Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig

Í mörg herr­ans ár hefur fag­fólk bent á vanda drengja í skóla­kerf­inu. Árið 1997 lögðu nokkrir þing­menn, m.a. Svan­fríður Jón­as­dóttir og Siv Frið­leifs­dótt­ir, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu „Staða drengja í grunn­skól­um“ sem kvað á um að stofna nefnd sem skoði stöðu drengja í grunn­skól­an­um. Þar seg­ir: „Al­þingi ályktar að fela mennta­mála­ráð­herra að skipa nefnd sem leiti orsaka þess að drengir eiga við meiri félags­leg vanda­mál að etja í grunn­skólum en stúlkur og náms­ár­angur þeirra er lak­ari. Jafn­framt því að greina orsakir aðlög­un­ar­vanda drengja verði nefnd­inni falið að benda á leiðir til úrbóta.“ Í stuttu máli, hef ekki hug­mynd hvort af þessu varð en margt bendir til að svo hafi ekki ver­ið. Mér fróð­ari menn verða að svara því.

Enn bent á vand­ann 

Und­an­farin ára­tug eða svo hefur fag­fólk bent á lélega lestr­ar­getu drengja og lesskiln­ing þeirra. Sama um stöðu þeirra í skóla­kerf­inu. End­ur­tekið efn­ið. Meðal ann­ars byggt á rann­sóknum erlendis frá. Margir ráð­herrar mennta­mála hafa farið og kom­ið. Enn er staða drengja slæm og sam­kvæmt tölum sem til eru lag­ast ekk­ert. Fer versn­andi ef eitt­hvað er. Grein­ingum fjölgar og lyfja­notkun hegð­un­ar­lyfja eykst eins og bent hefur verið á í gegnum talna­brunn emb­ætti land­lækn­is.

Mennta­stefnu til árs­ins 2030 leggur Mennta­mála­ráð­herra stoltur fram við hvert tæki­færi og vitnar til sem fram­þróun í skóla­kerf­inu. Gott og vel. Hvergi er minnst orði á vanda drengja. Hvað þá að taka eigi á vand­an­um. Drengir telja samt um helm­ing nem­enda í grunn­skóla­kerf­inu. Vandi drengja virð­ist ekki koma þjóð­inni við. Kannski þurfum við að bíða önnur 30 ár eftir að ráð­herra mennta­mála leggi við hlust­ir. Ekki er svo með öllu illt...því ráð­herra mennta­mála lagði við hlustir þegar kyn­lífs­fræðsla í grunn­skól­anum var gagn­rýnd.

Fámennur hópur

Áhuga­menn um kyn­fræðslu í grunn­skólum létu í sér heyra. Vantar femínískt sjón­ar­horn inn í fræðsl­una eftir því sem næst verður kom­ist. Áhuga­fólkið hitti ráð­herra í hjarta­stað. Kyn­fræðsla í grunn­skól­anum er sögð arfa­slök. Veit ekki hvort það hafi verið sér­stak­lega rann­sak­að. Hafi það verið gert veit ég ekki hvar sú eða þær rann­sóknir voru birt­ar. Kyn­fræðsla og upp­bygg­ing hennar bygg­ist meðal ann­ars á lestri. Hvað ger­ist þegar helm­ingur þeirra sem njóta kyn­fræðsl­unnar getur ekki lesið sér til gagns? Er ekki ljóst að eitt­hvað fer ofan garð og neð­an.

Höfundur hefur engar for­sendur til að meta hvort kyn­fræðsla í grunn­skól­anum sé slæm eða góð. Kenn­arar hafa tals­vert val þegar kemur að náms­efni og kennslu­að­ferð­um, því er mér ómögu­legt að segja til um gæði efnis og kennslu. Vona að rann­sókn­ir, ekki orðrómur eða tíst, dugi til að leggja dóm á það. Mennta­mála­ráð­herra hlýtur að hafa lesið rann­sóknir þegar hún tók ákvörðun að skipa níu konur og tvo unga menn til að móta kyn­fræðslu­kennslu í grunn­skól­an­um. Fræðslu til nem­enda­hóps sem er um helm­ingur drengja og helm­ingur stúlk­ur. Væri ekki lag að fá kyn­fræðsl­una út úr grunn­skól­anum þannig að frjáls félaga­sam­tök og for­eldrar geti séð um hana þannig að vel sé. Það að nú eigi að end­ur­skoða kyn­fræðsl­una frelsar okkur hins vegar ekki undan lestr­ar­vanda drengja og kröf­unni að bæta úr þeim vanda.

 

Hvað þarf til

Mun seint telj­ast sér­fræð­ingur í lestr­ar­kennslu barna en mér fróð­ara fólk bendir á vand­ann. Alþjóð­leg próf benda á vand­ann. Ásókn drengja í fram­halds­nám bendir á vand­ann. Líðan drengja í grunn­skól­anum bendir á vand­ann. Allt bendir í sömu átt, drengir eiga við vanda að etja. Íslenska þjóðin þarf að lyfta Grettistaki til að efla læsi og lesskiln­ing drengja. Lestr­ar­þjálfun er á ábyrgð for­eldrar rétt eins og skól­ans sem kennir lestækn­ina. Fræði­menn hafa bent á gagn­reyndar aðferðir og á það ber að hlusta.

Þegar í grunn­skól­ann kemur ættu for­eldrar að skrifa undir samn­ing við skól­ann að þeir sjái um þjálfun lest­urs­ins heima fyr­ir. Skól­inn og for­eldrar eiga að setja sam­eig­in­lega mark­mið með lestr­ar­kennslu nem­enda, drengja og stúlkna. Þegar skól­inn og for­eldrar vinna að sömu mark­miðum getur varla neitt annað en gott komið út úr því fyrir nem­anda. Standi for­eldrar ekki við samn­ing ætti skól­inn að kalla þá inn til við­ræðna um mark­miðin sem voru sett fyrir barn­ið. Allt í þágu barns­ins, lestr­ar­getu þess og fram­vindu í námi. For­eldrar þurfa að axla ábyrgð á barni sínu þegar að lestri og námi kem­ur. 

Ekk­ert bak­land

Finna má börn sem hafa ekki það bak­land sem þarf til að sinna lestr­ar­þjálf­un. Þá þarf skól­inn að taka til sinna ráða og þjálfa þá. Skóla­kerfið má ekki skilja nem­endur eftir þjálf­un­ar­lausa. Slíkt hefur afleið­ing­ar.

Fyrir nokkrum árum voru til staðar lestr­ar­ömmur og -af­ar. Þá var fólki á líf­eyr­is­aldri gert kleift að koma inn í skól­ann og þjálfa börn í lestri. Það væri vel ef slíkt kerfi væri tekið upp að nýja og að eldra fólkið hefði áhuga á að vera þjálf­ari í lestri. 

 

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. Greinin birtist í kjarnanum 25. janúar 2021.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband