sumum tilfellum hafðir þú átt skuldlausa íbúð sem fór í húskaupin og svo allar aðrar greiðslur.

Ef þú ert með múður lendir þú í uppboð, húsið selt á 2% og skuldar tugi milljóna áfram. 

Þetta er gott í skáldsöguna mína, er skáldsagan oft sannari en lífið? 

 000

slóð

Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.

18.3.2012 | 17:39

"Ef Ameríska þjóðin lætur einkabanka stýra myntútgáfunni,

peningaprentuninni, þá munu bankarnir og fyrirtæki þeim tengd, 

ræna þjóðina allri velmegun, "það er fasteignum og lífsviðurværi," 

í fyrstu með verðbólgu, og síðan með verðhjöðnun, 

og þá munu afkomendur okkar verða heimilislaus 

 "og á vergangi í landinu.""

000

Egilsstaðir, 23.06.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.6.2022 kl. 19:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helga. Hefurðu velt því fyrir þér að endurfjármagna verðtryggða lánið og fá þér óverðtryggt? Ef lánið er eldra en 5 ára myndi það líklega lækka greiðslubyrðina og stöðva höfuðstólshækkunina.

Vagn. Kunnuglegt stef að "greiða sömu verðmæti til baka" sé notað til að réttlæta óhagstæðustu lán á byggðu bóli. Þessi málflutningur fellur algörlega um sjálfan út af einu lykilatriði sem þeir sem kyrja þennan söng far alltaf á mis við. Það er sú staðreynd að bankar lána aldrei nein verðmæti. Þeir búa bara til tölu í rafrænu bókhaldi og ætlast svo til að fólk greiði háa leigu af þeim örfáu rafeindum og kísilfrumeindum sem þarf til að geyma töluna. Bankinn lánar þér aldrei neina vörukörfu, hann lánar þér bara tölu sem hann bjó til með því að ýta á einn takka.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2022 kl. 17:00

4 identicon

"Óhagstæðustu lán á byggðu bóli", í augum lántakenda,"sanngjörnustu lán á byggðu bóli" í augum lánveitenda. Og ef lánveitendur væru að tapa á lánveitingum teldu þeir þau "Óhagstæðustu lán á byggðu bóli", og ef lántakendur græða telja þeir þau "sanngjörnustu lán á byggðu bóli". Það voru hagstæð og vinsæl, en voru bara fyrir útvalda, lánin fyrir verðtrygginguna. Fólk, góðvinir bankastjóra og lífeyrissjóðsstjórnenda, fengu fermingarpeninga krakka og lífeyrissparnað gamla fólksins lánaðan til íbúðakaupa og greiddu svo lítinn bílskúr til baka. Glötuð var geymd króna og lántakendur brostu hringinn. Að fá lán var lottóvinningur.

Og Guðmundur, þú sest sjálfur við tölvuna, býrð til tölu, og sendir bankanum nokkrar rafeindir með því að ýta á einn takka. Pikkar svo eitthvað í rafræna Excel heimilisbókhaldið þitt og allt er gott. Þú fékkst bara rafeindir og borgar bara með rafeindum. Bankinn lánaði engin verðmæti og fær greitt í sama gjaldmiðli. Leigan getur svo ekki skipt neinu máli því hún er úr sömu rafeindum og lánið og endurgreiðslan. Og tölurnar í heimabankanum þínum skipta heldur engu máli, því þær eru bara mynd á skjá, ljóseindir sem hverfa þegar slökkt er á skjánum. Allt eru þetta bara rafeindir sem þú getur hætt að hugsa um og dæma hver er best og hver er björtust, hver er fallegust og hver óhagstæðust. Lánamál, flutningur rafeinda frá banka í þína tölvu og frá þinni tölvu til tölvu bankans, eru núna ekkert sem þér kemur lengur við og skipta þig engu máli. Þannig virka hlutirnir í þínum heimi, ýtir bara á einn takka og öllu reddað. Svo ef þú ferð í verslun færð þú allt frítt ef þú veifar litlu plastspjaldi, þarft ekki að láta af hendi svo mikið sem eina rafeind.

Vagn (IP-tala skráð) 25.6.2022 kl. 04:03

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Auðvitað á gamlafólkið og ferminga krakkarnir að geta geymt sínar verðtryggðu krónur. 

Hver og til hvers var verðbólgan búin til? 

Var það fjármálakerfið eins og ég skrifaði í fyrri athugasemd, og Tómas Jefferson sagði okkur frá 1776 +/-, sem bjó til verðbólguna?

(ég athuga á eftir, hvenær Tómas Jefferson var lifandiwink)

Var það fjármálakerfið eins og ég skrifaði í fyrri athugasemd, og Tómas Jefferson sagði okkur frá 1776 +/-, sem bjó til verðhjöðnunina?

Það á engin að taka lán hjá einhverjum, húsbankinn á að skrifa töluna, talan er bókhald. 

Þegar bókhaldið, talan, krónurnar, seðlarnir, nótan, kvittunin hefur verið notuð til að greiða þeim sem byggðu húsið, og þeim sem komu með efnið í húsið er engin skuld á húsinu. 

Þá er húsið í eigu framkvæmdagetu þjóðarinnar. 

Fjármálakerfið má alls ekki telja okkur trú um að þeir þurfi að lána okkur. 

Til að hægt sé að hjálpa stjórnmálamönnum að koma fjármálakerfinu í lag verður að kenna alþýðunni sannleikann um fjármálin í skólunum. 

Stjórnmálamennirnir eru klístraðir, og við værum klístraðir ef við værum í þeirra sporum. 

Veltum vöngum um hvernig við getum leyst málefnin. 

Fjölmiðlarnir, mega ekki vera háðir fjármálakerfinu, þeir þurfa að geta sagt sannleikann. 

Alls ekki til að geta meitt einhvern, heldur til að hafa traustan grunn til að byggja ofaná til framtíðar.

Við verðum stanslaust að leita að betri lausnum eftir því sem skilningur vex. 

Núverandi fjármálakerfi var að mestu búið til 1913 og síðan hafa verið stanslausar kreppur, reyndar voru víxlararnir sem Jesú rak út úr Musterinu trúlega af sama sauðahúsi og við víxlararnir í dag.

 

Við fólkið erum víxlararnir og verðum öll að læra, læra, læra, engin læti, en seiglast áfram.

Egilsstaðir, 25.06.2022   Jónas Gunnlaugsson 

slóð

Kreppufléttan, endurtekið

14.7.2014 | 20:23

Jónas Gunnlaugsson, 25.6.2022 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband