Hlíð á Akureyri

Ósköp er að heyra þetta. Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri er í sömu stöðu og Seljahlíð, nema hvað á Hlíð er tekið fagnandi á móti þessu fólki. Engin vandamál hafa komið upp þegar ófaglærðir verða sjúkraliðar, því oftar en ekki eru þetta konur sem taka nám með vinnu.  Þar á bæ er talið æskilegt að hafa sjúkraliða í vinnu, fáist þeir til starfa.

Stefna Seljahlíðar er alveg á skjön við það sem stjórnvöld vinna að, þar sem hvetja á fólk til náms sem hefur litla grunnmenntun.

Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir frumkvöðull sjúkraliðamenntunar sagði fyrir rúmum fjórum áratugum ,,betra sé að hafa lærðan en ólærðan" við hjúkrun. Þessi lífssýn á við enn þann dag í dag. Hvet stjórnendur Seljahlíðar að kippa málinu í liðinn.


mbl.is Fá ekki að vinna sem sjúkraliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband