Bráðger börn gleymast

það er synd að þessi hópur nemenda gleymist í skólakerfinu. Eins og Meyvant bendir á að í skóla án aðgreiningar eiga þessi börn að fá jafn góða þjónustu og þeir nemendur sem eiga erfitt með nám. Velti fyrir mér hvort hugtakið sé ekki á hreinu þegar nemendum er sinnt. Of mikill tími fer í þau börn sem haga sér illa, það kom fram í könnun meðal unglingakennara, nenna ekki að læra og sýna skólanum ekki áhuga. Bráðgerðu börnin lenda því undir þegar tíma kennarar er úthlutað. Unglingakennarar bentu á að mikill tími færi í að bíða eftir að kennsluhæft yrði, það gera bráðger börn líka. 

Hef oft velt fyrir mér af hverju foreldrar barna sem mæta í skólann til að læra láta slíkt yfir börn sín ganga. Umrædd börn eiga jafnan rétt á námi og þeir sem slakari eru. Þessi gengdarlausa aðgerð að meðalmennskunni er með ólíkindum. Margir grunnskólar veita ekki viðurkenningar fyrir góðan árangur, útaf meðalmennskunni. Ekkert á að vera eðlilegra en í lok grunnskólagöngu að nemandi fái viðurkenningu fyrir góðan námsárgangur. 

Það er löngu tímabært, í anda skóla án aðgreiningar, að nemendum verði skipt upp í hópa, í þeim námsgreinum sem við á, og þeim boðið nám við hæfi, þekkingu, færni og áhuga. 

Í dönsku fréttunum sögðu þeir frá falli nemenda úr grunnskóla, hér er það svo að allir útskrifast burtséð frá getu, hæfni og færni. Framhaldsskólanum ber skylda að taka við nemendum, burtséð frá getu, hæfni og færni. Góð þróun! Má spyrja sig.


mbl.is Of fáir standa sig afburðavel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband