Liðhlaupinn Rósa Björk

Eftir umræðu Silfurs í dag sat ég hugsi. Þingmenn mótmæltu, á sínum tíma, að tálmun á umgengni yrði refsiverð en nú leggur Rósa Björk fram frumvarp sem gerir höfnun helfarinnar refsiverða. Viðreisn eltir vitleysuna. Rósa Björk var ein þingmanna sem höfnuðu tálmunarfrumvarpi Brynjars Níelssonar. Hún, ásamt fleirum, kom í veg fyrir að réttarbót sem skiptir alltof mörg börn máli næði fram að ganga.
Verð að játa, mér finnst verulegur munur. Tálmun varðar börn, lífsgæði og fjölskyldur sem fá ekki að hitta barn. Neitun helfararinnar er vottur um fáfræði og jafnvel heimsku, sem nokkrum þingmönnum finnst ásættanlegt að refsa fyrir.
Verð hugsi yfir störfum þingmanna sem vinna svona.
 
Lesa má hér um áföll í æsku. Að vera haldið frá öðru foreldri sínu er áfall, andlegt áfall.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband