Formaður Samtaka 78 fer með rangt mál

og í hvaða tilgangi, maður spyr sig. Formaður samtakanna hélt því fram að samkynhneigðir þyrftu að sanna mál sitt með kynlífsmyndböndum þegar þeir sækja um hæli. Kjarninn hefur nú bent á að það er ekki rétt.

Í fréttinni segir að það sé örþrifaráð hælisleitanda, ekki krafa Útlendingastofnunarinnar.

Til hvers fer formaðurinn vísvitandi með rangt mál? Er það ásetningur að kasta olíu á eldinn.

Margir hafa tjáð sig vegna fullyrðingar hans. Rakkað stofnunina niður vegna orða hans.  

Mikilvægt að formaður samtaka sem þessara fari með rétt mál þegar hann tjáir sig í fjölmiðlum.

Úr frétt Kjarnans.

,,Kærunefnd útlendingamála hefur óskað sérstaklega eftir því að gögn í formi mynda og/eða myndskeiða af kynlífsathöfnum verði ekki lögð fram sem gögn í málum hinsegin hælisleitenda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum nefndarinnar við Rauða krossinn, sem Kjarninn hefur undir höndum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti ekki að kæra viðkomandi og samtökin fyrir að fara visvítandi með rógburð?

Halldór (IP-tala skráð) 27.7.2022 kl. 10:06

2 identicon

Þegar útlendingastofnun gengur út frá því að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð og ekki dugar gifting við aðila af sanma kyni, framburður vitna og að segjast samkynhneigður þá eru fá úrræði eftir til sönnunar á kynhneigð. Kærunefndin er eginlega að segja; ,,Kærunefnd útlendingamála hefur óskað sérstaklega eftir því að einu gögnin sem næst komast því að sanna kynhneigð og breytt gætu afstöðu Kærunefndar útlendingamála verði ekki lögð fram sem gögn í málum "hinsegin" hælisleitenda. Hingað koma aðeins gagnkynhneigðir hælisleitendur og Kærunefnd útlendingamála frábiður sér allat tilraunir til að sanna hið gagnstæða."

Vagn (IP-tala skráð) 27.7.2022 kl. 12:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem mismunun á grundvelli kynhneigðar er bönnuð, eiga upplýsingar um slíkt einfaldlega ekkert erindi við stjórnvöld.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2022 kl. 15:50

4 identicon

Það er ekki mismunun á grundvelli kynhneigðar að veita þeim hæli sem eru í hættu vegna kynhneigðar ef þeir eru sendir til baka. Hvort það er kynhneigð, pólitískar skoðanir, uppruni eða skóstærð skiptir ekki máli, verndinni eiga þeir rétt á eigi eitthvað það við sem setur þá í hættu. Hættan veitir þeim réttinn og verndin er veitt á grundvelli hættunnar ekki kynhneigðar. Dani fengi hlátur og spark til Köben þó hann segðist vilja hæli hér sem mesti hommi í Danmörku, en hæli fengi hann sennilega ef eitthvað annað við Danskt þjóðfélag setti hann í lífshættu.

Vagn (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 00:49

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eiga upplýsingar um kynhneigð þá erindi við stjórnvöld?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2022 kl. 01:23

6 identicon

Það þarf að gefa upp ástæðu þessc að viðkomandi sé í hættu. Og hvort sem það er kynhneigð, pólitískar skoðanir, uppruni eða skóstærð þá á það erindi við þá sem meta hættuna og taka ákvörðun um vernd. Rétt eins og blinda á erindi við þá sem meta hvort einhver sé hæfur til að stjórna ökutæki og geðheilsa á erindi við þá sem meta hvort einhver sé hæfur til að starfa í sérsveitinni.

Vagn (IP-tala skráð) 28.7.2022 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband