27.6.2021 | 10:35
Framafemínisti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2021 | 10:22
Ein af reglunum,
leggðu líf þitt ekki í hættu. Sú regla er boðuð í námi björgunar- og slysavarnadeilda Landsbjargar. Hafir þú komið sjálfum þér í hættu sem björgunaraðili hjálpar þú engum. Geðræðislegar ákvarðanir einstaklinga við gosið er á þeirra ábyrgð.
Þegar rafskútufaratækin voru rædd í sjónvarpinu um daginn kom skýrt fram frá eiganda hjólanna að fólk bæri ábyrgð á eigin hegðun, boð og bönn ættu ekki við. Fræðsla. Forvarnir. Sama upp á teningnum við gosið. Björgunarsveitamenn hafa staðið sig vel.
Vona að engum björgunarsveitarmanni detti í hug að hætta lífi og limum fyrir vitleysinga sem sækja gosið heim.
![]() |
Fórni ekki lífi sínu til bjargar þeim sem fara upp á hraunið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2021 | 09:16
Skelfilegt til þess
að hugsa að farga þurfi dýrmætu bóluefni. Heppni að stutt sé á milli staða og hægt að nýta efnið. Meðan margar þjóðir hafa ekki nóg virðumst við vera í forréttindahópi. Lendum í vandræðum með afgang af bóluefni. Menn mæta ekki í bólusetningu! Landinn tekur sig vonandi á næstu daga þegar bólusetning verður í boði.
![]() |
Keyrðu skammtana í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2021 | 09:43
Sekkur dýpra
Merkilegt að koma með endalausar afsakanir. Engin málefni rædd. Af hverju á Samherji svona mörg skúffufyrirtæki í skattaparadísum, hefur Þorsteinn útskýrt það. Af hverju tóku þeir upp veskið og greiddu á 4 tug milljóna til Færeyja eftir þáttinn sem þar var sýndur, komið útskýring af hverju allt í einu þá skuldaði fyrirtækið skatta til eyjanna. Lengi mætti áfram telja.
Held að þorri almennings hafi fyrir löngu síðan misst traust og trúnað á það sem frá Samherjamönnum kemur. Af hverju þráast Þorsteinn Már við, ómögulegt að segja. Dómstólar munu leiða í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Hér á landi gengur rannsókn mála gegn Samherja ansi hægt, en vonandi fær það endi.
Samherjamenn hafa lagt sig í líma við að kenna einum manni um það sem gerðist í Namibíu. Sem stjórnandi fyrirtækisins ber hann ábyrgð, líka á þeim sem hann hefur gert að blóraböggli til að hreinsa sjálfan sig. Aðferðir hans valda velgju.
Stundum er betra að þegja en segja. Í tilfelli Samherja held ég að það eigi ágætlega við.
![]() |
Biðst afsökunar fyrir hönd Samherja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2021 | 19:38
Kynin eru ólík
frá náttúrunnar hendi. Byggt á rannsóknum. Munurinn finnst í öfgum segir Bergsveinn. Kvenna- og karlaströrf myndast vegna þess að kynin eru ólík. AF hverju fylla karlar fangelsin? Gaman að hlusta á viðtalið við Hermund og Bergsvein. Áhugamál karla og kvenna eru ólík. Hlustið, Harmageddon - Líffræði skýri muninn milli kynja - Útvarp - Vísir (visir.is)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2021 | 10:14
Klux, klux, klan nútímans!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2021 | 17:52
Má nýta menntun sjúkraliða
betur en nú er gert. Margir hafa eytt þremur árum í að mennta sig til hjúkrunarstarfa en eru nýttir í þrif, þvotta og bakstur. Illa farið með góða hjúkrunarmenntun. Vonandi sjá nýir eigendur ástæðu til að nota sjúkraliða betur en gert var á Hlíð og Lögmannshlíð.
Sjúkraliðar eru menntaðir til að sinna fjölþættum hjúkrunarstörfum og margir hafa bætt við sig í formi endurmenntunar heilmikilli þekkingu sem ekki er nýtt sem skildi.
Verður forvitnilegt að fylgjast með þróuninni.
![]() |
Hópuppsagnirnar komu ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2021 | 09:25
Fínt að ná í skottið
á þeim sem höfðu ekki fyrir því að sækja um tilskilin leyfi og greiða skatta af tekjunum. Dæmi var um að menn flyttu í sumarbústað til að leigja íbúðina út. Menn fluttu til foreldra sinna til að leigja íbúð út. Alls konar útfærslur af þessum bransa. Margir talið sig óhulta af því fyrirtækið gaf ekki upp tekjur þeirra. Nú hins vegar getur það breyst í martröð hjá mörgum að hafa ekki farið að lögum. Stundum kemur það í bakið á mönnum.
Fátt eðlilegt við að menn þéni um 2 milljónir á ári vegna útleigu og greiða ekki skatta af þeim fjármunum. Hótel- og gistieigendur komast ekki hjá þessum greiðslum og því eiga menn sem reka húsnæði sitt sem gistiheimili ekki að slappa því heldur.
Vonandi taka yfirvöld fastar á málunum nú þegar fyrirtækið Airbnb er skyldugt að gefa upp greiðslur til Íslendinga.
![]() |
Grunur um stórfelld skattalagabrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2021 | 13:40
Mæður bindast böndum
og full þörf á. Sú fæð sem lögð eru á drengi er með ólíkindum. Á þá dynur trúboð. Drengir eru kúgarar, þuklara, ofbeldismenn og nauðgarar. Skiptir engu sekt eða sakleysi. Í Ástralíu var drengjum gert að biðja afsökunar á hegðun fárra karlmanna og voru það stúlkur sem áttu að fá afsökunarbeiðnina. Við höfum ekki gengið svo langt en litlu munar.
Mannorðsmorð eru framin hér á landi og fáir sporna við því. Stúlkur í hefndarhug skulu ná sínu fram. Fjölmiðlar leggja fæð á þá sem hoppa ekki á já- vagninn og gleypa við öllu.
Löngu vitað að hafi einhver gerst brotlegur og afsökunarbeiðni dugar ekki á að sækja viðkomandi til saka, karl eða konu.
Hér má sjá þátt mæðra sem hafa fengið meira en nóg af áróðri gegn drengjunum þeirra. Hvet fólk til að horfa. Skyldu við hér á Fróni verða vitni af slíkri umhyggju mæðra, spurning. Campaign to stop boy shaming in schools - YouTube
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2021 | 09:31
Gleðilega hátíð
sjómenn og fjölskyldur. Víða um land halda menn sjómannahátíðir með ýmsu sniði. Flestir bæjarbúar eru hvattir til þátttöku. Í mörgum bæjarfélögum hafa sjómannahátíðir breyst og ekki svipur hjá sjón víða. Allt er breytingum háð, líka Sjómannadagurinn.
Norðan heiða er gott veður og kjörið til útivistar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)