Bréf til sjúkraliða

Formaður Sjúkraliðafélagsins sendi félagsmönnum rafrænt bréf þar sem þeir eru hvattir til að láta vita ef kjarasamningur er ekki haldinn. Brögð eru af því að vinnuveitendur ,,notfæri" sér ákvæði í kjarasamning eins og hann orðar það. Gott og blessað og vona ég að sjúkraliðar séu meðvitaðir um þetta.

Hins vegar er það ekki innihald bréfsins sem ég vil fjalla um heldur hve upplýsingatæknin er frábær. Með einni sendingu er hægt að senda á mörg hundruð, jafnvel þúsund sjúkraliða og vekja athygli þeirra á þessu. Öldin er önnur. Fyrir nokkrum árum hefði þurft að bera sig öðruvísi að.

Bloggheimurinn hefur líka breytt miklu. Nú getur fólk ekki pukrast með mál og málefni, margt er upplýst á bloggsíðum. Það er af hinu góða, eins og umfjöllum um falda bankareikninga hefur sýnt, innherjaviðskipti o.s.frv. Bloggarar eru misgóðir og lærist það smátt og smátt að skilja kjarnann frá hisminu. Rannsóknarblaðamennska er á undanhaldi, í það minnsta sú góða og matreiðsla frétta er öðruvísi en áður. Bloggarar upplýsa þjóðina um margt sem ekki kemur fram í fjölmiðlum. Þakka sé upplýsingatækninni.

Með kveðju, Helga Dögg

M.Ed í menntunarfræði og sjúkraliði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband