Einar Þorsteinsson fyrrverandi fréttamaður

og núverandi forseti borgarstjórnar er fljótur að skipta um gír. Áður spurði hann spurninga sem hann er krafinn svara við nú, s.s. leikskólapláss í höfuðstaðnum. Hann svarar eins og stjórnmálamaður, sem sagt, segir helling en lítið innihald. Að venju láta fréttamenn svona hjal duga.

Einar hvetur fólk til að sækja um á leikskólum í vetur, þar sem frábært starf. Honum láðist að segja að borgin borgi illa, því þeir meta störf leikskólastarfsmanna ekki að verðleikum. 

Mönnunarvandinn myndi án efa leysast ef launakjör bötnuðu. Vinnuumhverfi starfsmanna leikskóla er víða slæmt. Mygla. Stórt vandamál. Borgin reynir að taka á vandanum. 

Ganga má út frá að enginn leikskóli sé fullmannaður í vetur. Afleiðing, færri leikskólapláss.

Greiðslur til foreldra til að vera heima með barni hjálpar ekki atvinnulífinu. Víða þarf þetta fólk til vinnu og þá þarf þjónusta leikskólanna að vera til staðar. Hálfan eða allan daginn.


Námsmenn og félög ættu að forðast Tripical

ferðaskrifstofuna á meðan málið er óleyst. Að benda á annan er ekki faglegt. Ljóst að þetta eru góð viðskipti þegar námshópar fara í ferðir. Gefur ábyggulega vel í aðra hönd.

Varið aðra nemendahópa við, bendið á aðrar skrifstofur. Læra af reynslunni, lesa samning mjög vel áður en skrifað er undir.

Engin auðmýkt af hálfu Tripical. Þurfti úrskurðarmál til að fá málið á hreint. 


mbl.is Faðir æfur yfir innheimtuaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er hluti af bakslagi í baráttu hinsegin fólks

græt ég ekki. Að breskir kennarar séu gagnrýnislausir á námsefni og kennslu um málaflokkinn gerir mig kjaftstopp. Horfið á áhugavert myndband. Í því er breska skólakerfið tekið fyrir og krafist breytinga í kennslu hinsegin málefna.

Vona að íslenskir kennarar séu gagnrýnni á málefnið en breskir kollegar þeirra. Hvað þá námsefnið. Hjartanlega sammála þeim atriðum sem koma fyrir síðast í þættinum. Fagna að víða um heim opnast augu almennings og ekki síst foreldra að ,,heilaþvottur" gæti átt sér stað í skólum. Sammála dragdrottningunni sem segir að sínir líkir eigi ekkert erindi í skóla til að lesa fyrir börn. Breskir kennarar hafa beðið dragdrottningar að koma inn í skólana og lesa.


Hvers vegna fékk ,,Tavistock" að ganga svo langt? (kynbreyting barna)

,,How did the Tavistock carry on for so long? Greinina má lesa hér
How did we let this go on for so long? That is surely the question on everyone’s mind following the NHS’s announcement this week that it will shut down the Tavistock Centre, its specialist gender-identity clinic for children and young people.
This comes after the damning findings of paediatrician Dr Hilary Cass, whose interim report into the Tavistock was published earlier this year. Cass found that the Tavistock’s model of care is ‘not safe’ for children. This week a letter from Cass to NHS England was published with further advice on reforming Britain’s gender-identity services and on the potential harms of puberty blockers."
 
,,The Cass review confirmed much of what was already known – that clinicians at the Tavistock are under pressure to ‘affirm’ a child’s new gender identity, and that the puberty-blocking drugs that are prescribed to this end are largely experimental. But the deeper questions remain: why did so many adults go along with this and why were they so nonchalant about putting vulnerable children at risk?"
 
,,After all, the alarm has been sounded repeatedly, over nearly two decades, through whistleblowers, reports, media investigations and lawsuits. And yet nothing ever seemed to change.
Concerns about the Tavistock stretch back at least 18 years. In 2004, mental-health nurse Susan Evans blew the whistle, after learning that a 16-year-old boy who thought he was a girl had been referred for hormone treatment after just four appointments. In 2005, a review by Dr David Taylor raised concerns about the speed with which children were being prescribed puberty blockers, the lack of evidence surrounding their use, and the troubled backgrounds of the children presenting with gender-identity issues."
 
,,In 2018, Dr David Bell, who had worked at the Tavistock since 1995, accused the clinic of fast-tracking young people down the trans pathway, without exploring their personal histories. He warned that many of the patients presenting as trans were often gay, on the autism spectrum or suffering from other conditions like anorexia. The review prompted Dr Marcus Evans, a Tavistock board member (and husband of Susan), to resign."
 
Þekkjum þetta frá umræðunni hér á landi, fólk sem vill fara varlega þegar börn eru annars vegar er sakað um transfóbíu. ,,The most common accusation thrown at those who blew the whistle was, of course, ‘transphobia’. An absurd smear, with its cruel implication that these practitioners must have hated the children in their care. The very children they were trying to protect from harm."
 
Ég veit ekki hvort nokkurt barn hér á landi hafi farið í lyfjameðferð, vona ekki. Í norska þættinum, Debatten, komu sömu áhyggjur fram hjá þeim sem vilja ekki að börn undir lögaldri séu meðhöndluð með lyfjum í því mæli sem gert er. Telja það tilraunastarfssemi. Norski barnalæknirinn talað um, líkt og kemur fram í greininni, að börnin væru samkynhneigð, einhverf eða ættu í langflestum tilfellum við andleg veikindi að stríða, anorexíu, þunglyndi o.fl. í þeim dúr. Góð sálfræðimeðferð myndi hjálpa þessum börnum best, ekki hormóndempnandi lyf.
 
Fyrst og fremst eigum við að fara varlega þegar börnin eru annars vegar. Betra að stíga varlega til jarðar.

Gustar um verkalýðinn

rétt eins og aðra þekkta í þjóðfélaginu. Menn eru misjafnir að efnum og gæðum. Ekki öllum gefið að vinna með ólíkum hópum. Sjáum þetta víða innan verkalýðshreyfingarinnar. Svo eru það þeir sem þekkja ekki sinn vitjunartíma.

Margir verkamenn eru sinnulausir þegar kemur að forystu félags. Nenna ekki að mæta til að kjósa forystu. Afleiðingin, misgóðir forystusauðir við stjórn. 

Drífa tekur ákvörðun sem passar henni. Alltaf kemur maður í manns stað. 


mbl.is Drífa Snædal segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakslag í réttindabaráttu

hinsegin fólks segja margir og þessi tugga tuggin í fjölmiðlum. Ég kem ekki auga á bakslagið. Enginn tala um hvaða bakslag sé að ræða. Af hverju ekki. Af hverju tiltaka ekki fjölmiðlar um hvaða bakslag sé að ræða í réttindabaráttunni. 

Á mig virkar þetta eins og slagorð. Í hvaða tilgangi er mér hulin ráðgáta. Fjölmiðamenn bera ábyrgð. Bera órökstuddar fréttir hvað eftir annað. Bera á borð fyrir lesendur eitthvað sem aðrir segja án þess að kryfja málið.

Vil geta þá kröfu til blaðamanna að þeir segi okkur hinum um hvað bakslag í réttindabaráttu þessa fólks sé að ræða.


,,Seðlabankinn fóðrar fjármálahýenurnar"

segir Vilhjálmur í grein sinni á Vísi.is. Greinina má lesa hér. Stjórnvöld hafa lítið skipt sér af millitekjuhópum og láglaunafólki. Get tekið undir með Vilhjálmi sem segir ,,Það er svo sorglegt að sjá og verða vitni að varðmennskunni enn og aftur í kringum fjármálaelítuna og Seðlabankann er vílar ekki fyrir sér að kasta launafólki, almenningi og heimilunum eins og hverju öðru fóðri í ginið á fjármálahýenunum með því að hækka vexti viðstöðulaust."

Hækkun lána er skelfileg. Afborgarnir hækka og eftirstöðvar. Láglauna og millitekjufólk má ekki við þessu. Ríkið, með Bjarna, Sigurð og Katrín í broddi fylkingar, virðist ekki umhugað um hluta þjóðarinnar. Ætti ekki að koma á óvart, þau hafa sýnt í langan tíma fyrir hvern þau vinna.


Þarf gæslu, mega menn

ekki vera á eigin vegum og taka ábyrgð gjörðum sínum. Allir með síma. Hægt að hringja ef einhver slasast. Ferðaþjónustuaðilar selja skoðunarferðir og krefjast úrbóta af okkur almenningi. Þeir geta sjálfir komið upp þeim úrbótum sem krafist er.

Ef einhver skilar sér ekki þá er ákvörðunin hans. Leitað að honum síðar. Hægt að setja upp merkingar. Svæðið er hættulegt og hvers vegna. Meira eigum við ekki að gera.

Forræðishyggjan má ekki vera of mikil. Engin ástæða að mínu mati að ríkið kosti fólk til að passa upp á hvað aðrir gera. Slíkt er ekki víða gert á hálendinu.


mbl.is Björgunarsveitir ekki varanleg lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þöggun...

Þórólfur segir ,,„En henni fylgir þó alvar­legur und­ir­tónn því í henni felst til­raun til þögg­un­ar, ekki bara gagn­vart mér heldur gagn­vart öllum öðrum háskóla­mönnum sem hafa vilja og áhuga á að tjá sig um sjáv­ar­út­vegs­mál og fram­kvæmd sjáv­ar­út­vegs­stefnu. Kannski er það til­gang­ur­inn?“

Lesa má um málið hér.

Góð tilraun til að þagga málaflokk niður er að kæra. Við sjáum þetta meðal transumræðu barna. Við sjáum þetta um ofstæki Öfga, enginn má vera óssmála þeim. Við sjáum þetta meðal valinna kynjafræðinga og víðar, allir eiga að hoppa á þeirra vagn. Þeir sem vilja ekki opna umræðu um málaflokk velja þöggun. 


Afnema útvarpsgjald

Frakkar stíga stórt skref. Útvarpsgjaldið, til að reka ríkisstöð var tekið af. Vildi óska að við gerðum það sama. Ruv er lélegur miðill. Bjóða upp endurútsendingar í gríð og erg. Fréttamenn þar afar hliðhollir ákveðnum málaflokkum sem litar allt þeirra starf. Hlutleysi finnst varla meðal fréttamanna þar á bæ. Í dag vill fólk velja.

Kjarninn segir frá: ,,Efri deild franska þjóð­þings­ins hefur sam­þykkt að afnema útvarps­gjaldið sem notað er til að fjár­magna rekstur franskra rík­is­fjöl­miðla, en afnám útvarps­gjalds­ins var eitt af kosn­inga­lof­orðum Emmanu­els Macron Frakk­lands­for­seta í nýlega afstöðnum for­seta­kosn­ingum í land­inu."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband