Vantar eitthvað í farastjórnina

Bændaferðir státa af góðum og mjög dýrum ferðum og því heldur maður að þar sé allt pottþétt. Skelfilegt að lesa um slíka upplifun. Ferðaskrifstofur virðast taka það ódýrasta sem býðst á erlendri grund til að tryggja góðan hagnað.

Sjálf fór ég í ferð með Bændaferðum til Ítalíu fyrir þremur árum. Ég gleymdi fatnaði á hótelherberginu og ég fékk hluta af honum til baka, hinu stal einhver. Viðbrögð Bændaferða ollu mér vonbrigðum og ekki var gengið af festu í málið.

Í þessum skrifuðu orðum sit ég og bíð eftir flugi til Gdansk. Nærri sólarhrings seinkun hefur orðið á ferðinni vegna veðurskilyrða á Akureyrarflugvelli. Ferðaskrifstofan er fljót að sverja af sér alla ábyrgð en flugumferð annarra flugfélaga hefur ekki raskast.


mbl.is Rútubílstjóri sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin þarf að taka sig á

Það er ljóst að þjóðin þarf að taka sig á hvað löglega skráningu varðar. Okkur kemur öllum þetta við og eigum hikstalaust að láta vita af þeim sem hefur ekki skráð eignina sína en leigir hana út. Útlendingar kvarta undan of háu leiguverði á airbnb og það er í takt við græðisvæðingu landans.

Húsfélög eiga að taka sig saman og hafna slíkri starfssemi, rétt eins og dómurinn kvað á um. Það er ekki hægt, nema með samþykki allra íbúa, að breyta íbúðarhúsnæði í gististað (atvinnustarfssemi).


mbl.is 1 milljón óskráðar gistinætur í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Airbnb gisting- birtið leyfið

Mikil umræða hefur verið um airbnb gistinu hér á landi. Margir hafa séð sér leik á borði til að ná í tekjur sem þeir borga ekki skatt af. Hinir sömu hafa heldur ekki fengið leyfi til að reka slíka gistingu. Hef skoðað nokkrar íbúðir á Akureyri fyrir vini í útlandinu. Það sem ég undrast er að þeir sem gera þetta löglega skuli ekki setja mynd af leyfi sýslumanns innan um myndirnar af gistingunni. Persónulega vil ég bara leigja löglega íbúð og það er mikil vinna að leita að íbúðum á Akureyri sem hafa leyfi. Mynd af leyfinu myndi auðvelda mörgum sem eru í mínum sporum leitina. Starfsmaður sýslumannsins á Norðurlandi eystra er með sérstakt netfang, Heimagisting@syslumenn.is, þar sem hægt er að senda fyrirspurn um löglegar íbúðir en það væri einfaldara að sjá það þegar húsnæðið er skoðað. Starfsmaður sýslumanns hvetur fólk til að fá að sjá leyfið þegar bókað er.

Nú þegar hef ég sent fyrirspurn á tvo leigusala en ekki fengið svar, þrátt fyrir loforð um svar innan klukkustundar, önnur íbúðin er i Þórunnarstrætinu (hún er ekki á skrá samkvæmt svörum sýslumanns) og hin er í Hamarsstíg.
Þegar ég skoða innri vef airbnb stendur þetta ,,Sumir gestgjafar fara fram á að gestir framvísi skilríkjum áður en gengið er frá bókun. Taktu af skarið og auðkenndu þig núna.“ Geta leigutakar ekki gert sömu kröfu varðandi löglegar íbúðir, velti því fyrir mér. Tryggingin virðist bara vera á annan veginn.

Ég skora á þá sem vita um ólöglegt húsnæði að gera viðvart, samfélagið verður af tekjum vegna ólöglegrar leiguíbúða/húsnæðis. Gestgjafi tryggir ekki eins og honum ber og leigutakar eru í ákveðinni óvissu um réttarstöðu sína ef eitthvað kemur upp á.

Nú getur hver og einn leigt út húsnæði í 90 daga án þess að skattar komi við sögu og því ættu allir að hafa þetta löglegt. Hvað fjölbýlishús varðar féll dómur ekki alls fyrir löngu og airbnb gisting er ekki leyfilega nema allir íbúar hússins gefi leyfi fyrir henni. Sé það leyfi ekki til staðar eiga íbúar hikstalaust að tilkynna það lögreglu, hér er um ólöglegt athæfi að ræða.


Ekki nóg að tala

Tölfræðin er skemmtilegt því verður ekki neitað. Á þessum vinnustað er ekki nóg að tala, það eru verkin sem skipta máli. Hve mikilvægum málefnum þingmenn koma í gegn og styðja. Margir þingmenn lengja ræður sínar með alls kyns aukaorðum og tala þess vegna lengi. Veit ekki hvort það eigi við um þessa þingmenn. Þingmenn eiga að vera stutt- en gagnorðir.


mbl.is Kolbeinn og Bjarkey tala mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleggja sem tekjur

Löngu tímabært að skattayfirvöld skattleggi arð sem tekjur. Algerlega óviðunandi að menn greiði sér arð og borgi lægri skatta en vinnandi fólk gerir. Það er aum að HB Grandi greiði hluthöfum út arð á sama tíma og vinnslu á Akranesi er lokið. Það er eitthvað bogið við þetta kerfi. Á sama tíma og menn greiða sér milljarð í arð geta fiskvinnslufyrirtæki ekki greitt veiðigjöld sem neinu nemur. Það er synd að við skulum aldrei geta kosið stjórn sem tekur á fiskveiðistjórnunarkerfinu.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að opna slíkan stað aftur

Lögbrot og eigandi sýnir einbeittan vilja til þess að selja börnum áfengi. Loka á staðnum til frambúðar og eigendur staðarins hafa fyrirgert rétti sínum til að opna slíkan stað að nýju. Löngu tímabært að taka hart á slíkum málum, þó fyrr hefði verið.


mbl.is Tugir undir lögaldri á skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband