21.5.2020 | 21:15
Freyjunum ekki vorkunn
Freyjurnar hafa séð sóma sinn í að upplýsa landann, að hluta til, um launakjör þeirra. Allt bullið sem hingað til hefur komið fram rýrir málstað freyjanna. Birting launaseðils, markleysa. Freyjurnar eiga ekki mína samúð. Þær eru ekki á skítalaunum og ná vel upp í og yfir meðallaun í landinu, þvert á það sem þær hafa haldið fram.
Fyrir hlutastarf þéna freyjur og þjónar, sinni þeir 65 flugtímum, á bilinu 700 þúsund upp í og yfir milljón. Ekki slæmt fyrir starf sem þarf nánast enga menntun né kostnað við menntun. Almenni geirinn borgar vel, óhætt að segja það.
Stúdentsprófið er eins og gagnfræðapróf í gamla daga- aðgangsmiði í áframhaldandi nám, engin starfsréttindi.
Hlunnindi, eins og flugferðir, ekki gefnar upp. Tekjur og kallast sporslur.
Styð Icelandair í þessu máli og hef löngum sagt, flugstéttir hafa misnotað verkfallsrétt sinn og þannig þvingað fyrirtækið til samninga, vegna sérstöðunnar. Flug til og frá landinu.
Freyjur hjá Icelandair eru í engu betri en aðrar freyjur víða um heim og verðskulda ekki hærri laun þess vegna. Hef flogið með útlenskum flugfélögum þar sem freyjurnar fá hærri frammistöðueinkunn en þær íslensku. Misjafnt er mannanna mat á þjónustu og þjónustulund freyjanna.
21.5.2020 | 12:40
Sama tuggan hjá freyjunum...
Enn tyggja freyjurnar sömu tugguna. Virðast ekki vilja gefa upp launakjör sín en tala um aukna vinnu gegn lægri launum. Leyfið landanum að heyra í raun hvað ber á milli. Það segir manni lítið að bæta við sig 20% þegar viðmiðið er ekki vitað.
Hver eru mánaðarlaun fyrir 100% starf- ósvarað
Hve margar vinnustundir er á bak við 100% starf- ósvarað
Hvaða sporslur fá freyjur, s.s. ókeypis flug- ósvarað
Hver er sölubónus af skransölunni- ósvarað
Hver er ávinningur af matar- og drykkjarsölu- ósvarað
Hvað eru dagpeningreeiðslur háar- ósvarað
Greiðir Icelandair hótel og mat á lengri ferðum- ósvarað
Aksturspeningar eru þeir greiddir- ósvarað
Álagsgreiðslur vegna kvöld, nætur og helgarvinnu- ósvarað
Væri ekki ráð að upplýsa landann um kjörin, hefur lítið að segja að tyggja sömu tugguna.
Sé vinna á bak við 100% laun 100 klst. þá telst það um 60% vinna hjá öðrum sem þurfa að skila 173 stundum á mánuði fyrir fullt starf.
Þeir sem vinna á kvöld- helgar- og næturvöktum fá vaktarálag.
![]() |
20% aukið vinnuframlag á móti 12% launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2020 | 09:03
Landsmenn fávísir að mati samninganefndar flugfreyja
Í síðdegisútvarpinu í gær ræddu þáttastjórnendur við formann samninganefndar flugfreyja. Þar sagði hún samninginn flókinn og að almenningur skilji hann ekki. Mér þykir afar einfalt að segja, hver eru mánaðarlaunin fyrir 100% starf og hve margar vinnustundir þurfa freyjurnar að vinna fyrir það. Hún sagði kjarasamninginn í flugstundum ekki klst. Getur ekki verið mikið mál að breyta flugstundum í klst. Sporslur, skil alveg þegar sagt er að freyja megi fljúga ókeypis með flugfélaginu og taka maka með. Verðmæti upp á annað hundruð þúsund hver ferð. Ég veit líka hvað sölubónus, dagpeningar og aksturspeningar eru. Formaður samninganefndar talaði til landans eins og þeir séu fávísir. Ég held hins vegar að freyjurnar vilji ekki gefa upp raunveruleg laun sín og vinnustundir, þá gæti samúðin horfið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2020 | 19:43
Gyða Dröfn Laagaili Hannesardóttir dæmd
Hópur kvenna hefur stundað þá ljótu iðju að rægja fólk, sérstaklega feður, á opinberum miðlum. skiptir engu satt eða logið. Hluti mannanna hafa farið eftir konunum og dregið þær fyrir dóm. Huginn Þór vann eitt slíkt mál og er víst með fleiri í farvatninu. Umrædd kona hefur kallað annan föður barnaníðing að ósekju. Mikilvægt að stoppa svona framkomu á opinberum miðlum.
Huginn deilir: "Eins og málið liggur fyrir dómnum verður því að telja ofangreind ummæli ósönnuð og staðhæfingar stefnanda réttar, meðal annars um að stefnda hafi af ásetningi reynt að vega að æru stefnanda og að hún hafi haft ummæli sín frammi gegn betri vitund. Samkvæmt framangreindu teljast ummælin óviðurkvæmileg og verða þau því dæmd ómerk með þeim hætti sem nánar greinir í dómsorði."
Því miður var þessi kona aðeins dæmd til að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur sem er of lítið, ætti að vera 500-900 þúsund krónur, enda mannorðið að veði.
Umrædd Gyða var þátttakandi í femínistaspjalli sem flett var ofan. Hvort hún hafi lært sína lexíu skal ósagt látið en eitt er víst, lítið að marka það sem konan lætur út úr sér.
16.5.2020 | 10:26
Myndarleg og dugleg kona
Það er ekki á allra færi að eignast nokkur börn á fáum árum. Sumum er það ekki gefið. Mér þykir kraftur í konunni. Hún má vera stolt af líkamann sínum og því sem hún gerir.
Staðalímynd kvenna virðist vera grönn kona, með gervineglur, ljóst sítt hár, máluðu og með hvíttaðar tennur. Þessi staðalímynd virðist heldur ekki þreytast af að senda sjálftökumynd á samfélagsmiðla. Dapurlegur lífsmáti að geta ekki lifað lífinu án þess að auglýsa hann endalaust.
![]() |
Stærsta skrefið að henda of litlum fötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2020 | 22:37
Gagnrýna Stundina, ekki að ósekju.
Stjórnarkonur í félagi um foreldrajafnrétti gagnrýna Stundina
Stjórnarkonur í Félagi um foreldrajafnrétti birtu í gær yfrlýsingu á Facebook-síðu félagsins, þar sem gerðar eru athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar um foreldraútilokun.
Stjórnarkonurnar segja Stundina horfa fram hjá rannsóknum undangenginna áratuga og hafna því að hugtakið foreldraútilokun sé byggt á vafasömum kenningum feðrahreyfinga og ofbeldismanna.
Í yfirlýsingunni segir kynjahlutföll þeirra sem leita til félagsins hafi verið jöfn á síðasta ári og að erfitt sé fyrir konur sem sæta útilokun frá börnum sínum að koma fram vegna viðhorfa samfélagsins. Ummæli sem ítrekað hafi birst í umfjöllun Stundarinnar geri lítið úr börnum og mæðrum sem missa tengsl í kjölfar skilnaðar.
Bent er á að foreldraútilokun bitni ekki aðeins á foreldrum heldur einnig börnum sem verða fyrir slíku ofbeldi, systkinum þeirra og öðrum ástvinum.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér:
Við stjórnarkonur í Félagi um foreldrajafnrétti gerum alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Stundarinnar síðustu misseri um það ofbeldi sem felst í foreldraútilokun og hundruð barna og foreldra verða fyrir á Íslandi á ári hverju. Það er mat okkar að umfjöllun Stundarinnar um málefnið hafi verið afar hlutdræg og skaðað viðleitni félagsins að fræða um þessa tegund ofbeldis. Miðillinn hefur auk þess í umfjöllun sinni horft framhjá þúsundum erlendra rannsókna um foreldraútilokun sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum.
Á síðasta ári leituðu jafn margar konur og karlar til Félags um foreldrajafnrétti vegna tálmana og tengslarofs við börn sín. Mjög erfitt getur verið fyrir konur að koma fram vegna viðhorfa samfélagsins til mæðra sem ekki eru með börn sín.
Í viðtölum Stundarinnar eru ítrekað birt ummæli þar sem barátta gegn foreldraútilokun er sögð byggja á vafasömum kenningum feðrahreyfinga og ofbeldismanna sem vilji viðhalda ofbeldi gegn börnum og barnsmæðrum. Slík endurtekin umræða endurspeglar fordóma og fáfræði og gerir ekki einungis lítið úr þeim börnum sem lenda í foreldraútilokun, heldur smánar þær mæður sem verða fyrir því að ósekju að missa tengsl við börn sín í kjölfar skilnaðar.
Fjöldi einstaklinga um allan heim þjáist vegna foreldraútilokunar. Þar með talin eru börn, systkini, mæður, feður, ömmur, afar, frændur og frænkur.
Við ítrekum boð til ritstjórnar Stundarinnar um fræðslu og bendum auk þess á fræðslumyndbönd á YouTube um foreldraútilokun.
Fyrir hönd stjórnar Félags um foreldrajafnrétti,
Ester Magnúsdóttir
Ingveldur Eyjalín Stefánsdóttir
Júlíana Kjartansdóttir
Sigríður Guðlaugsdóttir
Unnur Þorsteinsdóttir
15.5.2020 | 18:31
Flugfreyjur ættu ekki að vera kyntákn innan um karlana
Allt karlar í viðskiptum. Koma flugfélagi á koppinn. Ég vona svo sannarlega að flugfreyjur verði ekki sýningargripir. Vona svo sannarlega að þær verði ekki kyntákn fyrir flugfélagið eins og var með WOW. Tímabært að konur berji í borðið og segi nei takk, svona komum við ekki fram við okkur sjálfar. Nei takk við slíkri sýndarmennsku. Konur virðast sækja í þessi störf, margra hluta vegna, og er ímyndin ábyggilega ein af þeim.
![]() |
Play er að fara í loftið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2020 | 10:36
Hljómar vel...náðu saman!
Margir kjarasamningar eru í grunninn úreltir sökum aldurs og breytinga í samfélaginu, ekki bara okkar heldur alþjóðasamfélaginu. Fram kemur að: ,,Gerðar voru verulegar breytingar á samningnum sem tryggja aukið vinnuframlag flugmanna og gefa félaginu aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair."
Marga kjarasamninga þarf að endurskoða en samningspólitíkin hér á landi gefur viðsemjendum sjaldan svigrún til breytinga. Ávallt er samið þegar kjarasamningur er runninn út. Hugsum til hjúkrunarfræðinga, framhaldsskólakennara, lögreglunnar og grunnskólakennara. Allt stéttir með lausan eða mjög skamman samning. Kjarasamningur grunnskólakennara losnaði 1. júlí 2019 og viðræður í gangi. Ekki útséð hvort samningur liggur fyrir þegar skólastarfi lýkur um miðjan júní.
![]() |
Atkvæðagreiðslu lýkur fyrir hluthafafund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2020 | 20:27
Sammála, ofnota verkfallsvopnið
Flugstéttir hafa ofnotað verkfallsvopnið til að ná fram kjarasamningum. Þeir notfæra sér einokun sína. Sammála, flugstéttir eigi að semja í einu lagi. Ljótur vani stéttanna að verkfall þeirra reki hvert á eftir öðru. Flug frá landinu er í viðkvæmri stöðu og það vita stéttirnar. Verkfallsvopn á að vera neyðarúrræði, þannig hafa flugstéttir ekki beitt því.
Menntun og laun fara ekki sama í fluggeiranum, það sjá allir sem það vilja sjá. Þegar hjúkrunarfræðingar eftir fjögurra ára háskólanám flykkjast úr sínum störfum til að sinna þjónustustarfi í háloftunum fyrir betri laun er eitthvað að launastrúktúrnum.
![]() |
Segir verkfallsvöld flugstéttanna mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2020 | 13:49
Jafnréttissjónarmið í háloftunum
Mikið er rætt og ritað um Icelandair og starfsfólk þess. Ein stéttin sem starfar hjá fyrirtækinu er þjónustustétt, flugfreyjur og flugþjónar, sem færa farþegum sitt lítið af hverju í ferðalaginu og reyna líka að selja varning til að auka á laun sín.
Allt sem selt er um borð er að mínu mati óþurftarvörur, sem fást á öðrum stöðum. Drepleiðinlegt er fyrir marga farþega að sitja undir sölustörfum starfsmanna Icelandair svo ekki sé talað um þvingaðar auglýsingar sem glymja í hátalarakerfinu og í sjónvarpi sætanna. Mætti hverfa úr vélum félagsins mín vegna.
Í gær birtist snjáldursíðupistill flugfreyju þar sem hún úthúðar fyrirtækinu sem hún vinnur hjá. Ákveðnir farþegar fengu sendingu í leiðinni.
Flugfreyjan þakkar sínum sæla að mamma hennar vinni ekki lengur hjá fyrirtækinu, svo mikið hafi verið lagt á hana og konurnar sem starfa þar. Þær þurfi meira að segja að leggja til rassa svo einstaka karlar geti klappað þeim, sagði hún.
Ekki gott og alls óviðeigandi í alla staði.
Mér varð um þegar hún sagði Icelandair þvinga freyjurnar til að nota andlitsmálningu, lakka neglur og ganga um á háhæluðum skóm. Freyjurnar hafa ekkert val, að hennar sögn. Og það sem verra er, þær þurfa að borga fyrir herlegheitin sjálfar.
Hvað með karlmennina í stéttinni? Þurfa þeir að undirgangast sömu ákvæði? Ég man nú ekki eftir að hafa séð það í flugi!
Hér er klárlega jafnréttisjónarmið sem þarf að skoða. Mismunun af verstu tegund.
Af hverju er ætlast til einhvers af konum sem ekki er ætlast til af körlum innan sömu atvinnugreinar? Spyr sá sem ekki veit.
Væri ekki lag í samningaviðræðunum sem nú standa yfir að koma þessu óréttlæti út úr samningum. Samkvæmt orðum freyjunnar er þvingunarákvæðið í kjarasamningi þeirra.
Auðvitað eiga starfsmenn að velja hvort þeir mæta með stríðsmálningu, lakkaðar neglur og í háhæluðum skóm til vinnu. Sama á að gilda með pils, vilji kona ekki ganga í pilsi, á hún að hafa val þar um.
Hvar eru jafnréttisstofa, jafnréttisstamtök og femínistar. Af hverju láta þeir svona þvinganir gegn konum, ekki körlum, viðgangast af hálfu vinnuveitanda?
Drífa Snædal, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Flugfreyjufélagsins hvar eru þið? Hví þegið þið yfir þessari mismunun?
Hér á landi ættu að vera miklar, gagnlegar og fróðlegar umræður um umrædda kynjamismunun í starfinu. Svo ég tali nú ekki um nafn stéttarfélagsins!
Greinin birtist í Kvennablaðinu 13. maí 2020. Eigandi síðurnnar sem er jafnréttissinni í leik og starfi skrifði greinina.