16.8.2022 | 19:18
Einar Þorsteinsson fyrrverandi fréttamaður
og núverandi forseti borgarstjórnar er fljótur að skipta um gír. Áður spurði hann spurninga sem hann er krafinn svara við nú, s.s. leikskólapláss í höfuðstaðnum. Hann svarar eins og stjórnmálamaður, sem sagt, segir helling en lítið innihald. Að venju láta fréttamenn svona hjal duga.
Einar hvetur fólk til að sækja um á leikskólum í vetur, þar sem frábært starf. Honum láðist að segja að borgin borgi illa, því þeir meta störf leikskólastarfsmanna ekki að verðleikum.
Mönnunarvandinn myndi án efa leysast ef launakjör bötnuðu. Vinnuumhverfi starfsmanna leikskóla er víða slæmt. Mygla. Stórt vandamál. Borgin reynir að taka á vandanum.
Ganga má út frá að enginn leikskóli sé fullmannaður í vetur. Afleiðing, færri leikskólapláss.
Greiðslur til foreldra til að vera heima með barni hjálpar ekki atvinnulífinu. Víða þarf þetta fólk til vinnu og þá þarf þjónusta leikskólanna að vera til staðar. Hálfan eða allan daginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2022 | 11:04
Námsmenn og félög ættu að forðast Tripical
ferðaskrifstofuna á meðan málið er óleyst. Að benda á annan er ekki faglegt. Ljóst að þetta eru góð viðskipti þegar námshópar fara í ferðir. Gefur ábyggulega vel í aðra hönd.
Varið aðra nemendahópa við, bendið á aðrar skrifstofur. Læra af reynslunni, lesa samning mjög vel áður en skrifað er undir.
Engin auðmýkt af hálfu Tripical. Þurfti úrskurðarmál til að fá málið á hreint.
![]() |
Faðir æfur yfir innheimtuaðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2022 | 08:28
Ef þetta er hluti af bakslagi í baráttu hinsegin fólks
græt ég ekki. Að breskir kennarar séu gagnrýnislausir á námsefni og kennslu um málaflokkinn gerir mig kjaftstopp. Horfið á áhugavert myndband. Í því er breska skólakerfið tekið fyrir og krafist breytinga í kennslu hinsegin málefna.
Vona að íslenskir kennarar séu gagnrýnni á málefnið en breskir kollegar þeirra. Hvað þá námsefnið. Hjartanlega sammála þeim atriðum sem koma fyrir síðast í þættinum. Fagna að víða um heim opnast augu almennings og ekki síst foreldra að ,,heilaþvottur" gæti átt sér stað í skólum. Sammála dragdrottningunni sem segir að sínir líkir eigi ekkert erindi í skóla til að lesa fyrir börn. Breskir kennarar hafa beðið dragdrottningar að koma inn í skólana og lesa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2022 | 09:48
Hvers vegna fékk ,,Tavistock" að ganga svo langt? (kynbreyting barna)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2022 | 10:40
Gustar um verkalýðinn
rétt eins og aðra þekkta í þjóðfélaginu. Menn eru misjafnir að efnum og gæðum. Ekki öllum gefið að vinna með ólíkum hópum. Sjáum þetta víða innan verkalýðshreyfingarinnar. Svo eru það þeir sem þekkja ekki sinn vitjunartíma.
Margir verkamenn eru sinnulausir þegar kemur að forystu félags. Nenna ekki að mæta til að kjósa forystu. Afleiðingin, misgóðir forystusauðir við stjórn.
Drífa tekur ákvörðun sem passar henni. Alltaf kemur maður í manns stað.
![]() |
Drífa Snædal segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2022 | 09:20
Bakslag í réttindabaráttu
hinsegin fólks segja margir og þessi tugga tuggin í fjölmiðlum. Ég kem ekki auga á bakslagið. Enginn tala um hvaða bakslag sé að ræða. Af hverju ekki. Af hverju tiltaka ekki fjölmiðlar um hvaða bakslag sé að ræða í réttindabaráttunni.
Á mig virkar þetta eins og slagorð. Í hvaða tilgangi er mér hulin ráðgáta. Fjölmiðamenn bera ábyrgð. Bera órökstuddar fréttir hvað eftir annað. Bera á borð fyrir lesendur eitthvað sem aðrir segja án þess að kryfja málið.
Vil geta þá kröfu til blaðamanna að þeir segi okkur hinum um hvað bakslag í réttindabaráttu þessa fólks sé að ræða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.8.2022 | 09:54
,,Seðlabankinn fóðrar fjármálahýenurnar"
segir Vilhjálmur í grein sinni á Vísi.is. Greinina má lesa hér. Stjórnvöld hafa lítið skipt sér af millitekjuhópum og láglaunafólki. Get tekið undir með Vilhjálmi sem segir ,,Það er svo sorglegt að sjá og verða vitni að varðmennskunni enn og aftur í kringum fjármálaelítuna og Seðlabankann er vílar ekki fyrir sér að kasta launafólki, almenningi og heimilunum eins og hverju öðru fóðri í ginið á fjármálahýenunum með því að hækka vexti viðstöðulaust."
Hækkun lána er skelfileg. Afborgarnir hækka og eftirstöðvar. Láglauna og millitekjufólk má ekki við þessu. Ríkið, með Bjarna, Sigurð og Katrín í broddi fylkingar, virðist ekki umhugað um hluta þjóðarinnar. Ætti ekki að koma á óvart, þau hafa sýnt í langan tíma fyrir hvern þau vinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2022 | 15:00
Þarf gæslu, mega menn
ekki vera á eigin vegum og taka ábyrgð gjörðum sínum. Allir með síma. Hægt að hringja ef einhver slasast. Ferðaþjónustuaðilar selja skoðunarferðir og krefjast úrbóta af okkur almenningi. Þeir geta sjálfir komið upp þeim úrbótum sem krafist er.
Ef einhver skilar sér ekki þá er ákvörðunin hans. Leitað að honum síðar. Hægt að setja upp merkingar. Svæðið er hættulegt og hvers vegna. Meira eigum við ekki að gera.
Forræðishyggjan má ekki vera of mikil. Engin ástæða að mínu mati að ríkið kosti fólk til að passa upp á hvað aðrir gera. Slíkt er ekki víða gert á hálendinu.
![]() |
Björgunarsveitir ekki varanleg lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2022 | 09:32
Þöggun...
Þórólfur segir ,,En henni fylgir þó alvarlegur undirtónn því í henni felst tilraun til þöggunar, ekki bara gagnvart mér heldur gagnvart öllum öðrum háskólamönnum sem hafa vilja og áhuga á að tjá sig um sjávarútvegsmál og framkvæmd sjávarútvegsstefnu. Kannski er það tilgangurinn?
Lesa má um málið hér.
Góð tilraun til að þagga málaflokk niður er að kæra. Við sjáum þetta meðal transumræðu barna. Við sjáum þetta um ofstæki Öfga, enginn má vera óssmála þeim. Við sjáum þetta meðal valinna kynjafræðinga og víðar, allir eiga að hoppa á þeirra vagn. Þeir sem vilja ekki opna umræðu um málaflokk velja þöggun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2022 | 11:01
Afnema útvarpsgjald
Frakkar stíga stórt skref. Útvarpsgjaldið, til að reka ríkisstöð var tekið af. Vildi óska að við gerðum það sama. Ruv er lélegur miðill. Bjóða upp endurútsendingar í gríð og erg. Fréttamenn þar afar hliðhollir ákveðnum málaflokkum sem litar allt þeirra starf. Hlutleysi finnst varla meðal fréttamanna þar á bæ. Í dag vill fólk velja.
Kjarninn segir frá: ,,Efri deild franska þjóðþingsins hefur samþykkt að afnema útvarpsgjaldið sem notað er til að fjármagna rekstur franskra ríkisfjölmiðla, en afnám útvarpsgjaldsins var eitt af kosningaloforðum Emmanuels Macron Frakklandsforseta í nýlega afstöðnum forsetakosningum í landinu."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)