Tilfinningarússíbani kennara

Ljóst varð um leið og grein bloggara birtist í Morgunblaðinu, þar sem spurningum um fræðslu trans Samtaka 78 inni í skólakerfinu var velt upp, myndi það leiða til moldviðris. Reyndist rétt.

Í greininni velti bloggari upp þeim spurningum hvort ákveðnar greinar Barnaverndarlaga væru brotnar með tiltekinni fræðslu. Bloggari fékk eitt málnefnalegt svar í tölvupósti þar sem viðkomandi taldi fræðsluna ekki stangast á við lögin, án frekar rökstuðnings.

Einn kennari skrifaði tilfinningaþrunginn pistil á eigin snjáldursíðu stuttu eftir lestur greinarinnar. Gleðilegt að pistillinn þótti áhugaverður og svo margir lásu. Hins vegar fór tilfinningarússíbaninn í gang hjá umræddum kennara, ekki skynsemi, ígrundun eða rökstuðningur af hverju hann var ósammála. Hvað þá að hann reyndi að svara spurningunum, t.d. ef haldið er fram við börn að hormóalyf séu skaðlaus. Hvað þá, af hverju svarar kennarinn því ekki? Þekkingarleysi?

Fleiri kennarar hoppuðu á vagn rússíbanans og létu ýmislegt út úr sér til lýsa vanþóknun sinni á ofur einföldum vangaveltum um fræðslu utanaðkomandi hagsmunarsamtaka í skólakerfinu.

Eins og sjá má á þessum skjáskoti eru engin rök á bak við skrifin, bara reiði og tilfinningar, eitthvað sem fólk ímyndar sér. Af hverju kennarar láti tilfinningar ráða för í stað heilbrigðar skynsemi er bloggara hulin ráðgáta. Hér er sami kennari á ferð og vill láta reka fólk fyrir skoðanir sínar sem falla ekki að hennar. Engin mánefnanleg rök. Almenn vinnubrögð kennara- held ekki, vona ekki.

heiða 2

 

 

 

 

Bloggara er fyrirmunað að skilja af hverju flöggun regnbogafána við skólastofnanir komi fræðsluefni trans Samtaka 78 við. Kannski takmörkun bloggara. Kennarinn sem skrifaði innleggið hér að neðan virðist henda þessu fram sem tortryggni. Dæma á bloggara. Sitt sýnist hverjum um flöggun fánana og það er í góðu lagi. Sumum finnst þetta óviðeigandi, öðrum allt  í lagi og svo er öðrum nákvæmlega sama hvort fáninn hangir uppi eður ei. Engin þessarar skoðana eru réttar eða rangar. Hvað þá að ein sé réttari en hinar. Skólastjóri hefur forræði yfir fánastöngum hvers skóla.

hulda á bloggið

 

 

 

Fékk að láni frá Einari Gauta Steingrímssyni lögmanni, feitletrun er mín:

Smá lögfræðihugvekja

Oft líður fólki illa undan öðrum og talar um að sér hafi verið brotið. Oft er það rétt. Gagnvart lögum er reglan þessi: Við berum ekki ábyrgð á erfiðum tilfinningum annarra þótt við komum þar sjálf við sögu nema í undantekningartilfellum. Slík tilfelli geta verið brot á meiðyrðalöggjöf, einelti, hatursorðræða o.fl. Þótt einhverjum líði illa vegna einhvers annars sannar það ekki að viðkomandi hafi framið lögbrot gagnvart viðkomandi eða bera lagalega ábyrgð á líðaninni. Verum samt góð við hvert annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband