30.11.2021 | 17:14
Orð að sönnu,
endalaust verkefni. Þykir ekki lengur fréttnæmt að smit komi upp í grunnskólum landsins. Hópsmit kannski. Þjóðin býr sig undir að vera í ,,klóm" veirunnar fram eftir næsta ári. Sér í lagi ef ný afbrigði skjóta upp kollinum. Virðist raunin.
Verður fróðlegt að fylgjast með nýjum heilbrigðisráðherra á komandi mánuðum. Mun hann taka mark á sóttvarnalækni og ráðleggingum hans.
![]() |
Gestur á Kvíabryggju reyndist smitaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2021 | 13:26
Er ekki tímabært að hækka
starfslokaaldurinn. Mörgum 70 ára finnst þeir enn í fullu fjöri og geta sinnt starfi sínu en hafnað af lögum landsins. Allavega opinberi geirinn. Alþingi hefur einstaklingar sem eru komnir á hinn hefðbundna ellilífeyrisaldurinn og enginn gerir athugasemd við það.
Í sumum greinum er það fólki ofviða að vinna til 70 ára. Sjúkraliðar sem vinna á elliheimili sem dæmi. Líkamlega erfitt. Grunn- og leikskólakennarar margir hverjir. Slítandi starf, andlega. Lögreglumenn. Sjúkraflutningamenn og svona gæti ég talið áfram.
Valið á að vera einstaklingsbundið til staðar í opinbera geiranum. Kannski hugmynd að gefa fólki starfleyfi frá ári til árs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2021 | 16:19
Breytir það einhverju
um meðferð hryssnanna að fólkið hafi verið í óleyfi. Við getum ímyndað okkur hvernig myndirnar væru hefðu þau beðið um leyfi. Sýning. Allt málað mun fegurra en það er. Að bæta skít með öðrum skít er engum til framdráttar.
Blóðtaka fylfullra mera til að auka frjósemi svína er tímaskekkja. Láta af þessu. Fyrr en seinna. Ef það verður ekki gert á að takmarka fjölda mera á hvern bónda. Þeir ná ekki að sinna mörgum tugum mera og segir sig sjálft, ótamin meri fer ekki af sjálfdáðum inn í litla stíu. Hún er barin áfram eins og sýnt var í myndbandinu. Merarnar ganga úti allt árið um kring.
Við hljótum að geta betur. Bændurnir eiga sér engar málsbætur.
![]() |
Segir grafið undan ræktunarstarfi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2021 | 16:55
Hringleikahús af verstu tegund
þessi nefnd. Stofnuð puntsins vegna. Stóð aldrei til annað en láta seinni talningu gilda. Enginn bað um hann. Lögbrot voru framin. Held að þingmenn hugsi um eigin rass í þessu máli.
Kjósa á aftur, ekki spurning. Þó þá kosti tafir. Við eigum ekki að sætta okkur við talningu eins og fer fram í löndum þar sem lög og reglur gilda ekki. Þingmönnum til skammar ef talningin stendur.
![]() |
Meirihlutinn leggur til staðfestingu kjörbréfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.11.2021 | 21:06
Meinið er að
,,Samtök atvinnulífsins túlka efni kjarasamninga á ákveðinn hátt og verkalýðsfélögin á annan hátt." Kjarasamningur á að vera þannig úr garði gerður að ekki sé hægt að túlka hann á tvo vegu. Virðist vera kappsmál margra viðsemjenda að hafa kjarasamning flókinn til að geta túlkað á tvö vegu.
Jafnaðarlaun er eitt afbrigði sem launþegar þurfa að passa sig á. Margir vinnuveitendur vilja gjarnan greiða jafnaðarlaun. Fá öllu jöfnu meira í vasann á kostnað starfsmanns.
Sennilega eru jafnaðarlaun enn við lýði á sumum stöðum en hér má lesa um mál sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum.
Launamenn verða að vera vakandi yfir útborguðum launum. Kunna að lesa úr launaseðlum. Þekkja rétt sinn. Þekkja skyldur sínar.
![]() |
Aldrei stundað launaþjófnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2021 | 17:02
Bók fyrir unglinsstráka skifuð af konum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2021 | 09:37
Jafnréttisstofa tekur ekki afstöðu
til ofbeldis gegn drengjum, umskurðar. Merkilegt og sama með umboðsmann barna. Limlestingar á kynfærum stúlkna eru fordæmdar en ekki strákar. Af hverju ekki. Ber jafnréttisnefndin ekki sama hug til kynjanna. Þessi jafnréttisnefnd er til skammar með þessa afstöðu. Í grein á Vísi stendur ,,Ein af spurningunum til ráðherrans var: Ekki var hægt að skilja svar Jafnréttisstofu á neinn annan hátt en að umskurður á drengjum teldist ekki vera ofbeldi. Hvaða fleiri stofnanir sem heyra undir ráðuneyti þitt, telja að umskurður á drengjum sé ekki ofbeldi?"
Hér má lesa grein um málið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2021 | 19:54
Við hljótum að skilja hjúkrunarfræðingana
Þeir vilja komast í starf þar sem álagið drepur þá ekki. Reyndar getur ríkið lengt í snörunni. Engu að síður þeir geta hætt áður en langt um líður. Hvort faraldurinn verði að mestu yfirstaðinn þá skal ósag látið. Bráðamóttakan þarf að vera starfshæf.
Styð þá alla leið. Nóg af lausum störfum fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga.
Merkilegt til þess að hugsa að vandinn var fyrirséður fyrir áratugum, samt sváfum menn á verðinum. Sama hvaða flokki þeir tilheyra.
![]() |
Fleiri uppsagnir á bráðamóttöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2021 | 17:01
Blóðmerar,
hvílík skömm er satt reynist það sem sést á myndbrotinu hér. Þó það sé ekki nema á neinum eða tveimur stöðum. Dýraníð. Stoppum þetta. Blóðmeraiðnaðurinn er fyrirferðamikill á landinu. Búin eru til hormón til að auka frjósemi svína. Þau þurfa að stækka og fitna til að mannskepnan fái nóg.
Í janúar mun koma út mynd sem varpar ljósi á þennan skuggalega iðnað. Íslenski hesturinn, merar blæða fyrir fjárgræðgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2021 | 18:48
Auðvitað eiga foreldrar að
ákveða það sem er barni þeirra fyrir bestu. Að halda barni heima vegna kóvid-smita í skólanum er ein þeirra. Sýnir ábyrgð. Margir kæra sig ekki um smit inn á heimilið. Kennarar hafa ekki sama val. Þeim ber að mæta.
Vandmeðfarið.
![]() |
Vilja ekki senda börnin sín í Kársnesskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)