Ógnanir eða svívirðingar gagnvart starfsfólki skóla

Í þessari ágætu könnun á starfi kennara (eigið mat) er fátt sem kemur á óvart, allavega þeirra sem vinna í grunnskólanum. Hér er einungis um unglingastig að ræða.

Ánægjulegt að íslenskir kennarar geti vakið áhuga áhugalitra nemenda og noti fjölbreyttar kennsluaðferðir.

Eftirtektarvert þegar grunnskólakennarar segja:

  • Agi og bekkjar­stjórn­un eru stærra viðfangs­efni í ís­lensku skóla­kerfi en ger­ist á hinum Norður­lönd­un­um. Ógn­an­ir eða sví­v­irðing­ar gagn­vart starfs­fólki skóla eru þó sjald­gæfari hér á landi en á hinum Norður­lönd­un­um.

Þetta hef ég bent á í skrifum mínum um ofbeldi og hótanir í garð grunnskólakennara, frá 1.-10. bekk. Grunnskólakennarar mega búa við ógnanir og svívirðingar í starfi sínu. Mest um vert er að finna bjargráð til að minnka slíka framkomu unglinga og skólabarna almennt.

 


mbl.is Meira agaleysi í kennslustofum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Af einhverjum ástæðum er ekki hægt að skrifa athugasemd við færslu þína um bráðger börn svo ég tek mér það bessaleyfi að skrifa hana hér.

Ég sé að þú hefur áhuga á að gera betur við þau börn og langar að benda þér á frábært program í því sambandi.

.

Rússar hafa verið að endurnýja hjá sér menntakerfið síðan það var lagt í rúst á síðasta áratug 20 aldar,og með frábærum árangri.

Eitt af því sem þeir gera er að þeir hafa útbúið sumarbúðir fyrir bráðger börn í Ólympíuþorpinu í Sochi

Þar koma saman framúrskarandi börn á sviði allskonar vísinda,íþrótta og lista.

Þar vinna þau að allsknar verkefnum undir leiðsögn færustu vísindamanna ,tónlistarmanna og íþróttamanna í landinu og forsetinn kemur og talar við þau og svarar spurningum þeirra.

Þau hafa meðall annars smíðað tvo gerfihnetti sem voru settir á braut um jörðu af rússneskum geimförum og óteljandi önnur stórvirki.

Þau taka þátt í samkeppnum af ýmsu tagi með uppgötvanir sínar.

Þessir krakkar sem hafa farið í gegnum þetta program eru núna að sópa til sín verðlaunum á alþjóðavettvangi.

Það er enginn vafi að það lyftir griðarlega undir þessa krakka að fá að hitta og vinna með þeim bestu á hverju sviði og árangurinn lætur ekki á sér standa.
Þetta eru örugglega bestu verðlaun sem þau geta fengið fyrir góða frammistöðu.

24.000 börn hafa nú farið í gegnum þessa þjálfun.

Vissulega getum við ekki útbúið svona glæsilega aðstöðu vegna fámennis ,en samt eitthvað í þessa átt.

Hér er stutt myndband frá þessumm sumarbúðum sem sýnir starfsemina. það er reyndar fjöldi af myndböndum til á netinu um þetta efni.

Datt í hug að þér þætti þetta áhugavert.

.

https://www.youtube.com/watch?v=2hCP89hREYw

Borgþór Jónsson, 24.6.2019 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband