Löggu sigað á barn, í stað flutnings á lögheimili

Barn sem fær ekki lögheimili sitt flutt til föður stakk af. Barninu var neitað um að fara til baka eftir áramótafrí hjá móður, hefur verið hjá föður s.l. fimm mánuði. Lögheimilið er hjá móður. Barnið sá enga aðra leið en að stinga af. Barnið stakk af til að komast á stað sem því líður vel og vill vera á. Móðir neitar lögheimilisflutningi því tekjumissir er yfirvofandi verði það gert.

Barnið var í sambandi við föður sinn daginn sem það stakk af. Faðir lætur móður vita að barnið hafi tekið strætó og sé á leið til sín. Vildi ekki að móðir hefði áhyggjur þegar barnið skilaði sér ekki heim eftir veru hjá vini.

Þegar í Borgarnes kom beið löggan eftir barninu, að beiðni móður. Barnið sá við móður sinni og hafði beðið föður sinn að koma þangað og sækja sig. Löggan gat ekkert aðhafst þvi faðir barnsins var á staðnum. Barnið sá við móður sinni. Barnið berst fyrir lögheimilisflutningi. Barnið vill halda áfram að búa hjá föður eins og það hefur gert s.l. fimm mánuði, í öðru sveitarfélagi. Ganga í skóla þar. Barnið komst í skjól að þessu sinni. Spurning hve lengi.


Bloggfærslur 4. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband