Nýtt stéttarfélag flugstétta

Áhugavert og sýnir að Bogi skaut ekki út í loftið. Menn hoppuðu á vagninn að nú myndi Icelandair stunda mansal.

,,Í samtali við Mannlíf í dag segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugstéttarfélagsins, að kjarasamningar félagsins við Play séu „góðir og gildir“ og þau séu „mjög sátt með“ með innihald þeirra. Stéttarfélagið varði áður hagsmuni flugmanna WOW air en er nú orðið löggilt stéttarfélag flugmanna og flugliða. Því sé ljóst að „til staðar er hér á landi annað stéttarfélag flugfreyja en Flugfreyjufélag Íslands kjósi Icelandair að leita annað“ eins og það er orðað í umfjöllun Mannlífs."

Í ljósi þessa upplýsinga er ljóst að þeir sem vilja starfa við flug geta leitað í annað stéttarfélag en Flugfreyjufélagið. Það er áhugaverður kostur. Eins og alþjóð veit voru fleiri hundruð manna tilbúnir að starfa í fluggeiranum. Ekki skortur á fólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband