Fasteignasalar ábyrgðarlausir

Hef alltaf undrast að fasteignasalar séu ábyrgðarlausir þegar gallar koma fram í húsnæði. Þeir sem milliliðir, sem erfitt er að komast hjá að nota, firra sig allri ábyrgð. Bera því við að þeir selja eignina í því ástandi sem hún er án þess að skoða hana gaumgæfilega. Þóknun sem þeir hirða af seljendum og jafnvel kaupendum líka er himinhá. Stétt sem þarf ekki að taka ábyrgð.

Löngu tímabært að setja á herðar fasteignasala þá ábyrgð að söluskoðun fari fram áður en eign er seld. Margir sitja uppi með sárt ennið og fjárhagslegt tap vegna galla í húsnæði.


mbl.is Þarf að greiða 15 milljónir í bætur vegna myglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála...

Fasteignasalar komast upp með alltof mikið að fyrra sig ábyrgð hvort sem er við sölu eða kaupum hjá fólki
Þeir vilji bara fá sínar prósentur af sölu sem getur alveg numið milljónum eftir verði fasteigna en svo bera þeir enga ábyrgð oft á tíðum.

Það þarf klárlega að fara fram skoðun á fasteigninni af óháðum aðila áður en kaup fara fram og ætti kostnaður að skiptast jafnt á alla aðila, enda í til hagsbóta fyrir alla.

Arnar Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.12.2020 kl. 22:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefur alltaf verið meginreglan að ábyrgð á göllum hvílir á seljanda.

Með auknu vægi fasteignasala og löggjöf um starfsemi þeirra í seinni tíð, hafa skiljanlega vaknað spurningar um ábyrgð þeirra.

Núverandi réttarstaða er þannig að ábyrgð á göllum hvílir enn á seljanda, en fasteignasali getur verið ábyrgur ef einhver vinnubrögð hans við framkvæmd sölunnar eru ámælisverð.

Hvort gera eigi fasteignasala að einhverju leyti ábyrga fyrir göllum er mjög erfitt að réttlæta þegar verið er að selja notaðar eignir.

Annað gæti átt við um nýjar eignir en þá reynir kannski frekar á ábyrgð byggingaraðila þar sem gallaábyrgð hvílir á honum sem seljanda.

Þessi mál eru langt því að vera klippt og skorin því mörg sjónarmið vegast á, en ég styð allt sem myndi efla neytendavernd.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.12.2020 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband