Vantar fólk...

Slæmt að heyra að börn skuli ekki fá þá þjónustu sem þeim ber. Vinnubrögð af þeim toga sem móðirin lýsir eru óásættanleg. Forgangur og ekki forgangur, um það  er ekki spurt þegar mannafli er ekki til staðar til að vinna þessi störf. Þeir sem vinna í félags- og heilbrigðisgeiranum vita að hér er um krefjandi starf að ræða og á stundum erfitt, auk þess sem launakjör umönnunaraðila eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Málefnið sem ber á góma á hverju hausti.

Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög eru ekki skuldbundin til að greiða samkvæmt kjarasamningi nema lágmarkslaun, þeim er í sjálfvald sett að raða starfsmönnum sínum ofar í launatöflu en kjarasamningur segir til um. Það má spyrja hvort það úrræði hafi verið notað til að manna frístundaheimilin til að koma á móts við umrædd börn og veita þeim þjónustuna.  


mbl.is Einhverft barn kemst ekki að á frístundaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir að taka þetta upp á þinni síðu Helga.

Svarið er einfalt, það er NEI og eiginlega sama hvað þú spyrð um þá er svarið NEI því það hefur verið nákvæmlega ekkert gert í þessu mikilvæga máli sem er nú að setja þúsundir heimila á hvolf.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband