Fjölmiðlar í Danaveldi standa sig betur en fjölmiðlar hér á landi

þegar kemur að umfjöllun um börn og kynáttunarvanda. Samt er ekki langt síðan að augu þeirra opnuðust í útlandinu. Einn af öðrum sér það stjórnleysi sem ríkt hefur í málaflokknum. Bindum vonir við að fjölmiðlamenn hér á landi vakni einn góðan veðurdag og sjái ástæðu til að ræða fleiri hliðar transhugmyndarfæðarinnar en gert er í dag.

Lotte Ingerslev er sálgreinir sem hefur fjallað töluvert um málaflokkinn í Danmörku. Hún heldur úti góðri bloggsíðu transkoen.dk, deilir og þýðir frá öðrum löndum, kaupir rannsóknir og les þær. Miðlar svo á síðuna sína okkur hinum til happs. 

Lotte skrifar að í Danmörku og nágrannalöndunum hafi menn stigið á bremsuna þegar talað er um að ávísa hormónum til barna sem finnst þau fönguð í röngu kyni. Svona var það ekki fyrir fimm árum. Þá stigu menn bensínið í botn til að fá ,,einhverja“ í vinnu til að fá nýjar leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu, fyrir börn og fullorðinna vegna kynáttunarvanda, það vil segja óþægindi við líffræðilega kyn.

Nú hefur komið í ljós, segir Lotte, að stofnun sem á að vernda börn, Børns vilkår, hefur verið þátttakandi í transvæðingu barna. Þeir hafa blessað upplýsingaefni sem segir að hormónablokkandi lyf séu skaðlaus.

Því hefur verið haldið fram að lyfin setji kynþroskann á ís og að hann haldi áfram ef barn hættir að nota lyfið haldið kynþroskinn áfram (Þorbjörg frá Samtökunum 78 hélt þessu fram í grein sem hún skrifaði). En það er langt í frá segir Lotte að menn séu sammála að meðferðin sé afturkræf og það gefur heilbrigðisyfirvöldum um allan heim ástæðu til að halda aftur af sér með að ávísa lyfinu til barna.

Fjölmiðlamenn á Íslandi, sýnið ábyrgð í umfjöllun ykkar um málaflokkinn. Fylgist með hvað gerist í löndunum í kringum okkur. Það sem er í gangi þar, er ekki samstíga þróuninni hér á landi. Sækið ykkur efni erlendis frá, af nógu er að taka.

Heilbrigðisþjónusta er að útvega börnum í kynáttunarvanda sálfræðihjálp til að feta stíginn. Þar held ég að Ísland standi sig illa.

Hér má sjá innlegg Lotte.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband