Góður þáttur...

Í þessum þætti ræðir fjölmiðlamaður við líffræðinginn Kåre Fog. Hann er einn af fáum Dönum sem sýna fram á með rannsóknum um mun kynjanna. Hann ræðir vítt og breitt um málaflokkinn. Skemmtilegt hvað hann kemur Thomasi, fjölmiðlamanninum, á óvart. 

Háskólinn í Álaborg hefur búið til orðalist um orð sem má ekki nota í auglýsingum því þá eru meiri líkur á að karlmenn sæki um.

Svíþjóð er það norræna land sem hefur flestar nauðganir, eru meðal 10 efstu þjóða á listanum. Einstaklingur rannsakaði gerendur og kom í ljós samkvæmt dómsorðum að 90% hafa annan bakgrunn en sænskan. 

Thomas átti ekki til orð þegar líffræðingurinn talaði um að Norðurlöndin tala um nauðgunarmenningu í löndunum. Skal nokkur undra. Kjáninn Þorsteinn Einarsson hefur elt þá vitleysu.

Kåre bendir á alla þá vitleysu sem ríkir í samfélögunum um transfólk og hvernig þeir sem eru ekki sammála eru rakkaðir niður og hafa hvorki skoðana- eða málfrelsi. Magir jafnvel reknir úr starfi vegna málaflokksins. 

Líffræðingurinn tekur á mörgum málefnum þar sem öfgar ráða ríkjum í norrænum ríkjum.

Vildi óska að einhver legði vinnu í að þýða viðtalið, setja íslenskan texta, held að þjóðin hefði gott af að hlusta á líffræðinginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband