Ánægjulegt að kennarinn hafði sigur og

nú vona ég Páll Vilhjálmsson hafi sigur í sínu máli. Sigur fyrir tjáningarfrelsið.

Tjáningarfrelsi er mikilvægt. Varið í stjórnarskrá. Það þurfa ekki allir að vera sömu skoðunar. Það mega allir tjá skoðun sína. Geti einstaklingur staðið við skoðun sína og hefur rök sem styður málflutninginn eða gögn má hann deila skoðun sinni. 

Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins. Okkur ber að vernda það. 

Margir kennarar á snjáldursíðunni ,,Kennaraspjallið" hafa gleymt þessu grundvallaratriði þegar kemur að skoðunum annarra kennara. Sorglegt, því þetta er sá hópur sem á að virða og virkja tjáningarfrelsið meðal nemenda sinna.


mbl.is „Hundalíf að vera án mannréttinda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tjáningarfrelsi er mikilvægt, varið í stjórnarskrá en ekki ótakmarkað. Það þurfa ekki allir að vera sömu skoðunar og hver sem er má hafa hvaða skoðun sem er um hvað sem er. Það mega samt ekki allir tjá skoðun sína. Sama þó einstaklingur telji sig geta staðið við skoðun sína og hafa rök eða gögn sem styðji málflutninginn. Tjáning er bundin mörgum reglum og lögum þó skoðanir séu frjálsar. Tjáning og skoðun eru langt frá því að vera sami hluturinn.

Sé Páll Vilhjálmsson ekki brotaþoli, vitni eða með áþreifanleg sönnunargögn í höndunum fyrir sekt, sögur frá öðrum nægja ekki, þá er mjög líklegt að hann tapi. Skoðanir hans og sannfæring fyrir sannleiksgildi einhvers slúðurs sem hann heyrði frá einhverjum eru ekki nein vörn sem dómstólar taka gild.

Vagn (IP-tala skráð) 19.3.2023 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband