Leikskólamál í landinu

á að taka til skoðunar segir barnamálaráðherra. Hef ég litla trú á honum. Blaðrar meira en gerir minna. Hvað um það!

Leikskólakerfið þarf að endurstokka. Stytta þarf viðverutíma barna eins og fullorðinna í vinnunni. Sveigjanlegri opnunartíma þarf í leikskólana. Fólk í vaktavinnu þarf að geta keypt vistun eftir vinnutíma. Vinni það 2 daga eina vikuna en 5 hina á morgunvöktum ætti það að geta keypt þá daga. Þegar kvöldvakt hefst mætti kaupa vistun frá kl. 14:00 til 18:00 sem dæmi þegar hitt foreldrið er búið að vinna. Þannig getur fjölskyldufólk sparað vistunarkostnað og ekki síður aðlagað fjölskyldulífið betur að vinnu.

Ef við tökum sem dæmi sjúkraliða og lögreglumann sem bæði eru í vaktavinnu. Það er ósveigjanleiki í vistunarkerfinu að kaupa þarf vistun frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga. Vilji þau hafa barn sitt heima t.d. í vaktafríi þá græðir sveitarfélagið.

Sammála Ásmundi, kerfið þarf að stokka upp þannig að það henti öllum foreldrum sem kaupa vistun fyrir barn sitt. Meginmarkmiðið, flest börn sem mest hjá foreldrum ætti að vera meginmarkmiðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband