Skoðanakúgun kennara

er við líði rétt eins og hjá öðrum samfélagsþegnum. Reynt að troða skoðun einstaklinga á aðra. Hér hugsa ég um transfólk. Líffræðilega er um tvö kyn að ræða, karl- og kvenkyn. Mér þykir það ekki flókin líffræði. Annar aðilinn leggur til egg og hinn sæði. Til að viðhalda mannfólkinu þarf hvoru tveggja. Síðan kemur hitt, hvort fólki finnist það tilheyra því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Það er allt önnur Ella. Afneita því ekki.

Hins vegar líkar mér illa þegar fólk gerir mér upp skoðanir hvað transfólk varðar. Þó ég sé ekki sömu skoðunar og þeir kennarar sem telja kynin mörg þá dreifi ég ekki fordómum hvað þá hatri. Efni sem styður skoðun mína á fullan rétt á sér. Skoðun mína byggi ég á líffræði manna.

Mér þykir hættulegt þegar kennarar hrópa upp og segja aðra boða fordóma þó þeir séu ekki sömu skoðunar og þeir sjálfir, að kynin geti verið mörg. Á það fellst ég ekki. Hitt felst ég á, að barn getur upplifað sig í öðrum líkama en það fæddist í og að fólk hefur mismunandi kynhneigðir. Mér kemur yfirleitt ekki við kynhneigð fólks, það má hafa hana út af fyrir sig eða opinbera mín vegna. Sama fólk á hins vegar ekki að gera öðrum upp skoðanir eða dæma það af skoðunum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband