23.6.2019 | 10:58
Bráđger börn gleymast
ţađ er synd ađ ţessi hópur nemenda gleymist í skólakerfinu. Eins og Meyvant bendir á ađ í skóla án ađgreiningar eiga ţessi börn ađ fá jafn góđa ţjónustu og ţeir nemendur sem eiga erfitt međ nám. Velti fyrir mér hvort hugtakiđ sé ekki á hreinu ţegar nemendum er sinnt. Of mikill tími fer í ţau börn sem haga sér illa, ţađ kom fram í könnun međal unglingakennara, nenna ekki ađ lćra og sýna skólanum ekki áhuga. Bráđgerđu börnin lenda ţví undir ţegar tíma kennarar er úthlutađ. Unglingakennarar bentu á ađ mikill tími fćri í ađ bíđa eftir ađ kennsluhćft yrđi, ţađ gera bráđger börn líka.
Hef oft velt fyrir mér af hverju foreldrar barna sem mćta í skólann til ađ lćra láta slíkt yfir börn sín ganga. Umrćdd börn eiga jafnan rétt á námi og ţeir sem slakari eru. Ţessi gengdarlausa ađgerđ ađ međalmennskunni er međ ólíkindum. Margir grunnskólar veita ekki viđurkenningar fyrir góđan árangur, útaf međalmennskunni. Ekkert á ađ vera eđlilegra en í lok grunnskólagöngu ađ nemandi fái viđurkenningu fyrir góđan námsárgangur.
Ţađ er löngu tímabćrt, í anda skóla án ađgreiningar, ađ nemendum verđi skipt upp í hópa, í ţeim námsgreinum sem viđ á, og ţeim bođiđ nám viđ hćfi, ţekkingu, fćrni og áhuga.
Í dönsku fréttunum sögđu ţeir frá falli nemenda úr grunnskóla, hér er ţađ svo ađ allir útskrifast burtséđ frá getu, hćfni og fćrni. Framhaldsskólanum ber skylda ađ taka viđ nemendum, burtséđ frá getu, hćfni og fćrni. Góđ ţróun! Má spyrja sig.
Of fáir standa sig afburđavel | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |