Siðferði grunnskólakennara

Fyrir jól féll dómur í Landsrétti yfir formanni Kennarafélags Reykjavíkur (KFR). Skattsvik. Alvarlegt brot. Viðkomandi hefur teygt og togað málið fyrir alls konar áfrýjunaraðilum í nokkur ár. Horft til þess þegar dómur er kveðinn upp. Landsréttur þyngdi samt dóminn. Segir það sem segja þarf um alvarleikann.

Nú ber svo við að hluti kennarar kalla eftir afsögn formannsins. Siðferði. Gunnskólakennari á að sýna fyrirmynd. Vammleysisreglan á að gilda. Á snjáldursíðu grunnskólakennara hafa nokkrir skipst á skoðunum. Stjórn Félags grunnskólakennara þegir þunnu hljóði. Gerði það líka þegar Héraðsdómur kvað upp úrskurð. Sekur. Nú skal sömu aðferð beitt. Ekkert aðhald og stjórn kemst upp með slík vinnubrögð. Markmið með afsögn er að gefa fordæmi, að dæmdur einstaklingur vinni ekki trúnaðarstörf fyrir félagið.

Formaður KFR hefur sankað að sér nefndarstörfum. Valddreifing er lítil innan KFR og Félags grunnskólakennara (FG). Tveir aðilar virðast hæfastir til að sinna flestum nefndastörfum, öðrum en fastanefndum. Formenn þessara félaga. Nú ber svo við að annar er með dóm á bakinu. Hann er á skilorði í tvö ár, hvorki meira né minna. Hefur misst trúverðugleikann. Hann telur dómara hafa gert mistök. Á það hlusta hluti stjórnarmanna eftir því sem best verður séð. Vitað er að ekki er deilt við dómarann, hann hefur lokaorðið.

Því er borið við að hann hafi ekki brotið lög frá því að hann sveik skattinn fyrir tugmiljónir. Satt. Engu að síður, sekur nú. Afleiðingar eiga að vera af slíku broti, innan kennarasamtakanna. Ekki bara skilorðið. Stjórn FG á að óska eftir afsögn hans. Formaður KFR virðist ekki hafa það siðgæði að gera það sjálfur, væri væntanlega búinn að því annars. Maður kemur í manns stað. Enginn er ómissandi og heldur ekki formaður KFR. Þegar afplánun er lokið er ekkert að því að maðurinn snúi til trúnaðarstarfa að nýju. Hvort traustið sé þá til staðar skal ósagt látið.

Hvergi er að finna í lögum kennarasamtakanna um að sá sem dæmdur er sinni ekki störfum fyrir félagið. Menn hafa talið óhugsandi að nokkrum dytti í hug að sitja á embætti sínu, dæmdur. KÍ sem og FG þurfa að endurskoða lögin sem unnið er eftir. Dæmið sýnir það. Koma þarf í veg fyrir að svona nokkuð gerist aftur. Sumir taka pokann sinn og þekkja siðfræðina, aðrir ekki.

Brotið snertir ekki starfið eru rök til að taka ekki á málinu. Passar ekki, traust, siðferði og trúverðugleiki er farið í vaskinn. Í því felst gagnrýnin.

Lesa má dóminn hér.

Vinavæðing er slæm, líka innan FG, sýnir sig nú. Stjórn Kennarasambands Íslands gætu sem regnhlífasamtök látið til sín taka. Gera það ekki. Eru ofurseldir peningaflæði FG. Móðgi KÍ grunnskólakennara getur farið svo að stjórn FG hóti úrsögn úr KÍ. Eða sem verra er láti verða af því með þeim hríðum sem slíkri fæðingu fylgir. Þá er vandi á höndum. Þess vegna er bátnum ekki ruggað. Rotið svo ekki sé dýpra í árina tekið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband