Bók fyrir unglinsstráka skifuð af konum!

Hér velta menn vöngum af hverju karlmenn hafi ekki skrifað bók fyrir unglingsstráka. Bókin, sem skrifuð er af konum fyrir stráka, heitir «Gutteboka – din guide til puberteten». Hvernig er að vera strákur, hvað gerist í líkamanum á unglingsárum o.s.frv. Þeir undrast að tveir kvenlæknar skrifi bók um stráka. Þeir segja jafnframt að bókin sé skrifuð út frá kvenlægu sjónarmiði og að þessar konur geti ekki sett í spor unglingsstrák, hvað þá lýst tilfinningum er lúta að kynlífi, uppgötvunum, löngunum og þrá. Spurt er hvernig tekið yrði á móti bók um stúlkur á unglingsárum skrifuð af karlmönnum. Gagnrýnin yrði á þann veg að karlmenn myndu aldrei geta sagt frá hvernig það er fyrir stúlku að fara í gegnum unglingsárin. Réttilega.
 
Kynin geta ekki speglað sig, þau eru svo ólík þegar kemur að unglingsárunum. Bent er á að kona geti aldrei ímyndað sér hvernig er að hafa typpi, áhyggjurnar af útliti þess, stærð, hvað þá að nota tólið í kynlífinu.
 
Réttilega segir: ,,Et av problemene er at menn og gutters seksualitet tilnærmes på en annen måte enn kvinners og jenters seksualitet. Mens unge kvinner oppfordres til å omfavne sin seksuelle frigjøring og ikke la seg binde av gamle forestillinger om seksuell tilbakeholdenhet, møtes gutter og menn med den diametralt motsatte tilnærmingen, gutter og menns seksualitet blir i seg selv sett som en trussel, som må tøyles." Ákvað að þýða þetta ekki. Bendi áhugasömum að opna krækjuna og lesa. Bókin heitir ,, Guttaboka.!
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband