Vantar eitthvað í farastjórnina

Bændaferðir státa af góðum og mjög dýrum ferðum og því heldur maður að þar sé allt pottþétt. Skelfilegt að lesa um slíka upplifun. Ferðaskrifstofur virðast taka það ódýrasta sem býðst á erlendri grund til að tryggja góðan hagnað.

Sjálf fór ég í ferð með Bændaferðum til Ítalíu fyrir þremur árum. Ég gleymdi fatnaði á hótelherberginu og ég fékk hluta af honum til baka, hinu stal einhver. Viðbrögð Bændaferða ollu mér vonbrigðum og ekki var gengið af festu í málið.

Í þessum skrifuðu orðum sit ég og bíð eftir flugi til Gdansk. Nærri sólarhrings seinkun hefur orðið á ferðinni vegna veðurskilyrða á Akureyrarflugvelli. Ferðaskrifstofan er fljót að sverja af sér alla ábyrgð en flugumferð annarra flugfélaga hefur ekki raskast.


mbl.is Rútubílstjóri sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband