Fornöfn trans-hugmyndafræðinnar þurfum við ekki nota

Þeir sem fara fyrir trans-hugmyndafræðinni hér á landi, og víða um heim, hafa kynnt sérstök fornöfn fyrir þjóðum heims sem á að gefa kynáttun, barns sem dæmi, til kynna. Kynningar fara fram í leik- og grunnskólum landsins. Margir kennarar hafa tekið trúboðastarf trans-hreyfingarinnar að sér og setja má spurningarmerki við það. Sama með háskólasamfélagið.

Mér er óskiljanlegt, í heimi þar sem stór hluti barna gímir við kvíða, að það sé svona sniðugt að hafa fornafn sem vísar til kynáttun eða kynáttunarvanda barns. Margir telja að slíkt valdi barni frekar óþægindum en þægindum. Í Bretlandi reyna menn að snúa við félagslegri merkingu barna með þessum hætti.

Engum ber skylda að að nota fornöfn trans-hugmyndafræðinnar. Þeir sem boða erindið og vilja nota fornöfnin geta gert það sín á milli. Að sjálfsögðu ef einhver vill láta ávarpa sig með sérstöku fornafni ákveður hver og einn hvort hann verði við því. Samt er það ekki öllum að skapi. Þann rétt ber að virða.

Í grunnskóla í Kópavogi voru, og eru kannski enn, fornöfn trans-hugmyndafræðinnar skrifuð upp á töflu. Haft eftir foreldri í skólanum. Já lesandi þú last rétt 2. bekk. Börn á þessum aldrei eiga stundum í vandræðum með að nota hann, hún, það.

Skólastjóri sagði í svari sínu til foreldris að það væri samþykkt í samfélaginu að nota þessi fornöfn. Spyr hvort það sé fáfræði sem veldur svona svörum eða rökþrot við spurningu. Auðvitað er það ekki viðtekin venja í íslensku samfélagi að nota umrædd fornöfn. Séu fornöfnin komin í kennsluefni hafa margir sofið á verðinum.

Sú sorglega staðreynd að orðin stelpa og strákur séu farin út úr hluta námsefnisins í kynfræðslu getur ekki endað vel. Foreldar hafa áhrif í skólakerfinu og þeir sem sætta sig ekki við þróunina þurfa að rísa upp.

Engum ber skylda til að taka fornöfn transhugmyndarfræðinnar sér í munn. Hins vegar á að bera virðingu fyrir vali fólks og viðurkenna hvernig fólk skilgreinir sig. Það setur samt engar skyldur á herðar þeirra sem vilja ekki nota orðin. Sá sem skilgreinir sig sem eitthvað annað en hann eða hún á heldur ekki að gera kröfu um að aðrir viðurkenni skilgreininguna. Bera á virðingu fyrir ákvörðun og skoðunum fólks, á báða bóga.

Margir vilja ekki nota fornöfnin því þau ganga þvert á lífsgildi viðkomandi og líffræðina. Fólk hefur val og það á ekki að stýra hvorki hugsun eða tali fólks.

Minnum bara hvort annað á, við eigum öll sama tilverurétt og minnihlutahópur hefur ekki vald eða réttindi til breyta tali eða hugsun fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband