Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi

Greinin birtist í Kjarnanum 24. júní 2019

 

Í greinum mínum um ofbeldi í garð kenn­ara hef ég vitnað til nor­rænu land­anna. Því miður eru engar rann­sóknir til hér á landi og því ekki vitað hve víð­tækur vand­inn er. Eins og við gerum gjarnan þá berum við okkur saman við hin Norð­ur­löndin séu rann­sóknir ekki til um mála­flokk­inn. Í fyrstu grein minni benti ég á könnun Vinnu­um­hverf­is­nefndar KÍ meðal grunn­skóla­kenn­ara í apríl s.l. sem gefur til­efni til frek­ari rann­sókn­ar.

Á sam­tölum mínum við kenn­ara má heyra að margir hafa áhyggjur af ástandi mála. Kenn­arar tala líka um að kryfja þurfi vand­ann til að finna út hvað veldur að nem­andi velji ofbeldi fremur er sam­ræð­ur. Kenn­arar sem sagt hafa frá ofbeldi nefna að nem­andi hafi stungið blý­anti í hand­ar­bak, kastað hlut eftir við­kom­andi, sparkað í fót, rekið blý­ant í höf­uð­ið, sparkað í kvið, lamið í upp­hand­legg, tekið utan um kenn­ara og hald­ið, bit­ið, náms­gögnum sam­nema rutt af borð­um, hurð skellt, borðum og stólum velt o.fl. Munn­legt ofbeldi tíðkast líka og ekki minnka áhyggjur kenn­ara vegna þessa. Mörg ljót orð eru látin falla um kenn­ara, hann er tussa, mella, hel­vítis gömul kerl­ing, fábjáni, fífl, trunta, „fuck­ing“ frekja, o.s.frv. Læt vera að nefna ljót­ustu orð­in.

Rann­sókn og skýrsla danska vinnu­eft­ir­lits­ins frá 2018 sýnir að ofbeldi í garð kenn­ara er stað­reynd. Þeir gerðu rann­sókn í nokkrum skólum í Dana­veldi. Ofbeldið hefur tíðkast og jókst milli rann­sókna. Frá 2012 hefur ofbeldið auk­ist um 6. 3% frá 13% upp í 19.3% og kenn­arar sem hafa upp­lifað hótun af hálfu nem­anda er tæp 23%. Sömu sögu er að segja um til­kynn­ingar um ofbeldi og hót­an­ir, aukn­ing.

Í umfjöllun HRS (Human rigths service) kemur fram að í Sví­þjóð eiga mörg hund­ruð kenn­ara við svefn­leysi og streitu að stríða. Ástæðan er rekin til ofbeldis nem­enda í garð kenn­ara. Fjöl­miðlar hafa ekki gefið mál­efn­inu gaum en þegar þeir fengu rann­sókn sænsku kenn­ara­sam­tak­anna í hend­urnar sáu þeir það svart á hvítu. HRS seg­ir: „For i denne und­er­søkel­sen var det påfallende mange lærere som opp­lyste at de rett og slett er blitt mis­hand­let av sine elever.“

Norð­menn hafa áhyggjur rétt eins og Dan­ir. Norska vinnu­eft­ir­litið hefur áhyggjur af fáum til­kynn­ingum um ofbeldi í garð kenn­ara. Þeir hafa líka áhyggjur af bjarg­ar­leysi kenn­ara þegar þeir mæta ofbeld­is­fullum nem­endum í skól­un­um. Vinnu­eft­ir­litið mun í sam­vinnu við skóla vinna með ofbeldið og bjarg­ráð. Sam­vinna milli stjórn­enda og kenn­ara er gott og menn eru sam­mála um að taka þurfi á ofbeld­inu og hót­unum í garð kenn­ara.

Í jan­úar 2017 komu nýjar reglur sem leggur á herðar vinnu­veit­enda í Nor­egi að koma í veg fyrir ofbeldi og hót­an­ir. Regl­unar gera líka ráð fyrir að vinnu­veit­andi kenni og þjálfi kenn­ara í að takast á við ofbeldi sem og lesa í aðstæð­ur­. ­Sam­kvæmt töl­fræði norska vinnu­eft­ir­lits­ins svör­uðu 14% grunn­skóla­kenn­ara að þeir hefðu mátt þola ofbeldi og hót­anir frá nem­end­um.

Respons Ana­lyse gerði rann­sókn fyrir norsku kenn­ara­sam­tök­in, árið 2017, um ofbeldi og hót­anir í garð kenn­ara. Um 35% grunn­skóla­kenn­ara, yngri barna, segj­ast hafa orðið fyrir ofbeldi síð­ast liðið ár, 7% í ung­linga­deildum (ungdoms­skole) og 1% í fram­halds­skóla. Með­al­talið er 19%. Í 99% til­fella er um einn nem­anda að ræða sem beitir ofbeld­inu. Um 27% af kenn­ur­unum telja ofbeldið alvar­legt eða mjög alvar­legt. Um 4% af kenn­ur­unum í rann­sókn­inni sögð­ust hafa lent fimm sinnum eða oftar í ofbeldi.

Þegar upp­lýs­ingar sem þessar liggja fyrir er ljóst að rann­saka þarf mála­flokk­inn hér á landi. Kenn­ara­sam­tökin eiga að hysja upp um sig bux­urn­ar, þó fyrr hefði verið og rann­saka mála­flokki, greina ástæður og ekki síður finna lausn­ir. Tek hatt­inn ofan fyrir danska mennta­mála­ráð­herr­anum sem fór í mál­ið, hún sætti sig ekki við að kenn­arar landsins byggju við ofbeldi. Kenn­ara­sam­tök hinna Norð­ur­land­anna virðast hafa sýnt mála­flokknum áhuga und­an­farin ár og leitað lausna, annað er hér á landi. Þöggun um ofbeldi.

Full ástæða er til að minna kenn­ara á að til­kynna ofbeldi og þannig safna í töl­fræði­bank­ann. Vinnu­erftilitið tekur við til­kynn­ingum og gætið ykkur kenn­arar það er ekki bara á herðum stjórn­enda að skrá til­vik­ið. Reynslan hefur sýnt að til­kynn­inga­skyldan er ekki virt.

Umræða um ofbeld­is­greinar mínar hafa vissu­lega komið mörgum í opna skjöldu. Ein­hver fer í með­virkn­is­gír­inn og skýtur sendi­boð­ann, mig. Mér hefur verið bent á að fá mér annað starf, ég beri út óhróður um börn og ég er vondur kenn­ara, allt ummæli sem dæma sig sjálf af þeim sem láta svona út úr sér. Við­brögð eins og hringja í skóla­stjór­ann minn og kvarta, jafn­vel að fá mig rekna hjálpar umræð­unni ekk­ert og enn síður þeim kenn­urum sem hafa lent í ofbeldi. Vand­inn hverfur ekki við að ég þagni. Löngu tíma­bært að kenn­ar­ar, kenn­ara­for­ystan og sam­fé­lagið í heild vinni að lausn, vanda­málið er til stað­ar, það sanna frá­sagnir kenn­ara, rétt eins og á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Höfum hug­fast að góð lausn hefst á því að taka skyn­sama ákvörðun um að gera það sem er rétt í óeig­in­gjörnum aðstæð­um. Leggjum þeim kenn­urum lið sem hafa mátt þola ofbeldi, finnum lausn í stað þess að moka vand­an­um, smáum eða stórum, undir tepp­ið. Sýnum þessum kenn­urum sam­stöðu og að okkur sé annt um að þeir haldi heilsu og starfi sínu. Tökum þá að okkur þegar þeir fá vind­inn í fang­ið, sem sam­starfs­menn, yfir­menn og kenn­ara­for­ysta.

Höf­undur er M.Sc. M.Ed. og starfar sem grunn­skóla­kenn­ari og situr í vinnu­um­hverf­is­nefnd KÍ fyrir hönd grunn­skóla­kenn­ara.

Heim­ild­ir:

 

  • Det Nationale For­sknings­center for Arbejdsmiljø. (e.d.). Und­er­søgelse af chika­ne, trusler om vold og fysisk vold rettet mod und­ervisn­ings­per­sonale i udval­gte fol­keskoler. Sótt 10. maí 2019 af htt­p://nfa.dk/da/­For­skning/Projekt?docId=27ef2dac-dbbf-4821-a3b9-02a514063a06
  • Arbeid­stil­sy­net. (e.d.). Må jobbe bedre med å for­e­bygge vold og trusler. Sótt 10. maí 2019 af https://www.­arbeid­stil­sy­net.no/ny­het­er/ma-jobbe-bedre-­med-a-­for­e­bygge-vold-og-trusler/
  • HRS. (e.d.). Sjokker­ende for­hold i svensk skole: Vold og drapstrusler mot lærerne er utbredt. Sótt 10. maí 2019 af https://www.rights.no/2018/01/­sjokker­ende-­for­hold-i-svensk-skole-vold-og-drapstrusler-mot-la­er­er­ne-er-ut­bredt/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband