Klux, klux, klan nútímans!

Hlustaði á gott viðtal við rithöfund, Rúnar Helga, sem gagnrýnt hefur hegðun fólks á netinu í tengslum við aftökur, bæði innan og utanlands. Viðtalið kemur í kjölfar greinar sem hann skrifaði. Hegðun og aðferðir margra netverja minnir á margt um aðferðir klux, klux, klan (mín orð) sem menn fordæmdu og fordæma enn. Sú aftaka sem netverjar fremja gegn ákveðnum einstaklingum er í takt við einelti sem við fordæmum. Slíkt aftaka er á þeim forsendum að þeir telja, halda og fá veður af án sannanna. Nethópar sem hafa markmiðið að níða skóinn af öðrum eru varhugaverðir. Þeim mislíkar dómskerfið en taka það út á einstaklingi oft með skelfilegum afleiðingum.
Því miður rísa of fáir upp gegn þeirri herferð sem samfélagshópar hafa hrundið af stað og beinist t.a.m. gegn ákveðnum einstaklingum, án dóms og laga. Sama í útlandinu. Lífsviðurværi þeirra er tekið af þeim, mannorð og þeir lagðir í einelti. Rúnar Helgi tekur gott dæmi um að safnist fólk að þeim sem hefur sagt eitthvað, hóti honum eða sýni ögrandi hegðun sé það ofbeldi. Er því öðru vísi farið í netheimum, það má spyrja sig. Þegar menn safnast að heimili stjórnmálamanna með dólg þykir öllum nóg um. Þegar netverjar níða skólinn af einstaklingi í netheimum virðist það ekki eins slæmt. Í reynd sami gjörningur.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband